Framkoma Íslands á alþjóðavettvangi til skammar 12. janúar 2013 13:14 Bjarni Benediktsson. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði gesti á opnum fundi sem hann hélt í Valhöll í morgun. Hann hóf ræðu sína á því að benda á að 105 dagar væru nú til kosninga. Í síðustu kosningum hafi þjóðin kosið yfir sig vinstri stjórn og í kjölfarið fengið það versta úr báðum stjórnarflokkum: utanríkisstefnu Samfylkingar og atvinnustefnu Vinstri-grænna. „Í stað þess að hvetja almenning og atvinnulífið áfram, og standa með heimilum og fyrirtækjum, voru auknar byrðar lagðar á alla," sagði Bjarni. „Okkar helsta gagnrýni á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar var gert væri ráð fyrir allt of miklum skattahækkunum en það var ekki að því að spyrja - ríkisstjórnin gekk á endanum miklu lengra í skattahækkunum en nokkurn óraði fyrir." Þá sagði Bjarni að samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins væru byggðar á pólitískum hrossakaupum en ekki sameiginlegri sýn eða stefnu. Hann benti á að engin EFTA þjóð hafi verið lengur í aðildarviðræðum en Ísland. „Samt hefur einungis 11 af 35 samningsköflum verið lokað eða innan við einum þriðja. Einhver kynni að spyrja: Og um hvað var samið í þessum 11 köflum? Að hlíta löggjöf ESB. Ekkert annað." sagði Bjarni. „Þegar ég ræði þessa hlið málsins, þessa pólitísku stöðu í ESB málinu á Íslandi, við kollega á öðrum þjóðþingum, missa þeir hreinlega andlitið, enda er þessi framkoma á alþjóðavettvangi til skammar." Þá ítrekaði Bjarni að stjórnvöldum hér á landi væri skylt að tryggja að lífskjör hér á landi verði með því besta sem gerist í heiminum. „Við ætlum ekki að lofa fólki að það verði ókeypis í sund í ágúst og frítt í strætó í október," sagði Bjarni. „Við ætlum að hugsa til langs tíma, sjá til þess að fólk vilji áfram búa á Íslandi og að þeir sem hafi flutt sjái sér fært að koma heim aftur." „Við munum ekki líða dulda skattheimtu, sem með sama áframhaldi gæti orðið að sérstakri og viðurkenndri keppnisgrein milli vinstri flokkanna. Við ætlum að leggja áherslu á frelsi og athafnagleði, - byggja á hugviti og sköpunarkrafti - og við ætlum að lofa fólki því að eftir ár geti það litið til baka og sagt að þessu ári hafi verið vel varið." Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði gesti á opnum fundi sem hann hélt í Valhöll í morgun. Hann hóf ræðu sína á því að benda á að 105 dagar væru nú til kosninga. Í síðustu kosningum hafi þjóðin kosið yfir sig vinstri stjórn og í kjölfarið fengið það versta úr báðum stjórnarflokkum: utanríkisstefnu Samfylkingar og atvinnustefnu Vinstri-grænna. „Í stað þess að hvetja almenning og atvinnulífið áfram, og standa með heimilum og fyrirtækjum, voru auknar byrðar lagðar á alla," sagði Bjarni. „Okkar helsta gagnrýni á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar var gert væri ráð fyrir allt of miklum skattahækkunum en það var ekki að því að spyrja - ríkisstjórnin gekk á endanum miklu lengra í skattahækkunum en nokkurn óraði fyrir." Þá sagði Bjarni að samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins væru byggðar á pólitískum hrossakaupum en ekki sameiginlegri sýn eða stefnu. Hann benti á að engin EFTA þjóð hafi verið lengur í aðildarviðræðum en Ísland. „Samt hefur einungis 11 af 35 samningsköflum verið lokað eða innan við einum þriðja. Einhver kynni að spyrja: Og um hvað var samið í þessum 11 köflum? Að hlíta löggjöf ESB. Ekkert annað." sagði Bjarni. „Þegar ég ræði þessa hlið málsins, þessa pólitísku stöðu í ESB málinu á Íslandi, við kollega á öðrum þjóðþingum, missa þeir hreinlega andlitið, enda er þessi framkoma á alþjóðavettvangi til skammar." Þá ítrekaði Bjarni að stjórnvöldum hér á landi væri skylt að tryggja að lífskjör hér á landi verði með því besta sem gerist í heiminum. „Við ætlum ekki að lofa fólki að það verði ókeypis í sund í ágúst og frítt í strætó í október," sagði Bjarni. „Við ætlum að hugsa til langs tíma, sjá til þess að fólk vilji áfram búa á Íslandi og að þeir sem hafi flutt sjái sér fært að koma heim aftur." „Við munum ekki líða dulda skattheimtu, sem með sama áframhaldi gæti orðið að sérstakri og viðurkenndri keppnisgrein milli vinstri flokkanna. Við ætlum að leggja áherslu á frelsi og athafnagleði, - byggja á hugviti og sköpunarkrafti - og við ætlum að lofa fólki því að eftir ár geti það litið til baka og sagt að þessu ári hafi verið vel varið."
Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira