Innlent

Árni Páll eða Guðbjartur?

Guðbjartur Hannesson segist eiga mjög erfitt með að sjá Samfylkinguna vinna með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Árni Páll Árnason segir að flokkurinn verði að veita Sjálfstæðisflokknum samkeppni um hugmyndir. Báðir telja að stjórn til vinstri sé fyrsti valkostur og hvorugur vill gefa afslátt af ESB-málinu.



Formannskjörið í Samfylkingunni hefst næsta föstudag, en formannsefnin kynntu sjónarmið sín á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í félagsheimili flokkksins við Hallveigarstíg í dag. Fulltrúar fréttastofunnar voru á fundinum og má sjá afraksturinn í myndskeiði fyrir ofan eða hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×