Varðstaðan um vatnið Álfheiður Ingadóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Þingvallavatn er þjóðargersemi. Í vatninu þrífast fjögur afbrigði af heimskautableikju og tvö af hornsíli og vegna þessa hefur Þingvallavatn verið réttnefnt Galapagos norðursins. En meira kemur til: stórurriðinn sem næstum var útrýmt með virkjunum sunnan við vatnið er á uppleið og nýlega fundust þar tvær tegundir marflóa sem hvergi finnast annars staðar í heiminum. Nú steðja hins vegar hættur að Þingvallavatni. Vöktun sýnir að rýni í vatninu minnkar og þörungagróður vex vegna niturákomu. Þingvallanefnd og umhverfisráðuneytið vinna að því að festa vöktun vatnsins í sessi og sjálf sé ég fyrir mér sérstaka rannsóknastöð þar í líkingu við Rannsóknastöðina á Mývatni. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er friðlýstur helgistaður eins og segir í lögum og þar eiga allir hópar sama rétt til að njóta náttúrunnar og helgi staðarins. Mörg stóryrði hafa fallið vegna ákvörðunar Þingvallanefndar um að banna næturveiði í landi þjóðgarðsins, nú síðast frá formanni Skotvíss, sem telur bannið stafa af „þekkingarleysi“ undirritaðrar „á veiði og veiðimönnum“. Nú er ég ekki sérfræðingur í að drepa dýr, hvorki með skotvopnum né veiðistöng, en sem líffræðingur hef ég ágæta þekkingu á því hvaða áhrif framandi lífverur og eiturefni geta haft á vistkerfi Þingvallavatns. Veiðiþjófnaður með ólöglegri og hættulegri beitu hefur þrifist þar í skjóli nætur og því miður hafa líka verið haldin ófá „veiðipartí“ í þjóðgarðinum um nætur. Þessu viljum við öll breyta. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Landssamband stangveiðimanna og Veiðikortið hafa nú tekið höndum saman við þjóðgarðinn um að vernda vatnið og bæta veiðimenningu þar. Fyrir liggur tillaga frá þjóðgarðsverði um að heimila aftur næturveiði í sumar, tekin verði upp veiðivarsla um nætur og veiðifélögin taki að sér e.k. „nágrannagæslu“. Sameiginlegt átak verður gert í fræðslu um lífríki vatnsins og stangveiðar í landi þjóðgarðsins. Þetta er góð niðurstaða. Þó að lögsaga þjóðgarðsins sé ekki stór miðað við stærð Þingvallavatns þá er þetta samkomulag mikilvægt skref til að vernda vatnið og lífríki þess. Umræðan síðustu daga hefur þannig orðið til góðs og mun hafa áhrif út fyrir landamerki þjóðgarðsins. Mestu skiptir að allir stefna að sama marki: Að efla varðstöðuna um Þingvallavatn og einstakt lífríki þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þingvallavatn er þjóðargersemi. Í vatninu þrífast fjögur afbrigði af heimskautableikju og tvö af hornsíli og vegna þessa hefur Þingvallavatn verið réttnefnt Galapagos norðursins. En meira kemur til: stórurriðinn sem næstum var útrýmt með virkjunum sunnan við vatnið er á uppleið og nýlega fundust þar tvær tegundir marflóa sem hvergi finnast annars staðar í heiminum. Nú steðja hins vegar hættur að Þingvallavatni. Vöktun sýnir að rýni í vatninu minnkar og þörungagróður vex vegna niturákomu. Þingvallanefnd og umhverfisráðuneytið vinna að því að festa vöktun vatnsins í sessi og sjálf sé ég fyrir mér sérstaka rannsóknastöð þar í líkingu við Rannsóknastöðina á Mývatni. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er friðlýstur helgistaður eins og segir í lögum og þar eiga allir hópar sama rétt til að njóta náttúrunnar og helgi staðarins. Mörg stóryrði hafa fallið vegna ákvörðunar Þingvallanefndar um að banna næturveiði í landi þjóðgarðsins, nú síðast frá formanni Skotvíss, sem telur bannið stafa af „þekkingarleysi“ undirritaðrar „á veiði og veiðimönnum“. Nú er ég ekki sérfræðingur í að drepa dýr, hvorki með skotvopnum né veiðistöng, en sem líffræðingur hef ég ágæta þekkingu á því hvaða áhrif framandi lífverur og eiturefni geta haft á vistkerfi Þingvallavatns. Veiðiþjófnaður með ólöglegri og hættulegri beitu hefur þrifist þar í skjóli nætur og því miður hafa líka verið haldin ófá „veiðipartí“ í þjóðgarðinum um nætur. Þessu viljum við öll breyta. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Landssamband stangveiðimanna og Veiðikortið hafa nú tekið höndum saman við þjóðgarðinn um að vernda vatnið og bæta veiðimenningu þar. Fyrir liggur tillaga frá þjóðgarðsverði um að heimila aftur næturveiði í sumar, tekin verði upp veiðivarsla um nætur og veiðifélögin taki að sér e.k. „nágrannagæslu“. Sameiginlegt átak verður gert í fræðslu um lífríki vatnsins og stangveiðar í landi þjóðgarðsins. Þetta er góð niðurstaða. Þó að lögsaga þjóðgarðsins sé ekki stór miðað við stærð Þingvallavatns þá er þetta samkomulag mikilvægt skref til að vernda vatnið og lífríki þess. Umræðan síðustu daga hefur þannig orðið til góðs og mun hafa áhrif út fyrir landamerki þjóðgarðsins. Mestu skiptir að allir stefna að sama marki: Að efla varðstöðuna um Þingvallavatn og einstakt lífríki þess.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun