Nauðsynlegt að fræða börnin um ofbeldið sunna@frettabladid.is skrifar 12. janúar 2013 06:00 Kolbrún Baldursdóttir Fræðsla barna um kynferðislegt ofbeldi er langbesta forvörnin gegn því. Best er ef fræðslan kemur frá foreldrum barnanna en einnig er hægt að leita til skóla eða félagasamtaka ef foreldrar geta ekki eða treysta sér ekki til að ræða málið við börnin sín. Þetta segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur sem hefur haldið námskeið í fræðslu fyrir foreldra, skóla, félaga- og íþróttasamtök í fjölda ára um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í samfélaginu. Kolbrún á sjálf tvær dætur og hafði rætt við þær um þessi viðkvæmu mál þegar þær voru fimm ára gamlar. Hún bendir þó á að foreldrar þekki börnin sín best og finni sjálfir hvenær það hentar. „Umræðan er best á heimilinu, þegar það er hægt. Það eru ákveðnar reglur sem nauðsynlegt er að ræða, en einnig verður að gæta þess að hræða börnin ekki og segja hluti eins og að það séu vondir menn þarna úti. Frekar að það séu ekki allir jafn góðir,“ segir Kolbrún. „Ef einhver ókunnugur biður mann um að koma, gefur manni eitthvað eða annað slíkt, á maður að segja skýrt nei, fara í burtu og segja svo frá.“ Kolbrún segir nauðsynlegt að brýna fyrir börnum að enginn eigi að eiga „vond leyndarmál“, eða leyndarmál sem láta barninu líða illa. „Þegar við erum búin að ræða þetta við ung börn, verða þau svo mikið hæfari, afslappaðri og öruggari í umhverfi sínu.“ Kolbrún segist hafa skynjað breytingar á umræðunni í samfélaginu eftir umfjöllun Kastljóss í vikunni og bendir á að börn verða einnig fyrir áhrifum af henni án þess að foreldrar geri sér endilega grein fyrir því. „Ég vil því hvetja foreldra að gæta að líðan barna sinna í þessu sambandi, útskýra, svara spurningum sem vakna og ræða þetta allt eftir því sem aldur og þroski leyfir,“ segir hún. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Fræðsla barna um kynferðislegt ofbeldi er langbesta forvörnin gegn því. Best er ef fræðslan kemur frá foreldrum barnanna en einnig er hægt að leita til skóla eða félagasamtaka ef foreldrar geta ekki eða treysta sér ekki til að ræða málið við börnin sín. Þetta segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur sem hefur haldið námskeið í fræðslu fyrir foreldra, skóla, félaga- og íþróttasamtök í fjölda ára um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í samfélaginu. Kolbrún á sjálf tvær dætur og hafði rætt við þær um þessi viðkvæmu mál þegar þær voru fimm ára gamlar. Hún bendir þó á að foreldrar þekki börnin sín best og finni sjálfir hvenær það hentar. „Umræðan er best á heimilinu, þegar það er hægt. Það eru ákveðnar reglur sem nauðsynlegt er að ræða, en einnig verður að gæta þess að hræða börnin ekki og segja hluti eins og að það séu vondir menn þarna úti. Frekar að það séu ekki allir jafn góðir,“ segir Kolbrún. „Ef einhver ókunnugur biður mann um að koma, gefur manni eitthvað eða annað slíkt, á maður að segja skýrt nei, fara í burtu og segja svo frá.“ Kolbrún segir nauðsynlegt að brýna fyrir börnum að enginn eigi að eiga „vond leyndarmál“, eða leyndarmál sem láta barninu líða illa. „Þegar við erum búin að ræða þetta við ung börn, verða þau svo mikið hæfari, afslappaðri og öruggari í umhverfi sínu.“ Kolbrún segist hafa skynjað breytingar á umræðunni í samfélaginu eftir umfjöllun Kastljóss í vikunni og bendir á að börn verða einnig fyrir áhrifum af henni án þess að foreldrar geri sér endilega grein fyrir því. „Ég vil því hvetja foreldra að gæta að líðan barna sinna í þessu sambandi, útskýra, svara spurningum sem vakna og ræða þetta allt eftir því sem aldur og þroski leyfir,“ segir hún.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira