Fótbolti

Björn skoraði í vítakeppni er Úlfarnir fóru áfram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Bergmann í leik með Wolves
Björn Bergmann í leik með Wolves Mynd / getty
Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður Wolves, skoraði mikilvægt mark fyrir félagið í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Walsall í bikarkeppni neðrideildarliða á Englandi.

Mark Björns kom reyndar eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en hann skoraði í vítaspyrnukeppni en staðan var 2-2 eftir 120 mínútna leik.

Björn Bergmann gerði fyrsta mark Úlfana í vítaspyrnukeppninni sem liðið vann 4-2.

Leikurinn var hluti af fyrstu umferð keppninnar en aðeins eru lið í ensku C og D deildinni með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×