Lét drauminn verða að veruleika Ellý Ármanns skrifar 26. apríl 2013 11:45 „Hárið.is, heimasíðan og Facebook-síðan, varð til vegna ólæknandi áhuga mínum á hárgreiðslum og fallegu hári. Móðir mín, Hildur Blumenstein, er hársnyrtimeistari og hef ég pottþétt fengið bakteríuna frá henni," segir Edda Blumenstein sem stýrir Skemmtigarðinum í Smáralind spurð hvernig það kom til að hún opnaði vefsíðu um hár.„Grái hárliturinn sem á eftir að vera töluvert áberandi 2013 er sá sem hársnyrtistofur hafa í marga áratugi reynt að fela og breya. Já við erum að tala um silfurgrátt hár. Það gæti komið á óvart hversu margt flott ungt fólk á eftir að vilja lita hárið á sér grátt og svo verða einhverjir sem hafa fengið grátt hár snemma og geta þannig nýtt sér hártískuna og leyft náttúrulega gráa litnum að njóta sín," segir Edda.Ræktar áhugamálið „Þetta er mitt áhugamál. Ég hef ekki áhuga á golfi eða fótbolta heldur hári og sinni ég því í mínum frítíma þegar ég er ekki að stýra Skemmtigarðinum," segir Edda og heldur áfram: „Hugmyndin að því að opna heimasíðu kviknaði eftir að hafa fengið mikið hrós frá fólki í kringum mig fyrir að vera með flottar greiðslur og var ég ítrekað að leiðbeina þeim og benda þeim á síður og kennslumyndbönd hér og þar á netinu."Edda Blumenstein.Gekk lengi með hugmyndina í maganum „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi áður en ég þorði að láta til skara skríða og láta drauminn verða að veruleika. Í fyrstu þorði ég ekki að stíga fram og tengja mig persónulega við síðuna þar sem ég hef fundið fyrir því að konur vilja gjarnan dæma hvor aðra, það er ef þú hefur of mikinn áhuga á útlitinu þá hlýtur þú að vera minna gáfuð," segir Edda sem hefur unnið sem markaðsstjóri Coca-Cola, deildastjóri markaðsdeildar Icepharma og staðið sig vel en hefur engu að síður mikinn áhuga á hári, förðun og tísku eins og margar konur.„Það munu mjög margar skvísur halda áfram að safna hári til að geta flaggað flottum villtum krullum en við munum líka sjá aukna eftirspurn eftir stuttum klippingum 2013. Allt frá rokkara útliti í anda Miley Cyrus eða mýkri Michell Williams eða Ann-Hathaway stíll þá munu þynningarskærin taka völdin," segir Edda.Konur oft dæmdar af kynsystrum sínum „Mér finnst konur oft dæmdar, af kynsystrum sínum aðallega, ef þær hugsa of mikið um þessa hluti. Einnig fékk ég gagnrýni fyrir að vera ekki menntuð sem hársnyrtir en ég hef aldrei falið það að ég er áhugamanneskja og hef aldrei veitt faglega ráðgjöf til annarra. Vegna þessa þorði ég ekki í fyrstu að segja frá því að ég væri á bakvið síðuna, vildi fara huldu höfði, og vissu bara nánustu vinir og ættingjar það en svo sá ég hversu kjánalegt það var. Ég er virkilega stolt af síðunni og öllum þeim aðdáendum sem síðan hefur eignast en núna eru 6.159 vinir á Hárið.is á Facebook.„Vintage hárgreiðslur eru í tísku. Ekki bara klippingin heldur líka mjúkir litir eins og sandur á strönd. Vertu tilbúin að brjótast út með öskutóninn, með gráu og silfur ívafi," segir Edda þegar við skoðum myndir meðal annars af Söruh Jessicu Parker.Vill auðvelda fólki að fá hugmyndir„Markmið síðunnar er að vera miðstöð upplýsinga og fróðleiks fyrir alla sem hafa áhuga á hári, áhugafólk jafnt sem fagaðila. Auðvelda fólki að fá hugmyndir að hárgreiðslum ásamt því að læra að gera einfaldar og flóknar hárgreiðslur, fylgjast með hártískunni, ásamt upplýsingum um hárvörur, hárumhirðu og hárgreiðslustofur sem henta þörfum hvers og eins," útskýrir Edda.Katrín Sif sem veitir faglega ráðgjöf á Hárið.is.Fagleg ráðgjöf „Katrín Sif hársnyrtir og einn af eigendum hársnyrtistofunnar Sprey hefur slegist í hópinn og veitir hún faglega ráðgjöf ásamt því að skrifa greinar um hárumhirðu, tískuna og bara allt sem tengist hári. Ég er alveg ótrúlega ánægð að hafa fengið hana til liðs við mig. Hver veit nema fleiri eigi eftir að slást í hópinn, ef það er einhver sem hefur óbilandi áhuga á hári, fagaðili eða áhugamanneskja, þá er um að gera að hafa samband við okkur." Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
„Hárið.is, heimasíðan og Facebook-síðan, varð til vegna ólæknandi áhuga mínum á hárgreiðslum og fallegu hári. Móðir mín, Hildur Blumenstein, er hársnyrtimeistari og hef ég pottþétt fengið bakteríuna frá henni," segir Edda Blumenstein sem stýrir Skemmtigarðinum í Smáralind spurð hvernig það kom til að hún opnaði vefsíðu um hár.„Grái hárliturinn sem á eftir að vera töluvert áberandi 2013 er sá sem hársnyrtistofur hafa í marga áratugi reynt að fela og breya. Já við erum að tala um silfurgrátt hár. Það gæti komið á óvart hversu margt flott ungt fólk á eftir að vilja lita hárið á sér grátt og svo verða einhverjir sem hafa fengið grátt hár snemma og geta þannig nýtt sér hártískuna og leyft náttúrulega gráa litnum að njóta sín," segir Edda.Ræktar áhugamálið „Þetta er mitt áhugamál. Ég hef ekki áhuga á golfi eða fótbolta heldur hári og sinni ég því í mínum frítíma þegar ég er ekki að stýra Skemmtigarðinum," segir Edda og heldur áfram: „Hugmyndin að því að opna heimasíðu kviknaði eftir að hafa fengið mikið hrós frá fólki í kringum mig fyrir að vera með flottar greiðslur og var ég ítrekað að leiðbeina þeim og benda þeim á síður og kennslumyndbönd hér og þar á netinu."Edda Blumenstein.Gekk lengi með hugmyndina í maganum „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi áður en ég þorði að láta til skara skríða og láta drauminn verða að veruleika. Í fyrstu þorði ég ekki að stíga fram og tengja mig persónulega við síðuna þar sem ég hef fundið fyrir því að konur vilja gjarnan dæma hvor aðra, það er ef þú hefur of mikinn áhuga á útlitinu þá hlýtur þú að vera minna gáfuð," segir Edda sem hefur unnið sem markaðsstjóri Coca-Cola, deildastjóri markaðsdeildar Icepharma og staðið sig vel en hefur engu að síður mikinn áhuga á hári, förðun og tísku eins og margar konur.„Það munu mjög margar skvísur halda áfram að safna hári til að geta flaggað flottum villtum krullum en við munum líka sjá aukna eftirspurn eftir stuttum klippingum 2013. Allt frá rokkara útliti í anda Miley Cyrus eða mýkri Michell Williams eða Ann-Hathaway stíll þá munu þynningarskærin taka völdin," segir Edda.Konur oft dæmdar af kynsystrum sínum „Mér finnst konur oft dæmdar, af kynsystrum sínum aðallega, ef þær hugsa of mikið um þessa hluti. Einnig fékk ég gagnrýni fyrir að vera ekki menntuð sem hársnyrtir en ég hef aldrei falið það að ég er áhugamanneskja og hef aldrei veitt faglega ráðgjöf til annarra. Vegna þessa þorði ég ekki í fyrstu að segja frá því að ég væri á bakvið síðuna, vildi fara huldu höfði, og vissu bara nánustu vinir og ættingjar það en svo sá ég hversu kjánalegt það var. Ég er virkilega stolt af síðunni og öllum þeim aðdáendum sem síðan hefur eignast en núna eru 6.159 vinir á Hárið.is á Facebook.„Vintage hárgreiðslur eru í tísku. Ekki bara klippingin heldur líka mjúkir litir eins og sandur á strönd. Vertu tilbúin að brjótast út með öskutóninn, með gráu og silfur ívafi," segir Edda þegar við skoðum myndir meðal annars af Söruh Jessicu Parker.Vill auðvelda fólki að fá hugmyndir„Markmið síðunnar er að vera miðstöð upplýsinga og fróðleiks fyrir alla sem hafa áhuga á hári, áhugafólk jafnt sem fagaðila. Auðvelda fólki að fá hugmyndir að hárgreiðslum ásamt því að læra að gera einfaldar og flóknar hárgreiðslur, fylgjast með hártískunni, ásamt upplýsingum um hárvörur, hárumhirðu og hárgreiðslustofur sem henta þörfum hvers og eins," útskýrir Edda.Katrín Sif sem veitir faglega ráðgjöf á Hárið.is.Fagleg ráðgjöf „Katrín Sif hársnyrtir og einn af eigendum hársnyrtistofunnar Sprey hefur slegist í hópinn og veitir hún faglega ráðgjöf ásamt því að skrifa greinar um hárumhirðu, tískuna og bara allt sem tengist hári. Ég er alveg ótrúlega ánægð að hafa fengið hana til liðs við mig. Hver veit nema fleiri eigi eftir að slást í hópinn, ef það er einhver sem hefur óbilandi áhuga á hári, fagaðili eða áhugamanneskja, þá er um að gera að hafa samband við okkur."
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira