Innlent

Má búast við frekari skjálftum

Myndin sýnir upptök skjálfta 2. og 3. apríl. Stærstu skjálftarnir eru sýndir með svörtum stjörnum. Nokkrir aðrir skjálftar í skjálftaröðinni eru sýndir með rauðleitum hringjum. Svarthvítu táknin sýna brotlausnir stærstu skjálftanna. Brúnu strikalínurnar sýna Húsavíkurmisgengið og brúnu punktalínurnar eldstöðvakerfi (P. Einarsson og K. Sæmundsson, 1987). Einnig eru sýnd nokkur önnur misgengi á svæðinu með svörtum línum (McMaster ofl. 1977).
Myndin sýnir upptök skjálfta 2. og 3. apríl. Stærstu skjálftarnir eru sýndir með svörtum stjörnum. Nokkrir aðrir skjálftar í skjálftaröðinni eru sýndir með rauðleitum hringjum. Svarthvítu táknin sýna brotlausnir stærstu skjálftanna. Brúnu strikalínurnar sýna Húsavíkurmisgengið og brúnu punktalínurnar eldstöðvakerfi (P. Einarsson og K. Sæmundsson, 1987). Einnig eru sýnd nokkur önnur misgengi á svæðinu með svörtum línum (McMaster ofl. 1977). Mynd/Veðurstofa Íslands
Skjálftavirknin í Skjálfandadjúpi hefur færst bæði til norðvesturs og suðausturs af meginskjálftanum sem var af stærð 5,5 um eittleytið aðfaranótt 2. apríl samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Í gærmorgun rétt fyrir kl. 9 varð skjálfti af stærð 4,7 með upptök á siggengissprungu um 7-8 km norðvestur af meginskjálftanum.

Í gærkvöldi fór að myndast ný skjálftaþyrping um 15-20 km suðaustur af stærsta skjálftanum. Tveir allsnarpir skjálftar urðu þar um ellefuleytið í gærkvöldi. Sá fyrri var af stærð 4,7 kl. 22:52 og sá síðari var 4,6 kl. 23:05. Báðir skjálftarnir fundust allvíða á Norðurlandi.

Í nótt hafa margir skjálftar mælst milli 3 og 4 að stærð. Til dæmis varð skjálfti af stærð 4 með upptök nokkru suðvestan við skjálftana sem urðu um ellefuleytið og eru þeir allir sniðgengisskjálftar á norðaustlægum sprungum. Í kjölfarið hefur skjálftavirknin verið að hlaupa á milli þyrpinganna í Skjálfandadjúpi, allt norðaustan við Grímsey og suðaustur undir Tjörnesgrunn.

Skjálftavirknin er ennþá mjög mikil og áfram má búast við skjálftum af svipaðri stærð á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×