Alexander aftur í landsliðið | Sex HM-farar ekki með Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2013 15:47 Alexander Petersson er lykilmaður hjá Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Getty Images Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn fyrir leikina tvo gegn Slóveníu í undankeppni EM 2014. Hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu. Ísland mætir Slóvenum tvívegis á næstu dögum. Fyrst ytra þann 4. apríl næstkomandi og svo sunnudaginn 7. apríl í Laugardalshöllinni. Alexander Petersson, sem gaf ekki kost á sér í íslenska liðið fyrir HM á Spáni í janúar, er kominn aftur í liðið sem og þeir Rúnar Kárason og Ingimundur Ingimundarson. Allir voru meiddir á meðan HM stóð yfir. Talsverð vandræði eru á línumönnum íslenska landsliðsins. Vignir Svavarsson sleit nýverið krossband í hné og þá fór Kári Kristján Kristjánsson nýverið í aðgerð. Vignir er ekki með nú en Kári var hins vegar valinn. Þá berast nú fregnir af því að Róbert Gunnarsson verði ekki með í fyrri leiknum gegn Slóveníu vegna sprautumeðferðar, eftir því sem kemur fram í tilkynningu HSÍ. Þó eru vonir bundnar við að hann verði með í seinni leiknum. Þeir Atli Ævar Ingólfsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson hafa verið kallaðir í landsliðið vegna línumannavandræðanna. Þá vekur talsverða athygli að Arnór Gunnarsson, sem þótti standa sig vel á Spáni í janúar, er ekki valinn í liðið nú. Aðrir HM-farar sem detta út eru Ólafur Guðmundsson, Ernir Hrafn Arnarson, Hreiðar Levý Guðmundsson og Fannar Friðgeirsson auk Vignis. Aron landsliðsþjálfari fór með þrjá markverði á HM á Spáni en skilur nú Hreiðar Levý eftir fyrir utan hóp. Fjórir leikmenn íslenska liða voru einnig valdir í æfingahóp fyrir seinni leikinn gegn Slóvenum.Íslenska landsliðið:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar Björgvin Páll Gústavsson, MagdeburgVinstri hornamenn: Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar LöwenVinstri skyttur: Aron Pálmarsson, THW Kiel Ólafur Gústafsson, FlensburgLeikstjórnendur: Snorri Steinn Guðjónsson, GOG Ólafur Bjarki Ragnarsson, EmsdettenHægri skyttur: Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball Rúnar Kárason, TV GrosswallstadtHægra horn: Þórir Ólafsson, KS Vive Targi KielceLínumenn: Atli Ævar Ingólfsson, Sönderjyske Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar Róbert Gunnarsson, Paris HandballVarnarmenn: Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt Ingimundur Ingimundarson, ÍRTil æfinga á Íslandi: Daníel Freyr Andrésson, FH Bjarki Már Elísson, HK Róbert Aron Hostert, Fram Ragnar Jóhannsson, FH Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn fyrir leikina tvo gegn Slóveníu í undankeppni EM 2014. Hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu. Ísland mætir Slóvenum tvívegis á næstu dögum. Fyrst ytra þann 4. apríl næstkomandi og svo sunnudaginn 7. apríl í Laugardalshöllinni. Alexander Petersson, sem gaf ekki kost á sér í íslenska liðið fyrir HM á Spáni í janúar, er kominn aftur í liðið sem og þeir Rúnar Kárason og Ingimundur Ingimundarson. Allir voru meiddir á meðan HM stóð yfir. Talsverð vandræði eru á línumönnum íslenska landsliðsins. Vignir Svavarsson sleit nýverið krossband í hné og þá fór Kári Kristján Kristjánsson nýverið í aðgerð. Vignir er ekki með nú en Kári var hins vegar valinn. Þá berast nú fregnir af því að Róbert Gunnarsson verði ekki með í fyrri leiknum gegn Slóveníu vegna sprautumeðferðar, eftir því sem kemur fram í tilkynningu HSÍ. Þó eru vonir bundnar við að hann verði með í seinni leiknum. Þeir Atli Ævar Ingólfsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson hafa verið kallaðir í landsliðið vegna línumannavandræðanna. Þá vekur talsverða athygli að Arnór Gunnarsson, sem þótti standa sig vel á Spáni í janúar, er ekki valinn í liðið nú. Aðrir HM-farar sem detta út eru Ólafur Guðmundsson, Ernir Hrafn Arnarson, Hreiðar Levý Guðmundsson og Fannar Friðgeirsson auk Vignis. Aron landsliðsþjálfari fór með þrjá markverði á HM á Spáni en skilur nú Hreiðar Levý eftir fyrir utan hóp. Fjórir leikmenn íslenska liða voru einnig valdir í æfingahóp fyrir seinni leikinn gegn Slóvenum.Íslenska landsliðið:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar Björgvin Páll Gústavsson, MagdeburgVinstri hornamenn: Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar LöwenVinstri skyttur: Aron Pálmarsson, THW Kiel Ólafur Gústafsson, FlensburgLeikstjórnendur: Snorri Steinn Guðjónsson, GOG Ólafur Bjarki Ragnarsson, EmsdettenHægri skyttur: Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball Rúnar Kárason, TV GrosswallstadtHægra horn: Þórir Ólafsson, KS Vive Targi KielceLínumenn: Atli Ævar Ingólfsson, Sönderjyske Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar Róbert Gunnarsson, Paris HandballVarnarmenn: Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt Ingimundur Ingimundarson, ÍRTil æfinga á Íslandi: Daníel Freyr Andrésson, FH Bjarki Már Elísson, HK Róbert Aron Hostert, Fram Ragnar Jóhannsson, FH
Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira