Innlent

Seðlabankinn telur krónuna of veika

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Seðlabankinn er hættur að stunda regluleg inngrip á gjaldeyrismarkaði. Seðlabankinn telur að krónan veiking krónunnar að undanförnu hafi verið ósækilega mikil. Ákvörðunin er túlkuð sem liður í stuðningi við krónuna.

Seðlabankinn tilkynnti nú síðdegis að bankinn hefði gert hlé á reglulegum gjaldeyriskaupum bankans af viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaði.

Frá september 2010 hefur bankinn keypt vikulega gjaldeyri af miðlurum, fyrst hálfa milljón evra af hverjum miðlara og svo frá júlí 2012 eina milljón evra, sem samsvarar hálfum milljarði króna í viku hverri. Á heildina litið námu gjaldeyriskaup Seðlabankans til dæmis rúmum 20 milljörðum í fyrra.

Seðlabankinn telur að gengislækkun krónunnar á síðustu vikum hafi verið óæskilega mikil, einkum þar sem hún tengdist að verulegu leyti tímabundnum þáttum. Seðlabankinn telur því eðlilegt að gera hlé á þessum kaupum.

Hvers vegna er bankinn að gera þetta?

„Það má í raun segja að þeir séu að gera þetta til þess að styðja við krónuna. Þeir telja að krónan sé tímabundið of veik. Hún hefur auðvitað átt undir högg að sækja á undanförnum mánuðum. Og með því að tilkynna að þeir ætli að gera hlé á reglulegum kaupum eru þeir í raun að styðja við krónuna á komandi vikum og mánuðum," segir Ásdís Kristjánsdóttir sem stýrir greiningu Arion banka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×