Vogur 30 ára Hjalti Björnsson skrifar 21. nóvember 2013 06:00 Þann 28. desember 2013 verða liðin 30 ár frá vígslu sjúkrahússins Vogs. Allir sem til þekkja vita að opnun Vogs á þeim tíma markaði tímamót í mótttöku og meðferð áfengissjúkra á Íslandi. Sjúkrahúsið var hannað frá upphafi fyrir þá starfsemi sem þar átti að fara fram, afeitrun, greining og byrjandi meðferð við bestu mögulegar aðstæður. Þjóðin hafði sameinað krafta sína og lagt þessu góða verkefni lið að byggja yfir starfsemi SÁÁ. Fram til ársins 1999 þjónaði húsið tilgangi sínum og þúsundir Íslendinga byrjuðu nýtt líf á Vogi. Breytingar á neyslu sjúklinganna og aldurssamsetning hópsins ollu því að nauðsynlegt var að endurhanna hluta hússins og byggja við álmu fyrir þá sem yngstir voru. Samfélagslegar breytingar og kröfur um aðbúnað sjúklinga ásamt því að aðstaða starfsmanna var löngu úr sér gengin. Framkvæmdastjórn samtakanna var þetta vel ljóst og því var ráðist í endurbætur og viðbyggingu við sjúkrahúsið Vog og var því verki lokið árið 2000. Það ár opnaði unglingadeild Vogs ásamt nýrri álmu sem hýsir skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsmenn og hluti starfsmanna fékk aðstöðu þar. Fólk sem skildi þörfina á bættu húsnæði lagði þessu góða málefni lið og aftur voru samtökin komin með starfsaðstöðu sem var nútímaleg og hentaði því sem verið var að gera þá. Frá þeim tíma sem liðinn er frá endurbótunum á Vogi árið 2000 hefur starfsemin tekið miklum breytingum. SÁÁ tekur þátt í alþjóðlegum rannsóknum sem útheimtir bæði starfsfólk og aðstöðu. Félagslegur vandi þeirra sem koma í meðferð vex og því hefur verið bætt félagsráðgjafa í starfsmannahópinn. Hluti sjúklinganna verður sífellt veikari og þurfa þess vegna meira næði og meiri ummönnun í afeitrun. Viðhaldsmeðferð er stunduð á Vogi og er hún eitt mesta framfaraspor sem orðið hefur í lækningum ópíumfíkla sem nánast voru vonlausar áður. Tugir einstaklinga eru í dag í bata og í framför. Samlegðaráhrif alls þessa eru þau að enn og aftur þurfum við að bregðast við og aðlaga húsin okkar að breyttum veruleika. Framkvæmdir eru hafnar á viðbyggingu sem mun stórbæta aðstöðu vaktarinnar á Vogi. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar munu fá aukið rými og stórbætta aðstöðu til að sinna mikilvægum störfum sínum ásamt því sem nýja álman mun hýsa veikustu sjúklingana sem þurfa meiri ummönnun. Það er því bjart yfir starfsemi SÁÁ þó skorið hafi verið niður til starfsseminnar undanfarin ár. Það ber fyrst og fremst að þakka velvilja og hlýhug þjóðarinnar sem enn og aftur birtist í ríkulegum framlögum til þessa nýja verkefnis SÁÁ. Áfram Vogur og takk Íslendingar fyrir að sýna SÁÁ og Vogi í verki hvers þið metið starfsemina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 28. desember 2013 verða liðin 30 ár frá vígslu sjúkrahússins Vogs. Allir sem til þekkja vita að opnun Vogs á þeim tíma markaði tímamót í mótttöku og meðferð áfengissjúkra á Íslandi. Sjúkrahúsið var hannað frá upphafi fyrir þá starfsemi sem þar átti að fara fram, afeitrun, greining og byrjandi meðferð við bestu mögulegar aðstæður. Þjóðin hafði sameinað krafta sína og lagt þessu góða verkefni lið að byggja yfir starfsemi SÁÁ. Fram til ársins 1999 þjónaði húsið tilgangi sínum og þúsundir Íslendinga byrjuðu nýtt líf á Vogi. Breytingar á neyslu sjúklinganna og aldurssamsetning hópsins ollu því að nauðsynlegt var að endurhanna hluta hússins og byggja við álmu fyrir þá sem yngstir voru. Samfélagslegar breytingar og kröfur um aðbúnað sjúklinga ásamt því að aðstaða starfsmanna var löngu úr sér gengin. Framkvæmdastjórn samtakanna var þetta vel ljóst og því var ráðist í endurbætur og viðbyggingu við sjúkrahúsið Vog og var því verki lokið árið 2000. Það ár opnaði unglingadeild Vogs ásamt nýrri álmu sem hýsir skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsmenn og hluti starfsmanna fékk aðstöðu þar. Fólk sem skildi þörfina á bættu húsnæði lagði þessu góða málefni lið og aftur voru samtökin komin með starfsaðstöðu sem var nútímaleg og hentaði því sem verið var að gera þá. Frá þeim tíma sem liðinn er frá endurbótunum á Vogi árið 2000 hefur starfsemin tekið miklum breytingum. SÁÁ tekur þátt í alþjóðlegum rannsóknum sem útheimtir bæði starfsfólk og aðstöðu. Félagslegur vandi þeirra sem koma í meðferð vex og því hefur verið bætt félagsráðgjafa í starfsmannahópinn. Hluti sjúklinganna verður sífellt veikari og þurfa þess vegna meira næði og meiri ummönnun í afeitrun. Viðhaldsmeðferð er stunduð á Vogi og er hún eitt mesta framfaraspor sem orðið hefur í lækningum ópíumfíkla sem nánast voru vonlausar áður. Tugir einstaklinga eru í dag í bata og í framför. Samlegðaráhrif alls þessa eru þau að enn og aftur þurfum við að bregðast við og aðlaga húsin okkar að breyttum veruleika. Framkvæmdir eru hafnar á viðbyggingu sem mun stórbæta aðstöðu vaktarinnar á Vogi. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar munu fá aukið rými og stórbætta aðstöðu til að sinna mikilvægum störfum sínum ásamt því sem nýja álman mun hýsa veikustu sjúklingana sem þurfa meiri ummönnun. Það er því bjart yfir starfsemi SÁÁ þó skorið hafi verið niður til starfsseminnar undanfarin ár. Það ber fyrst og fremst að þakka velvilja og hlýhug þjóðarinnar sem enn og aftur birtist í ríkulegum framlögum til þessa nýja verkefnis SÁÁ. Áfram Vogur og takk Íslendingar fyrir að sýna SÁÁ og Vogi í verki hvers þið metið starfsemina.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun