Óveður og jarðskjálftavá haft áhrif á geðheilsuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2013 11:08 „Það urðu ýmiss áföll hér í haust og vetur, mikið óveður sem kom illa við fjölda íbúa og í kjölfarið var hér jarðskjálftavá allt hafði þetta áhrif á geðheilsu á svæðinu. Við höfum samt tilfinningu að þetta hafi verið í aðeins skárra formi undanfarið," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisþjónustu Þingeyinga á Húsavík. Sigurður Steinþórsson, íbúi á Húsavík, skrifaði grein sem birt var á Vísi í gærkvöldi. Þar lýsir hann baráttu sinni við sjálfsvígshugleiðingar og hve erfitt sé að fá bót meina sinna. Sigurður bendir á að síðasta sumar hafi sex reynt að svipa sig lífi í bænum og veltir fyrir sér hvort fólkið hafi, líkt og hann, komið að lokuðum dyrum. Jón Helgi segir ekki rétt að ræða einstök mál opinberlega. Hann telur þó að álag á geðþjónustu um allt land sé mikið. „Það hefur verið frekar þungt hérna á svæðinu. Ég held að það sé sammerkt víðast á landinu. Það er mikið álag á geðþjónustunni og hún kannski ekki burðug," segir Jón Helgi. Hann staðfestir að geðlæknir sæki Húsavík heim einu sinni í mánuði. Menn reyni þó að nota fleiri úrræði en geðlækna bæði fái menn viðtöl við hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna þegar geðlæknir sé ekki tiltækur. Gott samstarf hafi verið við grunn- og framhaldsskóla í bænum. „Við höfum fundað með foreldrum, félagsþjónustu og skólum á svæðinu. Við erum að skoða það að koma upp sálfræðingi í hlutastarfi við heilbrigðisstofnunina," segir Jón Helgi. Hann segir þó hagræðingu í heilbrigðiskerfinu ekki hjálpa til auk þess sem ekki sé hlaupið að því að fá fagfólk á þessu sviði til Húsavíkur. Sigurður nefnir í grein sinni að í heimsókn geðlæknis fyrr í mánuðinum hafi Víkurskarð verið ófært. Því hafi ekkert orðið af fyrirhuguðum tíma hans með geðlækni. „Þetta árið hefur Víkurskarðið óvenju oft ekki verið fært," segir Jón Helgi og bendir á að heimamenn sæki meira en þjónustu geðlækna til Akureyrar. Því verði mikil ánægja þegar ný göng verði komin í gagnið. „Fyrir okkur hefur Víkurskarðið ekki verið spurning um þann tíma sem tekur að fara til Akureyrar heldur hvort að menn komist örugglega." Tengdar fréttir Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. 27. febrúar 2013 22:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Það urðu ýmiss áföll hér í haust og vetur, mikið óveður sem kom illa við fjölda íbúa og í kjölfarið var hér jarðskjálftavá allt hafði þetta áhrif á geðheilsu á svæðinu. Við höfum samt tilfinningu að þetta hafi verið í aðeins skárra formi undanfarið," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisþjónustu Þingeyinga á Húsavík. Sigurður Steinþórsson, íbúi á Húsavík, skrifaði grein sem birt var á Vísi í gærkvöldi. Þar lýsir hann baráttu sinni við sjálfsvígshugleiðingar og hve erfitt sé að fá bót meina sinna. Sigurður bendir á að síðasta sumar hafi sex reynt að svipa sig lífi í bænum og veltir fyrir sér hvort fólkið hafi, líkt og hann, komið að lokuðum dyrum. Jón Helgi segir ekki rétt að ræða einstök mál opinberlega. Hann telur þó að álag á geðþjónustu um allt land sé mikið. „Það hefur verið frekar þungt hérna á svæðinu. Ég held að það sé sammerkt víðast á landinu. Það er mikið álag á geðþjónustunni og hún kannski ekki burðug," segir Jón Helgi. Hann staðfestir að geðlæknir sæki Húsavík heim einu sinni í mánuði. Menn reyni þó að nota fleiri úrræði en geðlækna bæði fái menn viðtöl við hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna þegar geðlæknir sé ekki tiltækur. Gott samstarf hafi verið við grunn- og framhaldsskóla í bænum. „Við höfum fundað með foreldrum, félagsþjónustu og skólum á svæðinu. Við erum að skoða það að koma upp sálfræðingi í hlutastarfi við heilbrigðisstofnunina," segir Jón Helgi. Hann segir þó hagræðingu í heilbrigðiskerfinu ekki hjálpa til auk þess sem ekki sé hlaupið að því að fá fagfólk á þessu sviði til Húsavíkur. Sigurður nefnir í grein sinni að í heimsókn geðlæknis fyrr í mánuðinum hafi Víkurskarð verið ófært. Því hafi ekkert orðið af fyrirhuguðum tíma hans með geðlækni. „Þetta árið hefur Víkurskarðið óvenju oft ekki verið fært," segir Jón Helgi og bendir á að heimamenn sæki meira en þjónustu geðlækna til Akureyrar. Því verði mikil ánægja þegar ný göng verði komin í gagnið. „Fyrir okkur hefur Víkurskarðið ekki verið spurning um þann tíma sem tekur að fara til Akureyrar heldur hvort að menn komist örugglega."
Tengdar fréttir Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. 27. febrúar 2013 22:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. 27. febrúar 2013 22:30