"Snýst alls ekki um mína persónu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2013 15:40 Kristján Þór Júlíusson var um helgina endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins. Athyglisverð tillaga um breytingu á hlutverki embættisins var lögð fyrir landsfundinn og samþykkt. „Hún (innsk: breytingin) þýðir, eins og hún liggur fyrir, að sami einstaklingur geti ekki gegnt ráðherraembætti og á sama tíma verið annar formaður flokksins," segir Kristján Þór í samtali við Vísi. Hann þvertekur fyrir að nýju reglurnar takmarki á einhvern hátt hans möguleika innan flokksins. „Nei, alls ekki. Þetta snýst alls ekki um mína persónu og á ekki að gera," segir Kristján Þór sem talaði þó gegn tillögunni. Ekkert væri að því að dreifa verkum á herðar fleiri. Þó væri verið að gera breytingu á meginreglu flokksins að allir væru í kjöri alltaf. „Ég mæltist nú til þess að við gæfum okkur betri tíma til þess að ræða svona mikla breytingu á kjöri til embætta áður en við afgreiddum hana. En það var ekki meirihluti fyrir því," segir Kristján Þór. Aðspurður hver tilgangur breytingarinnar væri sagði hann flutningsmenn tillögunnar best til fallna að útskýra það. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð stóðu að tillögunni. Elliði segir af og frá að tillagan snúi að nokkru leyti um persónu Kristjáns Þórs Júlíussonar. „Þegar þetta embætti var kynnt fyrir mér sem landsfundarfulltrúa þá var það gert á þeim forsendum að þetta ætti að vera grasrótarmanneskja fyrst og fremst. Því hef ég alla tíð verið þeirrar skoðunar að þetta ætti ekki að vera aðili úr þingflokknum. Þetta ætti að vera manneskja sem breikkar forystuna en verður ekki einn þingmaður í viðbót. Það snýst ekki um Kristján Þór Júlíusson frekar en nokkurn annan," segir Elliði í samtali við Vísi. Aðspurður hvað myndi gerast ef 2. varaformaður tæki að sér ráðherraembætti segir Elliði: „Flokksráð myndi kjósa í þetta embætti eins og í þetta skipti sem kosið var í stöðuna," segir Elliði. Kosið var í embætti 2. varaformanns í fyrsta skipti á liðnu ári. Þá hafði Kristján Þór betur í baráttu við Geir Jón Þórisson í annarri umferð kosningar. Í fyrstu umferð hafði enginn frambjóðandi meirihluta en auk Kristjáns Þórs og Geirs Jóns buðu Aldís Hafsteinsdóttir og Jens Garðar Helgason sig fram. Elliði ítrekar að embætti Sjálfstæðisflokksins séu stærri en þau nöfn sem embættin skipa. Sjálfstæðismaðurinn Stefán Friðrik Stefánsson heldur því fram í samtali við Akureyri-vikublað að tillögunni sé beint að Kristjáni Þór. „Maður þyrfi að vera einkennilega innréttaður til þess að líta á æðstu embætti Sjálfstæðisflokksins sem minni en þær persónur sem gegna þeim tímabundið. Það er alveg ljóst í mínum huga að þessi embætti eru stærri en persónurnar. Á það jafnt við um formann, varaformann og annan varaformann," segir Elliði. Tengdar fréttir Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson var um helgina endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins. Athyglisverð tillaga um breytingu á hlutverki embættisins var lögð fyrir landsfundinn og samþykkt. „Hún (innsk: breytingin) þýðir, eins og hún liggur fyrir, að sami einstaklingur geti ekki gegnt ráðherraembætti og á sama tíma verið annar formaður flokksins," segir Kristján Þór í samtali við Vísi. Hann þvertekur fyrir að nýju reglurnar takmarki á einhvern hátt hans möguleika innan flokksins. „Nei, alls ekki. Þetta snýst alls ekki um mína persónu og á ekki að gera," segir Kristján Þór sem talaði þó gegn tillögunni. Ekkert væri að því að dreifa verkum á herðar fleiri. Þó væri verið að gera breytingu á meginreglu flokksins að allir væru í kjöri alltaf. „Ég mæltist nú til þess að við gæfum okkur betri tíma til þess að ræða svona mikla breytingu á kjöri til embætta áður en við afgreiddum hana. En það var ekki meirihluti fyrir því," segir Kristján Þór. Aðspurður hver tilgangur breytingarinnar væri sagði hann flutningsmenn tillögunnar best til fallna að útskýra það. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð stóðu að tillögunni. Elliði segir af og frá að tillagan snúi að nokkru leyti um persónu Kristjáns Þórs Júlíussonar. „Þegar þetta embætti var kynnt fyrir mér sem landsfundarfulltrúa þá var það gert á þeim forsendum að þetta ætti að vera grasrótarmanneskja fyrst og fremst. Því hef ég alla tíð verið þeirrar skoðunar að þetta ætti ekki að vera aðili úr þingflokknum. Þetta ætti að vera manneskja sem breikkar forystuna en verður ekki einn þingmaður í viðbót. Það snýst ekki um Kristján Þór Júlíusson frekar en nokkurn annan," segir Elliði í samtali við Vísi. Aðspurður hvað myndi gerast ef 2. varaformaður tæki að sér ráðherraembætti segir Elliði: „Flokksráð myndi kjósa í þetta embætti eins og í þetta skipti sem kosið var í stöðuna," segir Elliði. Kosið var í embætti 2. varaformanns í fyrsta skipti á liðnu ári. Þá hafði Kristján Þór betur í baráttu við Geir Jón Þórisson í annarri umferð kosningar. Í fyrstu umferð hafði enginn frambjóðandi meirihluta en auk Kristjáns Þórs og Geirs Jóns buðu Aldís Hafsteinsdóttir og Jens Garðar Helgason sig fram. Elliði ítrekar að embætti Sjálfstæðisflokksins séu stærri en þau nöfn sem embættin skipa. Sjálfstæðismaðurinn Stefán Friðrik Stefánsson heldur því fram í samtali við Akureyri-vikublað að tillögunni sé beint að Kristjáni Þór. „Maður þyrfi að vera einkennilega innréttaður til þess að líta á æðstu embætti Sjálfstæðisflokksins sem minni en þær persónur sem gegna þeim tímabundið. Það er alveg ljóst í mínum huga að þessi embætti eru stærri en persónurnar. Á það jafnt við um formann, varaformann og annan varaformann," segir Elliði.
Tengdar fréttir Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27