Innlent

Fundu bilunina í nótt sem sló út rafmangið í Árnessýslu

Hópur línumanna frá Landsneti fann í nótt bilunina sem olli rafmagnsleysi nánast um alla Árnessýslu undir kvöld í gær.

Þá fór straumur af línunni frá Sogsvirkjunum og niður á Selfoss, en fljótlega tókst að koma rafmagni á helstu þéttbýliskjarna aftur í gegnum gamla línu frá Hellu, og síðan á sveitirnar, en hún flytur ekki eins mikla orku og Sogslínan.

Bilunin reyndist vera í spenni í tengivirki á Ljósafossi og er viðgerð ekki hafin, því hugsanlega þarf að taka rafmagnið aftur af, á meðan á henni stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×