Innlent

Gefa sig aðallega í sprengjuárásum

Perlan í Öskjuhlíðinni.
Perlan í Öskjuhlíðinni.
„Þetta er ekkert glæsileg tilhugsun að tankur í Öskjuhlíðinni rifni," segir Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.

Eiríkur sat fyrir svörum í Reykjavík Síðdegis varðandi hvað myndi gerast ef heitt vatn byrjaði að fossa úr tönkunum.

„Það er erfitt að sjá það fyrir sér. Það er bara þannig að þar sem við erum með heitt vatn er auðvelt að sjá fyrir sér að hættulegt ástand geti skapast. Og það hefur gerst," segir Eiríkur. Rifjaði hann upp að tvö börn brenndu sig á Geysissvæðinu nú síðast á Skírdag.

Vatn er í fimm tönkum af sex í Öskjuhlíðinni. Eiríkur segist vona til þess að svo verði næstu áratugi.

„Þeir gegna tvíþættum tilgangi. Sumir geyma vatn og miðla því. Hinir tveir eru uppblöndunartankar. Hitaveitusvæðið í kringum Hilton hótelið og í Laugarnesinu, þaðan kemur vatn upp undir 120 °C heitt. Það er leitt upp á Öskjuhlíð og blandað saman við bakrásarvatn frá húsunum áður en það fer aftur út um 80°C heitt."

Hann segir afar sjaldfægt að tankar líkt og þeir sem standi í Öskjuhlíðinni gefi sig.

„Þetta eru traust mannvirki. Maður fréttir ekki af því að þeir gefi sig nema við sprengjuárás eða eitthvað svoleiðis," segir Eiríkur. Hægt er að hlusta á viðtalið við Eirík í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×