Innlent

Góð þorskveiði í netaralli Hafró

Svavar Hávarðsson skrifar
Sjómenn segja að allt sé kakað af þorski um allan sjó. fréttablaðið/óskar
Sjómenn segja að allt sé kakað af þorski um allan sjó. fréttablaðið/óskar
Mjög góð þorskveiði var í netaralli Hafrannsóknastofnunar sem lauk 18. apríl. Aflinn var litlu minni en í fyrra sem var metár. Netarallið, eins og stofnmat Hafró, staðfestir vöxt í hrygningarstofninum á undanförnum árum.

Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum á hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.

Um 300 netatrossur voru lagðar af sex bátum og er þeim dreift á helstu hrygningarsvæðin. Úrvinnsla gagna er á frumstigi en mjög góð veiði var á flestum svæðum og var þorskaflinn rúmlega 850 tonn sem er heldur minni afli en í fyrra.

Eina undantekningin hvað varðar þorskafla var kanturinn austur af Eyjum en þetta er fimmta árið í röð sem afli hefur verið lélegur þar. Netabátar hafa ekki verið að sækja þorsk í kantinn síðustu ár heldur hafa verið í mjög góðri veiði uppi á grunninu. Netarallið er því eina vísbendingin um þróunina þar og líklegt er að þorskurinn gangi nú fyrr og meira upp á kantinn en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×