Afar umdeilt náttúrufrumvarp Þorgils Jónsson skrifar 19. febrúar 2013 12:00 Fjölmenni var á fundi Landverndar í Norræna húsinu í gærkvöldi þar sem frumvarp til náttúruverndarlaga var til umræðu. Mynd/Valli Stefnt er að því að afgreiða frumvarp til nýrra laga um náttúruvernd fyrir þinglok. Þetta segir Ólafur Þór Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar alþingis, en um 60 umsagnir bárust um frumvarpið sem bíður þess nú að komast til annarrar umræðu á þingi. „Samkvæmt starfsáætlun nefndarinnar er þetta eitt af þeim málum sem við stefnum að því að klára," segir Ólafur. Umsagnirnar eru úr ýmsum áttum. Náttúruverndarsamtök fagna frumvarpinu en sveitarfélög, landeigendur, veiðimenn og samtök útivistarfólks gagnrýna þau misharkalega. Landvernd fagnar frumvarpinu sem felur í sér „skýrari umgjörð en við höfum áður haft um vernd íslenskrar náttúru", auk þess sem stjórnvöld fái með þeim bætt þvingunarúrræði til að framfylgja lögunum. Náttúruverndarsamtök Íslands taka undir það og fagna því að skerpt sé á ákvæðum laga og valdheimildum ráðherra. Meðal annarra ákvæða sem brenna á höfundum umsagna eru ákvæði um rétt til að ferðast um einkalönd. Þar mætast misjöfn álit útivistarfólks. Skátarnir fagna því til dæmis að réttur fótgangandi sé rýmkaður og heimild landeigenda til að takmarka för manna sé bundin við sérstök tilvik. Ferðafélagið Útivist segir hins vegar vonbrigði að ekki sé lengra gengið fram í að tryggja almannarétt. Þá er sérstaklega deilt á að akstur á ökutækjum falli ekki undir ákvæði um almannarétt og að heimild umhverfisráðherra til banns á akstri á snjó og jöklum sé allt of opin og óljós. Skotveiðifélag Íslands og Ferðaklúbburinn 4X4 taka enn dýpra í árinni og segja meðal annars ljóst að ferðafólki sé mismunað eftir ferðamáta. Þá átelja bæði samtökin þá meintu nýbreytni að með frumvarpinu sé verið að banna allt það sem ekki sé sérstaklega leyft. Þar á móti kemur að landeigendur eru afar ósáttir því að frumvarpið felur í sér að þeirra mati ákvæði sem sviptir þá rétti til að takmarka umferð manna um afgirt óræktuð lönd. Það felur í sér „stórfellda skerðingu á eignarráðum yfir landi" og brýtur í bága við stjórnarskrá með vísan til friðhelgi eignaréttar. Þá eru sveitarfélög ósátt við þá þætti frumvarpsins sem lúta að skiptingu valds milli sveitarfélaganna og umhverfisráðherra. Til dæmis deilir Samband íslenskra sveitarfélaga á að í frumvarpinu séu ráðherra gefnar heimildir sem skarast meðal annars á við skipulagsvald sveitarfélaganna. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Stefnt er að því að afgreiða frumvarp til nýrra laga um náttúruvernd fyrir þinglok. Þetta segir Ólafur Þór Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar alþingis, en um 60 umsagnir bárust um frumvarpið sem bíður þess nú að komast til annarrar umræðu á þingi. „Samkvæmt starfsáætlun nefndarinnar er þetta eitt af þeim málum sem við stefnum að því að klára," segir Ólafur. Umsagnirnar eru úr ýmsum áttum. Náttúruverndarsamtök fagna frumvarpinu en sveitarfélög, landeigendur, veiðimenn og samtök útivistarfólks gagnrýna þau misharkalega. Landvernd fagnar frumvarpinu sem felur í sér „skýrari umgjörð en við höfum áður haft um vernd íslenskrar náttúru", auk þess sem stjórnvöld fái með þeim bætt þvingunarúrræði til að framfylgja lögunum. Náttúruverndarsamtök Íslands taka undir það og fagna því að skerpt sé á ákvæðum laga og valdheimildum ráðherra. Meðal annarra ákvæða sem brenna á höfundum umsagna eru ákvæði um rétt til að ferðast um einkalönd. Þar mætast misjöfn álit útivistarfólks. Skátarnir fagna því til dæmis að réttur fótgangandi sé rýmkaður og heimild landeigenda til að takmarka för manna sé bundin við sérstök tilvik. Ferðafélagið Útivist segir hins vegar vonbrigði að ekki sé lengra gengið fram í að tryggja almannarétt. Þá er sérstaklega deilt á að akstur á ökutækjum falli ekki undir ákvæði um almannarétt og að heimild umhverfisráðherra til banns á akstri á snjó og jöklum sé allt of opin og óljós. Skotveiðifélag Íslands og Ferðaklúbburinn 4X4 taka enn dýpra í árinni og segja meðal annars ljóst að ferðafólki sé mismunað eftir ferðamáta. Þá átelja bæði samtökin þá meintu nýbreytni að með frumvarpinu sé verið að banna allt það sem ekki sé sérstaklega leyft. Þar á móti kemur að landeigendur eru afar ósáttir því að frumvarpið felur í sér að þeirra mati ákvæði sem sviptir þá rétti til að takmarka umferð manna um afgirt óræktuð lönd. Það felur í sér „stórfellda skerðingu á eignarráðum yfir landi" og brýtur í bága við stjórnarskrá með vísan til friðhelgi eignaréttar. Þá eru sveitarfélög ósátt við þá þætti frumvarpsins sem lúta að skiptingu valds milli sveitarfélaganna og umhverfisráðherra. Til dæmis deilir Samband íslenskra sveitarfélaga á að í frumvarpinu séu ráðherra gefnar heimildir sem skarast meðal annars á við skipulagsvald sveitarfélaganna.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira