Hamingja kvenna Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2013 09:00 mynd/Daníel Ragnheiður Ólafsdóttir er Lalla Laufdal; kristniboði og prestur með áherslu á heilbrigð samskipti kynjanna. Hún segir hjónabandið heilagt. „Ég er opin með mína trú og hef ekkert að fela. Ég er með þetta prestshjarta og langar að þjóna og hjálpa öðrum,“ segir Lalla sem tók lifandi trú þegar hún varð 25 ára og hélt utan til Bandaríkjanna þar sem hún lauk meistaraprófi í guðfræði. Að námi loknu starfaði Lalla sem prestur í Boðunarkirkjunni en vinnur nú við kristilega samskiptaþjálfun og pararáðgjöf. „Í sögu heimsins hefur aldrei verið jafn mikið um hjónaskilnaði og nú. Af öllum skilnuðum sem fram fara sækja konur í 85 prósent tilvika um skilnað vegna þess að þær fá ekki tilfinningalega svörun í hjónabandi sínu og finnst maðurinn ekki skilja sig,“ segir Lalla sem hefur rannsakað samskipti kynjanna í árafjöld og hefur vakið athygli fyrir pistla sína um samskipti kynjanna og kristna trú á YouTube. „Margir eiga mjög brotið líf vegna erfiðra samskipta í hjónabandi og samböndum og sjálf hef ég upplifað skilnað sem var sársaukafyllsta reynsla sem ég hef gengið í gegnum. Því veit ég af eigin reynslu að persónulegt líf og hjónaband skiptir mestu í daglegri tilveru fólks og þegar það tvennt er ekki í lagi þýðir lítt að prédika um annað. Það er hjartað sem þarf að vera heilt,“ segir Lalla. Lalla er dóttir Ólafs Laufdal og Kristínar Ketilsdóttur sem ráku skemmtistaðina Hollywood, Broadway og Hótel Ísland á árum áður. „Ég byrjaði fjórtán ára að vinna á skemmtistöðum foreldra minna og lærði til þjóns. Á sama tíma var ég saklaus unglingur og óneitanlega sérstakt að eiga mestallt líf sitt inni á skemmtistöðum. Ég er þakklát fyrir þá lífsreynslu; ég fullorðnaðist við það að mörgu leyti, lærði að taka ábyrgð og sá inn í heim fullorðinna sem var mikill skóli,“ segir Lalla sem var mjög trúuð á æskuárunum. „Þegar unglingsárunum sleppti var ég andlega leitandi og sótti mikið til miðla og spákvenna. Síðar fann ég sterka þörf til að snúa mér að Biblíunni og fór á Biblíunámskeið þar sem ég heillaðist af boðskap hennar, var tilbúin og hef ekki snúið aftur.“ Lalla segir trúna vera þröngan veg að feta. „Margir halda að syndir þeirra hafi engin áhrif. Dæmi um slíkt er framhjáhald sem margir halda að komist ekki upp en þegar upp er staðið eyðileggur það sálina og grefur undan persónuleikanum, hjónabandinu, fjölskyldunni og öllu öðru. Lausnin felst í að viðurkenna syndirnar og vinna með hjartað. Í dag eru margir uppteknir í líkamsrækt en ég vinn með tilfinningalegt heilbrigði og finnst tími til kominn að sinna sálinni líka, skoða hvað þar er að gerast og af hverju svo mörgum líður illa.“ Löllu er umhugað um velferð kvenna. „Konur eru miklar tilfinningaverur með flögrandi tilfinningar á meðan karlar setja tilfinningar sínar í box. Þær leita að tilfinningalegri nálægð við karlmenn en þegar þær ná ekki að heilla þá tilfinningalega nota þær líkama sinn sem lím og bjóða honum kynlíf í trú um að gott kynlíf haldi manninum hjá þeim. Það gæti ekki verið meiri misskilningur því karlmenn tengja ekki kynlíf og tilfinningar saman til að byrja með. Þeir geta fengið fullkomna útrás í kynlífi án þess að vera ástfangnir en þegar kona stundar kynlíf með karli gerist eitthvað efnafræðilegt hjá henni, hún fellur fyrir honum og verður tilfinningalega háð honum,“ segir Lalla og leggur til að konur reyni að tengjast körlum tilfinningalega til að fá þá aðdáun og virðingu sem þær eiga skilið. „Það er hagstætt fyrir karla að geta fengið ódýrt kynlíf og labba svo burt á þeim forsendum að þeir séu ekki tilbúnir í samband. Því segi ég að konur eigi ekki að gefa kynlíf nema samningur sé á borðinu og hjónaband í vændum. Konur vita líka að kynlíf er ekki svarið. Þær þurfa að heiðra eigin tilfinningar og fyrst þá eru þær komnar með gullpálmann í hendur því allir karlmenn vilja vera með þannig konu.“ Að sögn Löllu er tilfinningaheimur karla og kvenna gjörólíkur. „Mesti misskilningur á milli kynja er að konur koma fram við karla eins og þeir séu konur og karlar við konur eins og þær séu karlar. Mörg hjón eru gift í áratugi en tala aldrei saman því þau kunna ekki að nálgast hvort annað. Kynin eru tvö með ólíka tilfinningalega tjáningu og hana þarf að kenna. Lífið er gott þegar maður á í ástarsambandi sem gefur tilfinningalega svörun en margir fá ekki þann skilning hjá mökum sínum og eru því rosalega einmana, ekki síst karlar. Konur nota vinkonur sínar og hætta að tala við mennina en það er mjög misráðið því helgast af öllu er hjónabandið og þar á mesta nándin að vera.“ Lalla er jafnréttissinni en segir konur þurfa að leyfa sér að vera konur. „Við þurfum að hætta að vera töff og senda í staðinn út skilaboð um að við séum konur og það eigi að koma fram við okkur eins og konur. Konur geta allt sem þær vilja en geta aldrei orðið eins og karlar. Þær eru hamingjusamar þegar þær leyfa karlinum að vera leiðtoginn á heimilinu. Þegar hann er sterkur nýtur hann virðingar og þær laðast meira að honum kynferðislega. Á móti missa þær virðingu fyrir körlum þegar þær ná að sveigja þá, stjórna, skipa og stýra. Með þessu er ég ekki að segja konum að vera undirgefnar og hlýðnar og í raun hjálpa ég körlunum frekar að vera ekki of undirgefnir því konur taka alls staðar stjórnina.“ Lalla segist þakklát fyrir að hafa átt þátt í að bjarga hjónaböndum og samböndum og upplifa þegar kona breytist úr því að hafa brotna sjálfsmynd yfir í að líða sem drottningu. „Ef kona gefur sig ódýrt og betlar ást einhvers er hún lítið annað en betlari. Hún þarf að læra að vera drottning og þá kemur rétti maðurinn til hennar.“ Fróðleikur og upplýsingar um námskeið og ráðgjöf Löllu Laufdal er á Facebook, undir Samskiptaformúlan og Aðdráttarafl kvenna. Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Ragnheiður Ólafsdóttir er Lalla Laufdal; kristniboði og prestur með áherslu á heilbrigð samskipti kynjanna. Hún segir hjónabandið heilagt. „Ég er opin með mína trú og hef ekkert að fela. Ég er með þetta prestshjarta og langar að þjóna og hjálpa öðrum,“ segir Lalla sem tók lifandi trú þegar hún varð 25 ára og hélt utan til Bandaríkjanna þar sem hún lauk meistaraprófi í guðfræði. Að námi loknu starfaði Lalla sem prestur í Boðunarkirkjunni en vinnur nú við kristilega samskiptaþjálfun og pararáðgjöf. „Í sögu heimsins hefur aldrei verið jafn mikið um hjónaskilnaði og nú. Af öllum skilnuðum sem fram fara sækja konur í 85 prósent tilvika um skilnað vegna þess að þær fá ekki tilfinningalega svörun í hjónabandi sínu og finnst maðurinn ekki skilja sig,“ segir Lalla sem hefur rannsakað samskipti kynjanna í árafjöld og hefur vakið athygli fyrir pistla sína um samskipti kynjanna og kristna trú á YouTube. „Margir eiga mjög brotið líf vegna erfiðra samskipta í hjónabandi og samböndum og sjálf hef ég upplifað skilnað sem var sársaukafyllsta reynsla sem ég hef gengið í gegnum. Því veit ég af eigin reynslu að persónulegt líf og hjónaband skiptir mestu í daglegri tilveru fólks og þegar það tvennt er ekki í lagi þýðir lítt að prédika um annað. Það er hjartað sem þarf að vera heilt,“ segir Lalla. Lalla er dóttir Ólafs Laufdal og Kristínar Ketilsdóttur sem ráku skemmtistaðina Hollywood, Broadway og Hótel Ísland á árum áður. „Ég byrjaði fjórtán ára að vinna á skemmtistöðum foreldra minna og lærði til þjóns. Á sama tíma var ég saklaus unglingur og óneitanlega sérstakt að eiga mestallt líf sitt inni á skemmtistöðum. Ég er þakklát fyrir þá lífsreynslu; ég fullorðnaðist við það að mörgu leyti, lærði að taka ábyrgð og sá inn í heim fullorðinna sem var mikill skóli,“ segir Lalla sem var mjög trúuð á æskuárunum. „Þegar unglingsárunum sleppti var ég andlega leitandi og sótti mikið til miðla og spákvenna. Síðar fann ég sterka þörf til að snúa mér að Biblíunni og fór á Biblíunámskeið þar sem ég heillaðist af boðskap hennar, var tilbúin og hef ekki snúið aftur.“ Lalla segir trúna vera þröngan veg að feta. „Margir halda að syndir þeirra hafi engin áhrif. Dæmi um slíkt er framhjáhald sem margir halda að komist ekki upp en þegar upp er staðið eyðileggur það sálina og grefur undan persónuleikanum, hjónabandinu, fjölskyldunni og öllu öðru. Lausnin felst í að viðurkenna syndirnar og vinna með hjartað. Í dag eru margir uppteknir í líkamsrækt en ég vinn með tilfinningalegt heilbrigði og finnst tími til kominn að sinna sálinni líka, skoða hvað þar er að gerast og af hverju svo mörgum líður illa.“ Löllu er umhugað um velferð kvenna. „Konur eru miklar tilfinningaverur með flögrandi tilfinningar á meðan karlar setja tilfinningar sínar í box. Þær leita að tilfinningalegri nálægð við karlmenn en þegar þær ná ekki að heilla þá tilfinningalega nota þær líkama sinn sem lím og bjóða honum kynlíf í trú um að gott kynlíf haldi manninum hjá þeim. Það gæti ekki verið meiri misskilningur því karlmenn tengja ekki kynlíf og tilfinningar saman til að byrja með. Þeir geta fengið fullkomna útrás í kynlífi án þess að vera ástfangnir en þegar kona stundar kynlíf með karli gerist eitthvað efnafræðilegt hjá henni, hún fellur fyrir honum og verður tilfinningalega háð honum,“ segir Lalla og leggur til að konur reyni að tengjast körlum tilfinningalega til að fá þá aðdáun og virðingu sem þær eiga skilið. „Það er hagstætt fyrir karla að geta fengið ódýrt kynlíf og labba svo burt á þeim forsendum að þeir séu ekki tilbúnir í samband. Því segi ég að konur eigi ekki að gefa kynlíf nema samningur sé á borðinu og hjónaband í vændum. Konur vita líka að kynlíf er ekki svarið. Þær þurfa að heiðra eigin tilfinningar og fyrst þá eru þær komnar með gullpálmann í hendur því allir karlmenn vilja vera með þannig konu.“ Að sögn Löllu er tilfinningaheimur karla og kvenna gjörólíkur. „Mesti misskilningur á milli kynja er að konur koma fram við karla eins og þeir séu konur og karlar við konur eins og þær séu karlar. Mörg hjón eru gift í áratugi en tala aldrei saman því þau kunna ekki að nálgast hvort annað. Kynin eru tvö með ólíka tilfinningalega tjáningu og hana þarf að kenna. Lífið er gott þegar maður á í ástarsambandi sem gefur tilfinningalega svörun en margir fá ekki þann skilning hjá mökum sínum og eru því rosalega einmana, ekki síst karlar. Konur nota vinkonur sínar og hætta að tala við mennina en það er mjög misráðið því helgast af öllu er hjónabandið og þar á mesta nándin að vera.“ Lalla er jafnréttissinni en segir konur þurfa að leyfa sér að vera konur. „Við þurfum að hætta að vera töff og senda í staðinn út skilaboð um að við séum konur og það eigi að koma fram við okkur eins og konur. Konur geta allt sem þær vilja en geta aldrei orðið eins og karlar. Þær eru hamingjusamar þegar þær leyfa karlinum að vera leiðtoginn á heimilinu. Þegar hann er sterkur nýtur hann virðingar og þær laðast meira að honum kynferðislega. Á móti missa þær virðingu fyrir körlum þegar þær ná að sveigja þá, stjórna, skipa og stýra. Með þessu er ég ekki að segja konum að vera undirgefnar og hlýðnar og í raun hjálpa ég körlunum frekar að vera ekki of undirgefnir því konur taka alls staðar stjórnina.“ Lalla segist þakklát fyrir að hafa átt þátt í að bjarga hjónaböndum og samböndum og upplifa þegar kona breytist úr því að hafa brotna sjálfsmynd yfir í að líða sem drottningu. „Ef kona gefur sig ódýrt og betlar ást einhvers er hún lítið annað en betlari. Hún þarf að læra að vera drottning og þá kemur rétti maðurinn til hennar.“ Fróðleikur og upplýsingar um námskeið og ráðgjöf Löllu Laufdal er á Facebook, undir Samskiptaformúlan og Aðdráttarafl kvenna.
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira