Á hækjum flóttans Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Þriðjudaginn 19. febrúar birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þröst Ólafsson undir yfirskriftinni „Á vængjum óttans“. Þar heldur hann því fram á óvenju ósvífinn hátt að andstaðan við aðild að Evrópusambandinu byggist á tilfinningum og trúarsetningum en skynsemisrök mæli með aðild. Hann gerir ekki tilraun til að rökstyðja þetta álit á neinn hátt heldur spinnur út frá því eins og það sé sjálfgefið. Þar með er hann búinn að gera sína skoðun að trúarsetningu og það er aðeins ein af mörgum þversögnum í greininni. Sannleikurinn er sá að skynsemisrökin mæla eindregið gegn aðild að ESB fyrir stærstan hluta þjóðarinnar, fyrir alþýðuna. Þau benda ekki til aukinnar velferðar og velgengni innan ESB. Þvert á móti er það stefna ESB að auka markaðsvæðingu og einkarekstur í velferðarkerfinu til hins ýtrasta. Fyrir tveimur árum var t.d. Dönum skipað að skera niður opinber framlög til velferðarmála um 30 milljarða danskra króna alveg óháð því hvort ríkiskassinn þyrfti á því að halda.Efnahagslegur vígvöllur Evrópusambandið er einn efnahagslegur vígvöllur þar sem þeir ríkustu geta hindrunarlítið lagt undir sig allt sem tönn á festir og notað það til að auka enn á ójöfnuðinn. Fyrir nokkrum árum voru uppi mikil áform um að gera Ísland að miklu fjármálaveldi sem myndi skáka öðrum fjármálamiðstöðvum. Það fór ekki vel eins og flestum er ljóst. Það er ekkert sem bendir til þess að Ísland kæmist betur frá efnahagsvígvelli Evrópusambandsins. Fleira bendir til að við lentum í svipaðri stöðu og Grikkir sem eru þvingaðir til að taka stærri og stærri „lán“ á verri og verri kjörum til að bjarga bönkunum meðan fólkið sveltur. Til að bæta lífskjör hér á landi þarf fyrst og fremst að auka jöfnuð. Til þess þarf meira af félagslegum lausnum og að vinda ofan af markaðsvæðingu á innviðum samfélagsins. Það mun einnig renna stoðum undir stöðugleika og styrk gjaldmiðilsins. Til að þetta nái fram að ganga þurfum við á sjálfstæði okkar að halda til að geta tekið lýðræðislegar ákvarðanir í þágu yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Það þarf því engan ótta til að beita sér gegn aðild að ESB. Bara skynsemi. Það sem aðildarsinnar óttast hins vegar er að þeim takist ekki að blekkja okkur inn í sambandið áður en það leysist upp í innri mótsetningum fyrir allra augum. Þess vegna reyna þeir að flýja veruleikann til að blekkja almenning. Langsótt málskrúð Þrastar Ólafssonar er eins konar hækjur þess flótta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 19. febrúar birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þröst Ólafsson undir yfirskriftinni „Á vængjum óttans“. Þar heldur hann því fram á óvenju ósvífinn hátt að andstaðan við aðild að Evrópusambandinu byggist á tilfinningum og trúarsetningum en skynsemisrök mæli með aðild. Hann gerir ekki tilraun til að rökstyðja þetta álit á neinn hátt heldur spinnur út frá því eins og það sé sjálfgefið. Þar með er hann búinn að gera sína skoðun að trúarsetningu og það er aðeins ein af mörgum þversögnum í greininni. Sannleikurinn er sá að skynsemisrökin mæla eindregið gegn aðild að ESB fyrir stærstan hluta þjóðarinnar, fyrir alþýðuna. Þau benda ekki til aukinnar velferðar og velgengni innan ESB. Þvert á móti er það stefna ESB að auka markaðsvæðingu og einkarekstur í velferðarkerfinu til hins ýtrasta. Fyrir tveimur árum var t.d. Dönum skipað að skera niður opinber framlög til velferðarmála um 30 milljarða danskra króna alveg óháð því hvort ríkiskassinn þyrfti á því að halda.Efnahagslegur vígvöllur Evrópusambandið er einn efnahagslegur vígvöllur þar sem þeir ríkustu geta hindrunarlítið lagt undir sig allt sem tönn á festir og notað það til að auka enn á ójöfnuðinn. Fyrir nokkrum árum voru uppi mikil áform um að gera Ísland að miklu fjármálaveldi sem myndi skáka öðrum fjármálamiðstöðvum. Það fór ekki vel eins og flestum er ljóst. Það er ekkert sem bendir til þess að Ísland kæmist betur frá efnahagsvígvelli Evrópusambandsins. Fleira bendir til að við lentum í svipaðri stöðu og Grikkir sem eru þvingaðir til að taka stærri og stærri „lán“ á verri og verri kjörum til að bjarga bönkunum meðan fólkið sveltur. Til að bæta lífskjör hér á landi þarf fyrst og fremst að auka jöfnuð. Til þess þarf meira af félagslegum lausnum og að vinda ofan af markaðsvæðingu á innviðum samfélagsins. Það mun einnig renna stoðum undir stöðugleika og styrk gjaldmiðilsins. Til að þetta nái fram að ganga þurfum við á sjálfstæði okkar að halda til að geta tekið lýðræðislegar ákvarðanir í þágu yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Það þarf því engan ótta til að beita sér gegn aðild að ESB. Bara skynsemi. Það sem aðildarsinnar óttast hins vegar er að þeim takist ekki að blekkja okkur inn í sambandið áður en það leysist upp í innri mótsetningum fyrir allra augum. Þess vegna reyna þeir að flýja veruleikann til að blekkja almenning. Langsótt málskrúð Þrastar Ólafssonar er eins konar hækjur þess flótta.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar