Lífið

Of upptekin fyrir sitt eigið brúðkaup

Leikkonan Kate Hudson hefur átt mikillar gæfu að fagna síðustu ár. Hún trúlofaðist Muse-rokkaranum Matt Bellamy og eignaðist sitt annað barn, soninn Bingham. Það er líka nóg að gera hjá henni í vinnunni og því þarf brúðkaup þeirra Matts að sitja á hakanum.

“Brúðkaupið mun eiga sér stað. Við höfum bara verið svo upptekin,” segir Kate í viðtali við Good Morning America.

Sykursæt.
Hún er nú að kynna nýjustu mynd sína The Reluctant Fundamentalist en þar leikur hún á móti köppunum Liev Schreiber og Kiefer Sutherland.

Upptekin í fjólublárri dragt.
Kate og Matt munu gifta sig einhvern daginn.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.