Segir Fiskistofu brjóta persónuverndarlög með njósnum Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2013 18:32 Fiskistofa gæti verið að brjóta persónuverndarlög með því að vakta fólk leynilega segir lögfræðingur en bíll með falinni myndavél hefur staðið við Njarðvíkurhöfn og myndað hafnarsvæðið. Bíllinn hefur verið á ferli um hafnarsvæðið undanfarna daga að sögn hafnarstarfsmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. Það var hins vegar ekki fyrr en síðdegis í gær sem Víkurfréttir vöktu athygli á málinu og þá hafði þessi bílaleigubíll staðið allan daginn við hafnarsvæðið en myndavélin var falin í afturglugga hans. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri sagði í samtali við fréttastofu í dag að Fiskistofa notaði ýmsar aðferðir við eftirlit, svo sem myndavélar, bíllinn hafi staðið þarna við höfnina frá morgni til kvölds í gær og tilefnið hafi verið rannsóknarvinna en það er hlutverk Fiskistofu að fylgjast meðal annars með hvort menn séu að landa framhjá vigt. Lögmaður hjá LEX segir að í fljótu bragði gæti þarna verið um brot á persónuverndarlögum að ræða. „Þá virðist sem svo að hér hafi átt sér stað vöktun sem fari fram með leynd og samkvæmt lögum um persónuvernd er slík vöktun óheimil nema að í algjörum undantekningartilvikum sem slíkt er heimilt," segir Ingvi Snær Einarsson, héraðsdómslögmaður. Hann segir að í raun þurfi einhver sem komi fram á myndbandinu að kvarta til Persónuverndar svo að málið fari lengra en Fiskistofustjóri segir vöktunina beinast að ákveðnum aðila tengt ákveðinni rannsókn og einungis í stuttan tíma. „Mér finnst frekar ólíklegt að menn geti komist hjá lögum um meðferð persónuupplýsinga með því að beita þessu með einhverjum hætti, það er, að sinna eftirliti í stutta stund." Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Fiskistofa gæti verið að brjóta persónuverndarlög með því að vakta fólk leynilega segir lögfræðingur en bíll með falinni myndavél hefur staðið við Njarðvíkurhöfn og myndað hafnarsvæðið. Bíllinn hefur verið á ferli um hafnarsvæðið undanfarna daga að sögn hafnarstarfsmanna sem fréttastofa ræddi við í dag. Það var hins vegar ekki fyrr en síðdegis í gær sem Víkurfréttir vöktu athygli á málinu og þá hafði þessi bílaleigubíll staðið allan daginn við hafnarsvæðið en myndavélin var falin í afturglugga hans. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri sagði í samtali við fréttastofu í dag að Fiskistofa notaði ýmsar aðferðir við eftirlit, svo sem myndavélar, bíllinn hafi staðið þarna við höfnina frá morgni til kvölds í gær og tilefnið hafi verið rannsóknarvinna en það er hlutverk Fiskistofu að fylgjast meðal annars með hvort menn séu að landa framhjá vigt. Lögmaður hjá LEX segir að í fljótu bragði gæti þarna verið um brot á persónuverndarlögum að ræða. „Þá virðist sem svo að hér hafi átt sér stað vöktun sem fari fram með leynd og samkvæmt lögum um persónuvernd er slík vöktun óheimil nema að í algjörum undantekningartilvikum sem slíkt er heimilt," segir Ingvi Snær Einarsson, héraðsdómslögmaður. Hann segir að í raun þurfi einhver sem komi fram á myndbandinu að kvarta til Persónuverndar svo að málið fari lengra en Fiskistofustjóri segir vöktunina beinast að ákveðnum aðila tengt ákveðinni rannsókn og einungis í stuttan tíma. „Mér finnst frekar ólíklegt að menn geti komist hjá lögum um meðferð persónuupplýsinga með því að beita þessu með einhverjum hætti, það er, að sinna eftirliti í stutta stund."
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira