Innlent

Danir tilbúnir að hjálpa

Lynx þyrla danska flughersins
Lynx þyrla danska flughersins Mynd/Gassi
Danska herskipið Triton kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar fóru um borð til viðræðna við skipherra skipsins til að athuga hver staðan væri með Lynx þyrlu sem er um borð og flogið er af flugmönnum danska flughersins.

Þar kom í ljós að þyrlan er klár til útkalls en til stóð að annar flugmanna hennar færi til Danmerkur á laugardagsmorgunn. Skipherra Triton,  Lars Jensen, féllst á að halda flugmanninum um borð í skipinu þar til að danska herskipið Vædderen kemur til Reykjavíkur en það er fyrirhugað er á sunnudagskvöld.

Þá mun þyrla Vædderen taka við viðbragðsstöðu af þyrlu Triton. Fyrirhugað er að herskipið Vædderen verði í Reykjavík fram á miðvikudag í næstu viku og mun Landhelgisgæslan njóta aðstoðar danska sjóhersins vegna viðbragðs á þyrlur þangað til. Lynx þyrlurnar hafa 150 sjómílna langdrægi og geta því verið til aðstoðar á haf út fyrir TF-SYN sem því nemur.

Þyrla Gæslunnar, GNÁ, er biluð og er því einungis ein þyrla Landhelgisgæslunnar til taks.

Samstarf Landhgæslunnar og danska sjóhersins byggir á áratuga góðri samvinnu sem meðal annars felst í samæfingum, starfsmannaskiptum og samstarfi við leit og björgun í Norður Atlantshafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×