Innlent

Nítján ára piltur búinn að kæra hópnauðgun

Búið er að kæra málið til lögreglu.
Búið er að kæra málið til lögreglu.
Nítján ára piltur hefur lagt fram kæru vegna hópnauðgunar um helgina. Maðurinn hafði samband við lögreglu við tónlistarhúsið Hörpu en ekki er ljóst nákvæmlega hvar árásin mun hafa átt sér stað.

Pilturinn var fluttur á spítala í kjölfar árásarinnar og fékk aðhlynningu hjá neyðarmóttöku vegna kynferðistafbrota. Ekki er ljóst hversu margir menn munu hafa nauðgað piltinum, en þeir munu allavega hafa verið fleiri en einn.

Í Fréttablaðinu kemur fram að pilturinn hafi verið í annarlegu ástandi þegar árásin átti sér stað og gat ekki sagt til um hversu margir árásarmennirnir hefðu verið.

Maðurinn hefur nú kært nauðgun en skýrslutaka fer fram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×