Margir hjúkrunarfræðingar hugsa sér til hreyfings Hugrún Halldórsdóttir skrifar 12. janúar 2013 19:39 Íslenskir hjúkrunarfræðingar fá varla frið fyrir atvinnutilboðum frá Noregi. Tvær ungar hjúkrunarkonur, sem hafa sagt upp störfum á Landspítalanum, hugsa sér til hreyfings og segja fleiri íhuga hið sama. Silja og Birna eru á meðal þeirra tvö hundruð og sextíu hjúkrunarfræðinga sem sögðu upp störfum á Landspítalanum í byrjun desember vegna óánægju með kjör og vinnuaðstæður en þær útskrifuðust síðasta vor. „Ég var eiginlega svolítið í sjokki þegar ég byrjaði hérna eftir 3.árið hvað væri mikið álag hérna , ég var alltaf lengur í vinnunni og náði aldrei að klára það sem ég átti að klára áður en ég fór heim. Það er eiginlega bara búið að vera óbreytt ástand," segir Silja Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur. Fréttastofa sendi póst á um 80 hjúkrunarfræðinga sem útskrifuðust með Silju og Birnu og spurði hvort þeir hefðu í hyggju á að fara til útlanda að vinna, helmingurinn svaraði og voru nánast öll svörin á sama veg: já. Þær stöllur segja marga þegar hafa sótt um leyfi til að starfa í Noregi. „Ég er búin að sækja um leyfi og er í rauninni búin að fá starf og hef fengið tölvupósta og spurð hvort ég ætli ekki að fara að koma og ég vil fara þegar ég vil. Ég er að vísu ekki búin að sækja um leyfið en allar þær sem hafa sótt um leyfið, það er legið á þeim." Spítalinn og yfirvöld geta beitt undanþáguákvæði og framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði, en frestur til þess rennur út á næstu dögum. Björn Zoega forstjóri spítalans segist í samtali við fréttastofu telja að spítalinn muni ekki beita ákvæðinu, leysa þurfi málið hið fyrsta. Spítalinn þurfi viðbótarfjárframlag frá ríkinu til að endurráða hjúkrunarfræðingana á betri kjörum, en málið er nú í skoðun innan ráðuneyta velferðar- og fjármála. Silja og Birna segja að eftir því sem málið dragist því líklegra sé að hjúkrunarfræðingar leiti út. „Það eru margir að tala um það. Hjúkrunarfræðingar fá hreinlega pósta frá Noregi og eru beðnir um að koma að vinna úti? Já og sérstaklega þeir sem hafa farið einu sinni, það er ítrekað beðið þá um að koma aftur," segir Birna Hrönn Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar áætla að halda samstöðufund í næstu viku en að öllu óbreyttu taka uppsagnirnar gildi 1.mars. „það er alltof lítið að gerast. Okkur finnst í rauninni að það sé ekki verið að taka nógu hratt á þessu." Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Íslenskir hjúkrunarfræðingar fá varla frið fyrir atvinnutilboðum frá Noregi. Tvær ungar hjúkrunarkonur, sem hafa sagt upp störfum á Landspítalanum, hugsa sér til hreyfings og segja fleiri íhuga hið sama. Silja og Birna eru á meðal þeirra tvö hundruð og sextíu hjúkrunarfræðinga sem sögðu upp störfum á Landspítalanum í byrjun desember vegna óánægju með kjör og vinnuaðstæður en þær útskrifuðust síðasta vor. „Ég var eiginlega svolítið í sjokki þegar ég byrjaði hérna eftir 3.árið hvað væri mikið álag hérna , ég var alltaf lengur í vinnunni og náði aldrei að klára það sem ég átti að klára áður en ég fór heim. Það er eiginlega bara búið að vera óbreytt ástand," segir Silja Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur. Fréttastofa sendi póst á um 80 hjúkrunarfræðinga sem útskrifuðust með Silju og Birnu og spurði hvort þeir hefðu í hyggju á að fara til útlanda að vinna, helmingurinn svaraði og voru nánast öll svörin á sama veg: já. Þær stöllur segja marga þegar hafa sótt um leyfi til að starfa í Noregi. „Ég er búin að sækja um leyfi og er í rauninni búin að fá starf og hef fengið tölvupósta og spurð hvort ég ætli ekki að fara að koma og ég vil fara þegar ég vil. Ég er að vísu ekki búin að sækja um leyfið en allar þær sem hafa sótt um leyfið, það er legið á þeim." Spítalinn og yfirvöld geta beitt undanþáguákvæði og framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði, en frestur til þess rennur út á næstu dögum. Björn Zoega forstjóri spítalans segist í samtali við fréttastofu telja að spítalinn muni ekki beita ákvæðinu, leysa þurfi málið hið fyrsta. Spítalinn þurfi viðbótarfjárframlag frá ríkinu til að endurráða hjúkrunarfræðingana á betri kjörum, en málið er nú í skoðun innan ráðuneyta velferðar- og fjármála. Silja og Birna segja að eftir því sem málið dragist því líklegra sé að hjúkrunarfræðingar leiti út. „Það eru margir að tala um það. Hjúkrunarfræðingar fá hreinlega pósta frá Noregi og eru beðnir um að koma að vinna úti? Já og sérstaklega þeir sem hafa farið einu sinni, það er ítrekað beðið þá um að koma aftur," segir Birna Hrönn Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar áætla að halda samstöðufund í næstu viku en að öllu óbreyttu taka uppsagnirnar gildi 1.mars. „það er alltof lítið að gerast. Okkur finnst í rauninni að það sé ekki verið að taka nógu hratt á þessu."
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira