Óveður og jarðskjálftavá haft áhrif á geðheilsuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2013 11:08 „Það urðu ýmiss áföll hér í haust og vetur, mikið óveður sem kom illa við fjölda íbúa og í kjölfarið var hér jarðskjálftavá allt hafði þetta áhrif á geðheilsu á svæðinu. Við höfum samt tilfinningu að þetta hafi verið í aðeins skárra formi undanfarið," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisþjónustu Þingeyinga á Húsavík. Sigurður Steinþórsson, íbúi á Húsavík, skrifaði grein sem birt var á Vísi í gærkvöldi. Þar lýsir hann baráttu sinni við sjálfsvígshugleiðingar og hve erfitt sé að fá bót meina sinna. Sigurður bendir á að síðasta sumar hafi sex reynt að svipa sig lífi í bænum og veltir fyrir sér hvort fólkið hafi, líkt og hann, komið að lokuðum dyrum. Jón Helgi segir ekki rétt að ræða einstök mál opinberlega. Hann telur þó að álag á geðþjónustu um allt land sé mikið. „Það hefur verið frekar þungt hérna á svæðinu. Ég held að það sé sammerkt víðast á landinu. Það er mikið álag á geðþjónustunni og hún kannski ekki burðug," segir Jón Helgi. Hann staðfestir að geðlæknir sæki Húsavík heim einu sinni í mánuði. Menn reyni þó að nota fleiri úrræði en geðlækna bæði fái menn viðtöl við hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna þegar geðlæknir sé ekki tiltækur. Gott samstarf hafi verið við grunn- og framhaldsskóla í bænum. „Við höfum fundað með foreldrum, félagsþjónustu og skólum á svæðinu. Við erum að skoða það að koma upp sálfræðingi í hlutastarfi við heilbrigðisstofnunina," segir Jón Helgi. Hann segir þó hagræðingu í heilbrigðiskerfinu ekki hjálpa til auk þess sem ekki sé hlaupið að því að fá fagfólk á þessu sviði til Húsavíkur. Sigurður nefnir í grein sinni að í heimsókn geðlæknis fyrr í mánuðinum hafi Víkurskarð verið ófært. Því hafi ekkert orðið af fyrirhuguðum tíma hans með geðlækni. „Þetta árið hefur Víkurskarðið óvenju oft ekki verið fært," segir Jón Helgi og bendir á að heimamenn sæki meira en þjónustu geðlækna til Akureyrar. Því verði mikil ánægja þegar ný göng verði komin í gagnið. „Fyrir okkur hefur Víkurskarðið ekki verið spurning um þann tíma sem tekur að fara til Akureyrar heldur hvort að menn komist örugglega." Tengdar fréttir Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. 27. febrúar 2013 22:30 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Það urðu ýmiss áföll hér í haust og vetur, mikið óveður sem kom illa við fjölda íbúa og í kjölfarið var hér jarðskjálftavá allt hafði þetta áhrif á geðheilsu á svæðinu. Við höfum samt tilfinningu að þetta hafi verið í aðeins skárra formi undanfarið," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisþjónustu Þingeyinga á Húsavík. Sigurður Steinþórsson, íbúi á Húsavík, skrifaði grein sem birt var á Vísi í gærkvöldi. Þar lýsir hann baráttu sinni við sjálfsvígshugleiðingar og hve erfitt sé að fá bót meina sinna. Sigurður bendir á að síðasta sumar hafi sex reynt að svipa sig lífi í bænum og veltir fyrir sér hvort fólkið hafi, líkt og hann, komið að lokuðum dyrum. Jón Helgi segir ekki rétt að ræða einstök mál opinberlega. Hann telur þó að álag á geðþjónustu um allt land sé mikið. „Það hefur verið frekar þungt hérna á svæðinu. Ég held að það sé sammerkt víðast á landinu. Það er mikið álag á geðþjónustunni og hún kannski ekki burðug," segir Jón Helgi. Hann staðfestir að geðlæknir sæki Húsavík heim einu sinni í mánuði. Menn reyni þó að nota fleiri úrræði en geðlækna bæði fái menn viðtöl við hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna þegar geðlæknir sé ekki tiltækur. Gott samstarf hafi verið við grunn- og framhaldsskóla í bænum. „Við höfum fundað með foreldrum, félagsþjónustu og skólum á svæðinu. Við erum að skoða það að koma upp sálfræðingi í hlutastarfi við heilbrigðisstofnunina," segir Jón Helgi. Hann segir þó hagræðingu í heilbrigðiskerfinu ekki hjálpa til auk þess sem ekki sé hlaupið að því að fá fagfólk á þessu sviði til Húsavíkur. Sigurður nefnir í grein sinni að í heimsókn geðlæknis fyrr í mánuðinum hafi Víkurskarð verið ófært. Því hafi ekkert orðið af fyrirhuguðum tíma hans með geðlækni. „Þetta árið hefur Víkurskarðið óvenju oft ekki verið fært," segir Jón Helgi og bendir á að heimamenn sæki meira en þjónustu geðlækna til Akureyrar. Því verði mikil ánægja þegar ný göng verði komin í gagnið. „Fyrir okkur hefur Víkurskarðið ekki verið spurning um þann tíma sem tekur að fara til Akureyrar heldur hvort að menn komist örugglega."
Tengdar fréttir Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. 27. febrúar 2013 22:30 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. 27. febrúar 2013 22:30