Sársauki – ekkert til að tala um Silja Ástþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Löng tímabil í lífi mínu hef ég verið kvalin öllum stundum sólarhringsins, alla daga mánaðarins svo mánuðum skiptir. Það hefur liðið yfir mig af kvölum oftar en ég hef tölu á. Ég hef grátið af kvölum. Verið sljó af verkjalyfjum en samt grátið af kvölum. Misst svefn vegna verkja. Verið send á bráðamóttökuna með sjúkrabíl. Í mínu tilviki er þetta birtingarmynd þess að vera með fjórða stigs endómetríósu (legslímuflakk).Fjölskyldusjúkdómur Endómetríósa getur verið mjög kvalafullur sjúkdómur og þar að auki getur gríðarleg andleg þreyta fylgt því að glíma við krónískan sjúkdóm. Endómetríósa hefur ekki bara áhrif á líf konunnar sem um ræðir heldur alla fjölskylduna. Því fylgir annars konar sársauki að fylgja konu sinni vanmáttugur í gegnum hvert verkjakastið á fætur öðru eða í gegnum enn eina misheppnaða glasafrjóvgunina. Því fylgir sársauki að horfa upp á dóttur sína, sem strangt til tekið er í blóma lífsins, kveljast, draga sig í hlé frá lífinu, missa af tækifærum. Börnin sem lána mömmu besta bangsa þegar henni er aftur „illt í mallanum“ skynja líka þennan sársauka og læra að lifa með honum.Ófrjósemi Um 40% kvenna með endómetríósu glíma við van- eða ófrjósemi. Flestar þeirra ná sem betur fer að eignast börn með hjálp lyfja og/eða tæknifrjóvgana. Ófrjósemi snertir einnig alla fjölskylduna, foreldrana sem aldrei verða afar og ömmur eða systkin sem fá samviskubit er þau gleðjast yfir eigin barnaláni.Skilningsleysi Það sem gerir endómetríósu jafn erfiða viðfangs og raun ber vitni er að sjúkdómurinn er krónískur, við honum er engin lækning og greiningartími er langur. Þar að auki mætir konum með endómetríósu gjarnan skilningsleysi því hvernig á fólk að skilja að kona geti kvalist svona gríðarlega á blæðingum sem eru, þegar upp er staðið, einn eðlilegasti hlutur í heiminum? Í samfélagi þar sem gjarnan er talið „eðlilegt“ að konur fái slæma tíðaverki getur verið erfitt að gera sig trúanlegan og margar konur velja því að ræða ekki einkenni sín og kveljast heldur í hljóði.Trúið okkur Þeir eru margir sem þurfa að glíma við sjúkdóma einhvern tímann á lífsleiðinni eða lifa í sársauka en við sem samfélag erum lítið fyrir það að ræða slíkt. Skiljanlega, það gerir engum gott að velta sér upp úr erfiðleikunum og það vill heldur enginn vera fýlupúkinn sem dregur alla niður. En stundum getur verið fín lína á milli kröfu samfélagsins um jákvæðni yfir í fordóma og neikvæðni í garð hins veika. Kona sem finnur sig knúna til að ræða jafn persónulegt mál og blæðingar er orðin mjög þjáð. Tölum því saman opnum huga, hlustið og trúið okkur!Greining mikilvæg Talið er að 5-10% kvenna hafi endómetríósu og áætlaður fjöldi kvenna með sjúkdóminn í heiminum er 176 milljónir. Sjúkdómnum er skipt í fjögur stig eftir alvarleika. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdómsins en aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Meðalgreiningartími endómetríósu á Íslandi er talinn vera 6-10 ár. Helstu meðferðarleiðir eru skurðaðgerðir og hormónagjöf og gefa þær sem betur fer yfirleitt góða raun. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn fljótt til að bæta lífsgæði og fyrirbyggja skemmdir á líffærum. Á morgun hefst Vika endómetríósu á Íslandi og stendur hún yfir 1.-7. mars. Guli dagurinn, dagur endómetríósu, er einnig haldinn hátíðlegur á morgun víða um heim og er fólk hvatt til að sýna konum með endómetríósu stuðning og klæðast einhverju gulu. Á facebook.com/endometriosa og endo.is má finna upplýsingar um sjúkdóminn og starf samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Löng tímabil í lífi mínu hef ég verið kvalin öllum stundum sólarhringsins, alla daga mánaðarins svo mánuðum skiptir. Það hefur liðið yfir mig af kvölum oftar en ég hef tölu á. Ég hef grátið af kvölum. Verið sljó af verkjalyfjum en samt grátið af kvölum. Misst svefn vegna verkja. Verið send á bráðamóttökuna með sjúkrabíl. Í mínu tilviki er þetta birtingarmynd þess að vera með fjórða stigs endómetríósu (legslímuflakk).Fjölskyldusjúkdómur Endómetríósa getur verið mjög kvalafullur sjúkdómur og þar að auki getur gríðarleg andleg þreyta fylgt því að glíma við krónískan sjúkdóm. Endómetríósa hefur ekki bara áhrif á líf konunnar sem um ræðir heldur alla fjölskylduna. Því fylgir annars konar sársauki að fylgja konu sinni vanmáttugur í gegnum hvert verkjakastið á fætur öðru eða í gegnum enn eina misheppnaða glasafrjóvgunina. Því fylgir sársauki að horfa upp á dóttur sína, sem strangt til tekið er í blóma lífsins, kveljast, draga sig í hlé frá lífinu, missa af tækifærum. Börnin sem lána mömmu besta bangsa þegar henni er aftur „illt í mallanum“ skynja líka þennan sársauka og læra að lifa með honum.Ófrjósemi Um 40% kvenna með endómetríósu glíma við van- eða ófrjósemi. Flestar þeirra ná sem betur fer að eignast börn með hjálp lyfja og/eða tæknifrjóvgana. Ófrjósemi snertir einnig alla fjölskylduna, foreldrana sem aldrei verða afar og ömmur eða systkin sem fá samviskubit er þau gleðjast yfir eigin barnaláni.Skilningsleysi Það sem gerir endómetríósu jafn erfiða viðfangs og raun ber vitni er að sjúkdómurinn er krónískur, við honum er engin lækning og greiningartími er langur. Þar að auki mætir konum með endómetríósu gjarnan skilningsleysi því hvernig á fólk að skilja að kona geti kvalist svona gríðarlega á blæðingum sem eru, þegar upp er staðið, einn eðlilegasti hlutur í heiminum? Í samfélagi þar sem gjarnan er talið „eðlilegt“ að konur fái slæma tíðaverki getur verið erfitt að gera sig trúanlegan og margar konur velja því að ræða ekki einkenni sín og kveljast heldur í hljóði.Trúið okkur Þeir eru margir sem þurfa að glíma við sjúkdóma einhvern tímann á lífsleiðinni eða lifa í sársauka en við sem samfélag erum lítið fyrir það að ræða slíkt. Skiljanlega, það gerir engum gott að velta sér upp úr erfiðleikunum og það vill heldur enginn vera fýlupúkinn sem dregur alla niður. En stundum getur verið fín lína á milli kröfu samfélagsins um jákvæðni yfir í fordóma og neikvæðni í garð hins veika. Kona sem finnur sig knúna til að ræða jafn persónulegt mál og blæðingar er orðin mjög þjáð. Tölum því saman opnum huga, hlustið og trúið okkur!Greining mikilvæg Talið er að 5-10% kvenna hafi endómetríósu og áætlaður fjöldi kvenna með sjúkdóminn í heiminum er 176 milljónir. Sjúkdómnum er skipt í fjögur stig eftir alvarleika. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdómsins en aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Meðalgreiningartími endómetríósu á Íslandi er talinn vera 6-10 ár. Helstu meðferðarleiðir eru skurðaðgerðir og hormónagjöf og gefa þær sem betur fer yfirleitt góða raun. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn fljótt til að bæta lífsgæði og fyrirbyggja skemmdir á líffærum. Á morgun hefst Vika endómetríósu á Íslandi og stendur hún yfir 1.-7. mars. Guli dagurinn, dagur endómetríósu, er einnig haldinn hátíðlegur á morgun víða um heim og er fólk hvatt til að sýna konum með endómetríósu stuðning og klæðast einhverju gulu. Á facebook.com/endometriosa og endo.is má finna upplýsingar um sjúkdóminn og starf samtakanna.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun