Opið bréf til mennta- og menningarmálaráðherra Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar 27. mars 2013 06:00 Sæl Katrín. Mig langar að kynna þig fyrir íþróttaaðstöðunni á Stokkseyri. Íþróttahúsið, sem er gamalt iðnaðarhúsnæði, er 230 fermetrar að stærð, þar af er geymslupláss um 30 fermetrar. Sökum þess hversu lítið geymsluplássið er þarf að geyma ýmis áhöld á öðrum stöðum og má þar nefna borðtennisborð sem geymt er inni á klósetti sem ætlað er einstaklingum í hjólastól, og fimleikahest, sem er geymdur í anddyri hússins og er hann staðsettur fyrir framan einu brunavarnir hússins. Borð í eigu Ungmennafélags Stokkseyrar eru geymd úti í ryðguðum gámi og eru þau öll með tölu orðin ónýt vegna myglu og kulda. Um 150 stólar eru geymdir á gangi hússins og eru þeir staðsettir beint fyrir framan búningsklefana. Einnig eru miklar rakaskemmdir í húsinu sökum leka en í þau sex ár sem ég hef starfað í húsinu hefur ekki mátt rigna án þess að þakið leki, og nú er lekinn farinn að berast úr veggjunum. Í íþróttahúsinu eru kenndar skólaíþróttir fyrir 1.-6. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þar eru einnig starfandi fimleikadeild og taekwondo-deild, auk þess sem húsnæðið er notað undir íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri, körfuboltaiðkun, líkamsrækt fyrir fullorðna og ýmis veisluhöld endrum og eins. Samtals telur þetta um 600 heimsóknir á viku.Langvarandi aðgerðaleysi Nú er á dagskrá hjá Sveitarfélaginu Árborg að skipta um þak á húsnæðinu auk þess sem þau hafa frá því um áramótin verið að reyna að finna lausn til þess að stækka geymsluplássið. Inni á fimm til tíu ára plani bæjarstjórnarinnar er svo að byggja nýtt íþróttahús hér á Stokkseyri. Væri ekki nær lagi að hefjast strax handa við byggingu á nýju íþróttahúsi í stað þess að vera að eyða fjármunum í ónýtt húsnæði? Sveitarfélaginu hefur tekist að byggja upp stórgóð íþróttamannvirki á Selfossi og stuðla þannig að frábæru íþróttastarfi þar í bæ. Það verk sem sveitarfélagið hefur unnið þar er til fyrirmyndar og á það heiður skilið fyrir þá uppbyggingu. Að sama skapi ætti sveitarfélagið að skammast sín fyrir aðstöðuna sem það býður okkur Stokkseyringum og nærsveitungum upp á og langvarandi aðgerðarleysi þeirra í endurbótum á því. Ég vil nota tækifærið og minna á það sem stendur í Stefnuskrá Árborgar um íþrótta- og tómstundamál. Þar stendur meðal annars: Að markmið sveitarfélagsins með íþrótta- og tómstundastarfi sé að gæta jafnréttis í hvívetna og veita öllum tækifæri til að eflast og þroskast á eigin forsendum, óháð efnahag, búsetu, aldri eða stöðu að öðru leyti. Að skapa sveitarfélaginu jákvæða ímynd og gera það enn eftirsóknarverðara til búsetu. Að börn og unglingar kynnist mörgum íþróttagreinum og fái þannig tækifæri til að velja þá grein sem þeim best hentar. Að bæta aðstöðu fyrir hvers konar almenningsíþróttaiðkun og auka fjölbreytni. Að tryggja eldri borgurum greiðan aðgang að íþróttamannvirkjum. Svo virðist sem Stokkseyri og Eyrarbakki flokkist ekki undir þessa annars ágætu stefnuskrá og veit ég fyrir víst að íbúar þorpanna, bæði ungir sem aldnir, vilja sjá breytingar þar á. Mér er mjög annt um börnin er búa hér á svæðinu og stunda skólaíþróttir og aðrar tómstundir utan skóla í íþróttahúsnæðinu okkar. Aðstaðan sem þeim er boðin upp á er til háborinnar skammar og hættuleg heilsu þeirra sem hlaupa þar um oft í viku. Getur þú, sem mennta- og menningarmálaráðherra og yfirmaður íþróttamála á landinu, hjálpað okkur íbúum Stokkseyrar og Eyrarbakka í baráttu okkar við sveitarfélagið Árborg um að fá mannsæmandi íþróttaaðstöðu fyrir börn okkar? Með fyrirfram þökk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Sæl Katrín. Mig langar að kynna þig fyrir íþróttaaðstöðunni á Stokkseyri. Íþróttahúsið, sem er gamalt iðnaðarhúsnæði, er 230 fermetrar að stærð, þar af er geymslupláss um 30 fermetrar. Sökum þess hversu lítið geymsluplássið er þarf að geyma ýmis áhöld á öðrum stöðum og má þar nefna borðtennisborð sem geymt er inni á klósetti sem ætlað er einstaklingum í hjólastól, og fimleikahest, sem er geymdur í anddyri hússins og er hann staðsettur fyrir framan einu brunavarnir hússins. Borð í eigu Ungmennafélags Stokkseyrar eru geymd úti í ryðguðum gámi og eru þau öll með tölu orðin ónýt vegna myglu og kulda. Um 150 stólar eru geymdir á gangi hússins og eru þeir staðsettir beint fyrir framan búningsklefana. Einnig eru miklar rakaskemmdir í húsinu sökum leka en í þau sex ár sem ég hef starfað í húsinu hefur ekki mátt rigna án þess að þakið leki, og nú er lekinn farinn að berast úr veggjunum. Í íþróttahúsinu eru kenndar skólaíþróttir fyrir 1.-6. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þar eru einnig starfandi fimleikadeild og taekwondo-deild, auk þess sem húsnæðið er notað undir íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri, körfuboltaiðkun, líkamsrækt fyrir fullorðna og ýmis veisluhöld endrum og eins. Samtals telur þetta um 600 heimsóknir á viku.Langvarandi aðgerðaleysi Nú er á dagskrá hjá Sveitarfélaginu Árborg að skipta um þak á húsnæðinu auk þess sem þau hafa frá því um áramótin verið að reyna að finna lausn til þess að stækka geymsluplássið. Inni á fimm til tíu ára plani bæjarstjórnarinnar er svo að byggja nýtt íþróttahús hér á Stokkseyri. Væri ekki nær lagi að hefjast strax handa við byggingu á nýju íþróttahúsi í stað þess að vera að eyða fjármunum í ónýtt húsnæði? Sveitarfélaginu hefur tekist að byggja upp stórgóð íþróttamannvirki á Selfossi og stuðla þannig að frábæru íþróttastarfi þar í bæ. Það verk sem sveitarfélagið hefur unnið þar er til fyrirmyndar og á það heiður skilið fyrir þá uppbyggingu. Að sama skapi ætti sveitarfélagið að skammast sín fyrir aðstöðuna sem það býður okkur Stokkseyringum og nærsveitungum upp á og langvarandi aðgerðarleysi þeirra í endurbótum á því. Ég vil nota tækifærið og minna á það sem stendur í Stefnuskrá Árborgar um íþrótta- og tómstundamál. Þar stendur meðal annars: Að markmið sveitarfélagsins með íþrótta- og tómstundastarfi sé að gæta jafnréttis í hvívetna og veita öllum tækifæri til að eflast og þroskast á eigin forsendum, óháð efnahag, búsetu, aldri eða stöðu að öðru leyti. Að skapa sveitarfélaginu jákvæða ímynd og gera það enn eftirsóknarverðara til búsetu. Að börn og unglingar kynnist mörgum íþróttagreinum og fái þannig tækifæri til að velja þá grein sem þeim best hentar. Að bæta aðstöðu fyrir hvers konar almenningsíþróttaiðkun og auka fjölbreytni. Að tryggja eldri borgurum greiðan aðgang að íþróttamannvirkjum. Svo virðist sem Stokkseyri og Eyrarbakki flokkist ekki undir þessa annars ágætu stefnuskrá og veit ég fyrir víst að íbúar þorpanna, bæði ungir sem aldnir, vilja sjá breytingar þar á. Mér er mjög annt um börnin er búa hér á svæðinu og stunda skólaíþróttir og aðrar tómstundir utan skóla í íþróttahúsnæðinu okkar. Aðstaðan sem þeim er boðin upp á er til háborinnar skammar og hættuleg heilsu þeirra sem hlaupa þar um oft í viku. Getur þú, sem mennta- og menningarmálaráðherra og yfirmaður íþróttamála á landinu, hjálpað okkur íbúum Stokkseyrar og Eyrarbakka í baráttu okkar við sveitarfélagið Árborg um að fá mannsæmandi íþróttaaðstöðu fyrir börn okkar? Með fyrirfram þökk.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun