Lántökukostnaður liggi fyrir frá upphafi Helga Arnardóttir skrifar 19. febrúar 2013 20:02 Lögmaður sem rekur mál fyrir hjón í Hafnarfirði, gegn verðtryggingunni telur skýrt í íslenskum lögum að fasteignaveðlán teljist til neytendalána og á því sé byggt í hans málarekstri. Einnig segir hann ESB tilskipun sem verið hefur mikið í umræðunni vegna verðtryggingar staðfesta að heildarlántökukostnaður verður að liggja fyrir við upphaf lánstímans. Nýlegt álit sérfræðings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að lagaákvæði um verðtryggingu í íslenskum lögum gangi í berhögg við tilskipun Evrópusambandssins um neytendalán hefur vakið sterk viðbrögð og spurningar. Lögfræðingar eru hins vegar ósammála um hvort tilskipunin eigi undir fasteignaveðlán eða ekki. Sérfræðingur í Evrópurétti telur hana einungis heyra undir smærri lán eins og bílalán en talsmaður neytenda hallast að því að fasteignaveðlán teljist neytendalán. Þórður Heimir Sveinsson lögmaður rekur nú mál fyrir hjón í Hafnarfirði, gegn verðtryggingunni. Þetta er hefðbundið verðtryggt fasteignaveðlán hjá íbúðalánasjóði tekið 2003. Hann segir álitið frá framkvæmdastjórn ESB hafa mikla þýðingu varðandi reglur um heildarlántökukostnað þó það sé ekki bindandi. „Heildarlántökukostnaður alls lánsins þarf að liggja fyrir í upphafi og þetta ESB álit styður það sem við höfum haldið fram í því sambandi. Eins og þetta hefur verið framkvæmt hér á landi þá liggur sjaldnast fyrir heildarlántökukostnaður láns í upphafi lánstíma. Þar af leiðandi sér lántakandinn ekki hvað hann þarf að borga mikið þegar hann tekur lánið," segir Þórður. Þórður telur hins vegar kristaltært að fasteignaveðlán heyri undir neytendalán. Og lítum á hans rök fyrir því. Árið 1993 voru fasteignaveðlán ekki talin hluti af neytendalánum og voru þau ein af undanþágum í lögum eins og fram kemur í lið e 2.mgr í lögum nr. 30/1993. Árið 1994 voru viðbætur í undanþágu kaflann og liðnum um fasteignaveðlán var breytt í lið f í lögum nr. 101/1994. Svo var aftur gerð lagabreyting árið 2000, nr.179/2000 og liður f, g og h voru felldir út úr undanþágukaflanum. Það þýðir einfaldlega að lánssamningar sem tryggðir eru með veði í fasteign hafa verið taldir til neytendalána í íslenskum lögum frá og með11.jan 2001 þegar breytingin tók gildi. „Þetta er eiginlega grundvöllurinn í mínum málarekstri að fasteignalán falli undir neytendalán frá og með 11.janúar 2001. Lán þessara hjóna úr Hafnarfirði sem eru stefnendur málsins gegn verðtryggingunni, var tekið árið 2003. Þannig að öll lán sem tekin voru eftir janúar 2001 heyra undir þessi lög um neytendalán," segir Þórður. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Lögmaður sem rekur mál fyrir hjón í Hafnarfirði, gegn verðtryggingunni telur skýrt í íslenskum lögum að fasteignaveðlán teljist til neytendalána og á því sé byggt í hans málarekstri. Einnig segir hann ESB tilskipun sem verið hefur mikið í umræðunni vegna verðtryggingar staðfesta að heildarlántökukostnaður verður að liggja fyrir við upphaf lánstímans. Nýlegt álit sérfræðings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að lagaákvæði um verðtryggingu í íslenskum lögum gangi í berhögg við tilskipun Evrópusambandssins um neytendalán hefur vakið sterk viðbrögð og spurningar. Lögfræðingar eru hins vegar ósammála um hvort tilskipunin eigi undir fasteignaveðlán eða ekki. Sérfræðingur í Evrópurétti telur hana einungis heyra undir smærri lán eins og bílalán en talsmaður neytenda hallast að því að fasteignaveðlán teljist neytendalán. Þórður Heimir Sveinsson lögmaður rekur nú mál fyrir hjón í Hafnarfirði, gegn verðtryggingunni. Þetta er hefðbundið verðtryggt fasteignaveðlán hjá íbúðalánasjóði tekið 2003. Hann segir álitið frá framkvæmdastjórn ESB hafa mikla þýðingu varðandi reglur um heildarlántökukostnað þó það sé ekki bindandi. „Heildarlántökukostnaður alls lánsins þarf að liggja fyrir í upphafi og þetta ESB álit styður það sem við höfum haldið fram í því sambandi. Eins og þetta hefur verið framkvæmt hér á landi þá liggur sjaldnast fyrir heildarlántökukostnaður láns í upphafi lánstíma. Þar af leiðandi sér lántakandinn ekki hvað hann þarf að borga mikið þegar hann tekur lánið," segir Þórður. Þórður telur hins vegar kristaltært að fasteignaveðlán heyri undir neytendalán. Og lítum á hans rök fyrir því. Árið 1993 voru fasteignaveðlán ekki talin hluti af neytendalánum og voru þau ein af undanþágum í lögum eins og fram kemur í lið e 2.mgr í lögum nr. 30/1993. Árið 1994 voru viðbætur í undanþágu kaflann og liðnum um fasteignaveðlán var breytt í lið f í lögum nr. 101/1994. Svo var aftur gerð lagabreyting árið 2000, nr.179/2000 og liður f, g og h voru felldir út úr undanþágukaflanum. Það þýðir einfaldlega að lánssamningar sem tryggðir eru með veði í fasteign hafa verið taldir til neytendalána í íslenskum lögum frá og með11.jan 2001 þegar breytingin tók gildi. „Þetta er eiginlega grundvöllurinn í mínum málarekstri að fasteignalán falli undir neytendalán frá og með 11.janúar 2001. Lán þessara hjóna úr Hafnarfirði sem eru stefnendur málsins gegn verðtryggingunni, var tekið árið 2003. Þannig að öll lán sem tekin voru eftir janúar 2001 heyra undir þessi lög um neytendalán," segir Þórður.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira