Sársauki – ekkert til að tala um Silja Ástþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Löng tímabil í lífi mínu hef ég verið kvalin öllum stundum sólarhringsins, alla daga mánaðarins svo mánuðum skiptir. Það hefur liðið yfir mig af kvölum oftar en ég hef tölu á. Ég hef grátið af kvölum. Verið sljó af verkjalyfjum en samt grátið af kvölum. Misst svefn vegna verkja. Verið send á bráðamóttökuna með sjúkrabíl. Í mínu tilviki er þetta birtingarmynd þess að vera með fjórða stigs endómetríósu (legslímuflakk).Fjölskyldusjúkdómur Endómetríósa getur verið mjög kvalafullur sjúkdómur og þar að auki getur gríðarleg andleg þreyta fylgt því að glíma við krónískan sjúkdóm. Endómetríósa hefur ekki bara áhrif á líf konunnar sem um ræðir heldur alla fjölskylduna. Því fylgir annars konar sársauki að fylgja konu sinni vanmáttugur í gegnum hvert verkjakastið á fætur öðru eða í gegnum enn eina misheppnaða glasafrjóvgunina. Því fylgir sársauki að horfa upp á dóttur sína, sem strangt til tekið er í blóma lífsins, kveljast, draga sig í hlé frá lífinu, missa af tækifærum. Börnin sem lána mömmu besta bangsa þegar henni er aftur „illt í mallanum“ skynja líka þennan sársauka og læra að lifa með honum.Ófrjósemi Um 40% kvenna með endómetríósu glíma við van- eða ófrjósemi. Flestar þeirra ná sem betur fer að eignast börn með hjálp lyfja og/eða tæknifrjóvgana. Ófrjósemi snertir einnig alla fjölskylduna, foreldrana sem aldrei verða afar og ömmur eða systkin sem fá samviskubit er þau gleðjast yfir eigin barnaláni.Skilningsleysi Það sem gerir endómetríósu jafn erfiða viðfangs og raun ber vitni er að sjúkdómurinn er krónískur, við honum er engin lækning og greiningartími er langur. Þar að auki mætir konum með endómetríósu gjarnan skilningsleysi því hvernig á fólk að skilja að kona geti kvalist svona gríðarlega á blæðingum sem eru, þegar upp er staðið, einn eðlilegasti hlutur í heiminum? Í samfélagi þar sem gjarnan er talið „eðlilegt“ að konur fái slæma tíðaverki getur verið erfitt að gera sig trúanlegan og margar konur velja því að ræða ekki einkenni sín og kveljast heldur í hljóði.Trúið okkur Þeir eru margir sem þurfa að glíma við sjúkdóma einhvern tímann á lífsleiðinni eða lifa í sársauka en við sem samfélag erum lítið fyrir það að ræða slíkt. Skiljanlega, það gerir engum gott að velta sér upp úr erfiðleikunum og það vill heldur enginn vera fýlupúkinn sem dregur alla niður. En stundum getur verið fín lína á milli kröfu samfélagsins um jákvæðni yfir í fordóma og neikvæðni í garð hins veika. Kona sem finnur sig knúna til að ræða jafn persónulegt mál og blæðingar er orðin mjög þjáð. Tölum því saman opnum huga, hlustið og trúið okkur!Greining mikilvæg Talið er að 5-10% kvenna hafi endómetríósu og áætlaður fjöldi kvenna með sjúkdóminn í heiminum er 176 milljónir. Sjúkdómnum er skipt í fjögur stig eftir alvarleika. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdómsins en aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Meðalgreiningartími endómetríósu á Íslandi er talinn vera 6-10 ár. Helstu meðferðarleiðir eru skurðaðgerðir og hormónagjöf og gefa þær sem betur fer yfirleitt góða raun. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn fljótt til að bæta lífsgæði og fyrirbyggja skemmdir á líffærum. Á morgun hefst Vika endómetríósu á Íslandi og stendur hún yfir 1.-7. mars. Guli dagurinn, dagur endómetríósu, er einnig haldinn hátíðlegur á morgun víða um heim og er fólk hvatt til að sýna konum með endómetríósu stuðning og klæðast einhverju gulu. Á facebook.com/endometriosa og endo.is má finna upplýsingar um sjúkdóminn og starf samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Löng tímabil í lífi mínu hef ég verið kvalin öllum stundum sólarhringsins, alla daga mánaðarins svo mánuðum skiptir. Það hefur liðið yfir mig af kvölum oftar en ég hef tölu á. Ég hef grátið af kvölum. Verið sljó af verkjalyfjum en samt grátið af kvölum. Misst svefn vegna verkja. Verið send á bráðamóttökuna með sjúkrabíl. Í mínu tilviki er þetta birtingarmynd þess að vera með fjórða stigs endómetríósu (legslímuflakk).Fjölskyldusjúkdómur Endómetríósa getur verið mjög kvalafullur sjúkdómur og þar að auki getur gríðarleg andleg þreyta fylgt því að glíma við krónískan sjúkdóm. Endómetríósa hefur ekki bara áhrif á líf konunnar sem um ræðir heldur alla fjölskylduna. Því fylgir annars konar sársauki að fylgja konu sinni vanmáttugur í gegnum hvert verkjakastið á fætur öðru eða í gegnum enn eina misheppnaða glasafrjóvgunina. Því fylgir sársauki að horfa upp á dóttur sína, sem strangt til tekið er í blóma lífsins, kveljast, draga sig í hlé frá lífinu, missa af tækifærum. Börnin sem lána mömmu besta bangsa þegar henni er aftur „illt í mallanum“ skynja líka þennan sársauka og læra að lifa með honum.Ófrjósemi Um 40% kvenna með endómetríósu glíma við van- eða ófrjósemi. Flestar þeirra ná sem betur fer að eignast börn með hjálp lyfja og/eða tæknifrjóvgana. Ófrjósemi snertir einnig alla fjölskylduna, foreldrana sem aldrei verða afar og ömmur eða systkin sem fá samviskubit er þau gleðjast yfir eigin barnaláni.Skilningsleysi Það sem gerir endómetríósu jafn erfiða viðfangs og raun ber vitni er að sjúkdómurinn er krónískur, við honum er engin lækning og greiningartími er langur. Þar að auki mætir konum með endómetríósu gjarnan skilningsleysi því hvernig á fólk að skilja að kona geti kvalist svona gríðarlega á blæðingum sem eru, þegar upp er staðið, einn eðlilegasti hlutur í heiminum? Í samfélagi þar sem gjarnan er talið „eðlilegt“ að konur fái slæma tíðaverki getur verið erfitt að gera sig trúanlegan og margar konur velja því að ræða ekki einkenni sín og kveljast heldur í hljóði.Trúið okkur Þeir eru margir sem þurfa að glíma við sjúkdóma einhvern tímann á lífsleiðinni eða lifa í sársauka en við sem samfélag erum lítið fyrir það að ræða slíkt. Skiljanlega, það gerir engum gott að velta sér upp úr erfiðleikunum og það vill heldur enginn vera fýlupúkinn sem dregur alla niður. En stundum getur verið fín lína á milli kröfu samfélagsins um jákvæðni yfir í fordóma og neikvæðni í garð hins veika. Kona sem finnur sig knúna til að ræða jafn persónulegt mál og blæðingar er orðin mjög þjáð. Tölum því saman opnum huga, hlustið og trúið okkur!Greining mikilvæg Talið er að 5-10% kvenna hafi endómetríósu og áætlaður fjöldi kvenna með sjúkdóminn í heiminum er 176 milljónir. Sjúkdómnum er skipt í fjögur stig eftir alvarleika. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdómsins en aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Meðalgreiningartími endómetríósu á Íslandi er talinn vera 6-10 ár. Helstu meðferðarleiðir eru skurðaðgerðir og hormónagjöf og gefa þær sem betur fer yfirleitt góða raun. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn fljótt til að bæta lífsgæði og fyrirbyggja skemmdir á líffærum. Á morgun hefst Vika endómetríósu á Íslandi og stendur hún yfir 1.-7. mars. Guli dagurinn, dagur endómetríósu, er einnig haldinn hátíðlegur á morgun víða um heim og er fólk hvatt til að sýna konum með endómetríósu stuðning og klæðast einhverju gulu. Á facebook.com/endometriosa og endo.is má finna upplýsingar um sjúkdóminn og starf samtakanna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun