Innlent

Ólyktin frá þara en ekki skolpi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fjaran við Eyrarflöt. Rotnandi þari safnast í krikanum við landfyllinguna og gefur frá sér brennisteinslykt.
Mynd/Valur Þór Hilmarsson
Fjaran við Eyrarflöt. Rotnandi þari safnast í krikanum við landfyllinguna og gefur frá sér brennisteinslykt. Mynd/Valur Þór Hilmarsson
„Þetta er rotnandi þari sem safnast saman þarna inni í krikanum. Ef maður skefur ofan af þessu þá gýs upp brennisteinsfnykur,“ segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar um ólyktina í fjörunni neðan Eyrarflatar á Siglufirði.

Eins og kom fram í Fréttablaðinu á þriðjudag hafa íbúar á Eyrarflöt talið fýluna stafa af ófullnægjandi frárennsli í fjörunni í grennd við landfyllingu sem þar er. Valur segir hins vegar þarann rotnandi vera sökudólginn.

„Það er lítið streymi einmitt hér í víkinni og á flóði berst þarinn þarna inn og situr svo eftir þegar flæðir frá. Svo rotnar þarinn og er þarna í alveg metra þykku lagi,“ segir Valur. Íbúarnir telja ólyktina færast í aukana. Valur segir það óvíst. „Ég hef rætt við gamla Siglfirðinga og þeir telja að þetta hafi verið til staðar. En við finnum reyndar mjög mikið fyrir þessu núna,“ segir umhverfisfulltrúinn sem boðar tillögur til úrbóta sem lagðar verði fyrir bæjarráð í næstu viku. Það eigi reyndar einnig við um frárennslið sem sé í óásættanlegu ástandi. Þar sé hugmyndin að leysa málið með hreinsibúnaði

„Það er ekki ódýrt en það er samt ekki hægt að ýta því á undan sér mikið lengur,“ segir Valur Þór Hilmarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×