"Snýst alls ekki um mína persónu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2013 15:40 Kristján Þór Júlíusson var um helgina endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins. Athyglisverð tillaga um breytingu á hlutverki embættisins var lögð fyrir landsfundinn og samþykkt. „Hún (innsk: breytingin) þýðir, eins og hún liggur fyrir, að sami einstaklingur geti ekki gegnt ráðherraembætti og á sama tíma verið annar formaður flokksins," segir Kristján Þór í samtali við Vísi. Hann þvertekur fyrir að nýju reglurnar takmarki á einhvern hátt hans möguleika innan flokksins. „Nei, alls ekki. Þetta snýst alls ekki um mína persónu og á ekki að gera," segir Kristján Þór sem talaði þó gegn tillögunni. Ekkert væri að því að dreifa verkum á herðar fleiri. Þó væri verið að gera breytingu á meginreglu flokksins að allir væru í kjöri alltaf. „Ég mæltist nú til þess að við gæfum okkur betri tíma til þess að ræða svona mikla breytingu á kjöri til embætta áður en við afgreiddum hana. En það var ekki meirihluti fyrir því," segir Kristján Þór. Aðspurður hver tilgangur breytingarinnar væri sagði hann flutningsmenn tillögunnar best til fallna að útskýra það. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð stóðu að tillögunni. Elliði segir af og frá að tillagan snúi að nokkru leyti um persónu Kristjáns Þórs Júlíussonar. „Þegar þetta embætti var kynnt fyrir mér sem landsfundarfulltrúa þá var það gert á þeim forsendum að þetta ætti að vera grasrótarmanneskja fyrst og fremst. Því hef ég alla tíð verið þeirrar skoðunar að þetta ætti ekki að vera aðili úr þingflokknum. Þetta ætti að vera manneskja sem breikkar forystuna en verður ekki einn þingmaður í viðbót. Það snýst ekki um Kristján Þór Júlíusson frekar en nokkurn annan," segir Elliði í samtali við Vísi. Aðspurður hvað myndi gerast ef 2. varaformaður tæki að sér ráðherraembætti segir Elliði: „Flokksráð myndi kjósa í þetta embætti eins og í þetta skipti sem kosið var í stöðuna," segir Elliði. Kosið var í embætti 2. varaformanns í fyrsta skipti á liðnu ári. Þá hafði Kristján Þór betur í baráttu við Geir Jón Þórisson í annarri umferð kosningar. Í fyrstu umferð hafði enginn frambjóðandi meirihluta en auk Kristjáns Þórs og Geirs Jóns buðu Aldís Hafsteinsdóttir og Jens Garðar Helgason sig fram. Elliði ítrekar að embætti Sjálfstæðisflokksins séu stærri en þau nöfn sem embættin skipa. Sjálfstæðismaðurinn Stefán Friðrik Stefánsson heldur því fram í samtali við Akureyri-vikublað að tillögunni sé beint að Kristjáni Þór. „Maður þyrfi að vera einkennilega innréttaður til þess að líta á æðstu embætti Sjálfstæðisflokksins sem minni en þær persónur sem gegna þeim tímabundið. Það er alveg ljóst í mínum huga að þessi embætti eru stærri en persónurnar. Á það jafnt við um formann, varaformann og annan varaformann," segir Elliði. Tengdar fréttir Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson var um helgina endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins. Athyglisverð tillaga um breytingu á hlutverki embættisins var lögð fyrir landsfundinn og samþykkt. „Hún (innsk: breytingin) þýðir, eins og hún liggur fyrir, að sami einstaklingur geti ekki gegnt ráðherraembætti og á sama tíma verið annar formaður flokksins," segir Kristján Þór í samtali við Vísi. Hann þvertekur fyrir að nýju reglurnar takmarki á einhvern hátt hans möguleika innan flokksins. „Nei, alls ekki. Þetta snýst alls ekki um mína persónu og á ekki að gera," segir Kristján Þór sem talaði þó gegn tillögunni. Ekkert væri að því að dreifa verkum á herðar fleiri. Þó væri verið að gera breytingu á meginreglu flokksins að allir væru í kjöri alltaf. „Ég mæltist nú til þess að við gæfum okkur betri tíma til þess að ræða svona mikla breytingu á kjöri til embætta áður en við afgreiddum hana. En það var ekki meirihluti fyrir því," segir Kristján Þór. Aðspurður hver tilgangur breytingarinnar væri sagði hann flutningsmenn tillögunnar best til fallna að útskýra það. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð stóðu að tillögunni. Elliði segir af og frá að tillagan snúi að nokkru leyti um persónu Kristjáns Þórs Júlíussonar. „Þegar þetta embætti var kynnt fyrir mér sem landsfundarfulltrúa þá var það gert á þeim forsendum að þetta ætti að vera grasrótarmanneskja fyrst og fremst. Því hef ég alla tíð verið þeirrar skoðunar að þetta ætti ekki að vera aðili úr þingflokknum. Þetta ætti að vera manneskja sem breikkar forystuna en verður ekki einn þingmaður í viðbót. Það snýst ekki um Kristján Þór Júlíusson frekar en nokkurn annan," segir Elliði í samtali við Vísi. Aðspurður hvað myndi gerast ef 2. varaformaður tæki að sér ráðherraembætti segir Elliði: „Flokksráð myndi kjósa í þetta embætti eins og í þetta skipti sem kosið var í stöðuna," segir Elliði. Kosið var í embætti 2. varaformanns í fyrsta skipti á liðnu ári. Þá hafði Kristján Þór betur í baráttu við Geir Jón Þórisson í annarri umferð kosningar. Í fyrstu umferð hafði enginn frambjóðandi meirihluta en auk Kristjáns Þórs og Geirs Jóns buðu Aldís Hafsteinsdóttir og Jens Garðar Helgason sig fram. Elliði ítrekar að embætti Sjálfstæðisflokksins séu stærri en þau nöfn sem embættin skipa. Sjálfstæðismaðurinn Stefán Friðrik Stefánsson heldur því fram í samtali við Akureyri-vikublað að tillögunni sé beint að Kristjáni Þór. „Maður þyrfi að vera einkennilega innréttaður til þess að líta á æðstu embætti Sjálfstæðisflokksins sem minni en þær persónur sem gegna þeim tímabundið. Það er alveg ljóst í mínum huga að þessi embætti eru stærri en persónurnar. Á það jafnt við um formann, varaformann og annan varaformann," segir Elliði.
Tengdar fréttir Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27