Óveður og jarðskjálftavá haft áhrif á geðheilsuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2013 11:08 „Það urðu ýmiss áföll hér í haust og vetur, mikið óveður sem kom illa við fjölda íbúa og í kjölfarið var hér jarðskjálftavá allt hafði þetta áhrif á geðheilsu á svæðinu. Við höfum samt tilfinningu að þetta hafi verið í aðeins skárra formi undanfarið," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisþjónustu Þingeyinga á Húsavík. Sigurður Steinþórsson, íbúi á Húsavík, skrifaði grein sem birt var á Vísi í gærkvöldi. Þar lýsir hann baráttu sinni við sjálfsvígshugleiðingar og hve erfitt sé að fá bót meina sinna. Sigurður bendir á að síðasta sumar hafi sex reynt að svipa sig lífi í bænum og veltir fyrir sér hvort fólkið hafi, líkt og hann, komið að lokuðum dyrum. Jón Helgi segir ekki rétt að ræða einstök mál opinberlega. Hann telur þó að álag á geðþjónustu um allt land sé mikið. „Það hefur verið frekar þungt hérna á svæðinu. Ég held að það sé sammerkt víðast á landinu. Það er mikið álag á geðþjónustunni og hún kannski ekki burðug," segir Jón Helgi. Hann staðfestir að geðlæknir sæki Húsavík heim einu sinni í mánuði. Menn reyni þó að nota fleiri úrræði en geðlækna bæði fái menn viðtöl við hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna þegar geðlæknir sé ekki tiltækur. Gott samstarf hafi verið við grunn- og framhaldsskóla í bænum. „Við höfum fundað með foreldrum, félagsþjónustu og skólum á svæðinu. Við erum að skoða það að koma upp sálfræðingi í hlutastarfi við heilbrigðisstofnunina," segir Jón Helgi. Hann segir þó hagræðingu í heilbrigðiskerfinu ekki hjálpa til auk þess sem ekki sé hlaupið að því að fá fagfólk á þessu sviði til Húsavíkur. Sigurður nefnir í grein sinni að í heimsókn geðlæknis fyrr í mánuðinum hafi Víkurskarð verið ófært. Því hafi ekkert orðið af fyrirhuguðum tíma hans með geðlækni. „Þetta árið hefur Víkurskarðið óvenju oft ekki verið fært," segir Jón Helgi og bendir á að heimamenn sæki meira en þjónustu geðlækna til Akureyrar. Því verði mikil ánægja þegar ný göng verði komin í gagnið. „Fyrir okkur hefur Víkurskarðið ekki verið spurning um þann tíma sem tekur að fara til Akureyrar heldur hvort að menn komist örugglega." Tengdar fréttir Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. 27. febrúar 2013 22:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Það urðu ýmiss áföll hér í haust og vetur, mikið óveður sem kom illa við fjölda íbúa og í kjölfarið var hér jarðskjálftavá allt hafði þetta áhrif á geðheilsu á svæðinu. Við höfum samt tilfinningu að þetta hafi verið í aðeins skárra formi undanfarið," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisþjónustu Þingeyinga á Húsavík. Sigurður Steinþórsson, íbúi á Húsavík, skrifaði grein sem birt var á Vísi í gærkvöldi. Þar lýsir hann baráttu sinni við sjálfsvígshugleiðingar og hve erfitt sé að fá bót meina sinna. Sigurður bendir á að síðasta sumar hafi sex reynt að svipa sig lífi í bænum og veltir fyrir sér hvort fólkið hafi, líkt og hann, komið að lokuðum dyrum. Jón Helgi segir ekki rétt að ræða einstök mál opinberlega. Hann telur þó að álag á geðþjónustu um allt land sé mikið. „Það hefur verið frekar þungt hérna á svæðinu. Ég held að það sé sammerkt víðast á landinu. Það er mikið álag á geðþjónustunni og hún kannski ekki burðug," segir Jón Helgi. Hann staðfestir að geðlæknir sæki Húsavík heim einu sinni í mánuði. Menn reyni þó að nota fleiri úrræði en geðlækna bæði fái menn viðtöl við hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna þegar geðlæknir sé ekki tiltækur. Gott samstarf hafi verið við grunn- og framhaldsskóla í bænum. „Við höfum fundað með foreldrum, félagsþjónustu og skólum á svæðinu. Við erum að skoða það að koma upp sálfræðingi í hlutastarfi við heilbrigðisstofnunina," segir Jón Helgi. Hann segir þó hagræðingu í heilbrigðiskerfinu ekki hjálpa til auk þess sem ekki sé hlaupið að því að fá fagfólk á þessu sviði til Húsavíkur. Sigurður nefnir í grein sinni að í heimsókn geðlæknis fyrr í mánuðinum hafi Víkurskarð verið ófært. Því hafi ekkert orðið af fyrirhuguðum tíma hans með geðlækni. „Þetta árið hefur Víkurskarðið óvenju oft ekki verið fært," segir Jón Helgi og bendir á að heimamenn sæki meira en þjónustu geðlækna til Akureyrar. Því verði mikil ánægja þegar ný göng verði komin í gagnið. „Fyrir okkur hefur Víkurskarðið ekki verið spurning um þann tíma sem tekur að fara til Akureyrar heldur hvort að menn komist örugglega."
Tengdar fréttir Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. 27. febrúar 2013 22:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. 27. febrúar 2013 22:30