Þarfasta þörfin Björk Vilhelmsdóttir skrifar 12. nóvember 2013 06:00 Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi nýverið um uppbyggingu hjúkrunarrýma í Reykjavík kemur fram sú óhugnanlega staðreynd að innan fárra ára verða hundruð aldraðra Reykvíkinga á biðlista eftir hjúkrunarrými, eftir að hafa fengið samþykkt að þau hafi þörf fyrir slíkt rými með svokölluðu færni- og heilsufarsmati. Árið 2008 var gerð áætlun af þáverandi ríkisstjórn um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Áætlunin byggði á biðlistum og samráði við sveitarfélög. Þar var gert ráð fyrir 60 rýma hjúkrunarheimili á Sléttuvegi í Reykjavík sem byggt yrði á árunum 2010–2011. Þá var ráðgerð uppbygging víða á landinu sem og á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg gerði í framhaldinu samkomulag við Hrafnistu um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar á Sléttuvegi og byggingu 100 þjónustuíbúða sem áttu að tengjast hjúkrunarheimilinu, til hagræðingar bæði fyrir íbúa og samfélag.Sléttuvegur á áætlun frá 2008 Allar götur síðan 2008 hefur Reykjavíkurborg gert ráð fyrir hjúkrunarheimilinu á Sléttuvegi, bæði í skipulagi og fyrirhugaðri þjónustu. Ítrekað hefur verið við velferðarráðuneytið og velferðarráðherra að þessi uppbygging fari af stað og síðan verði horft til framtíðar með tilliti til fyrirsjáanlegrar fjölgunar aldraðra. Satt best að segja hafa yfirvöld velferðarmála aðallega verið upptekin af því að uppfylla óskir landsbyggðarinnar, en gleymt höfuðborginni. Þegar Reykjavíkurborg leitaði eftir samkomulagi við ríkið um fjármögnun með svokallaðri leiguleið, var búið að festa allt fé til framtíðar. Reykjavíkurborg hefur lagt fram ýmsar upplýsingar sem sýna hversu þörfin er brýn hér í borginni og eftir áralangt þref var loks skrifað undir viljayfirlýsingu milli velferðarráðherra og borgaryfirvalda sl. vor. Var það afrakstur áralangrar vinnu milli aðila og ljóst að öll sanngirnisrök studdu viðurkenningu ráðuneytisins á brýnni þörf aldraðra borgarbúa. Efast ég um að jafnítarleg þarfagreining hafi átt sér stað fyrir annarri uppbyggingu sem samþykkt hefur verið. Nú segir heilbrigðisráðherra að ekki sé hægt að standa við þessa yfirlýsingu, þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdanna. Það er vandi ríkisins, ekki borgar eða borgarbúa. Við í Reykjavík getum og viljum borga okkar hlut.Heimaþjónustan örugg í Reykjavík Allt frá árinu 2004 hefur borgin verið að þróa samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Fyrst í tveimur tilraunaverkefnum, en frá árinu 2009 tók borgin alfarið við heimahjúkrun. Í Reykjavík búa nú hlutfallslega færri aldraðir á hjúkrunarheimilum en í öðrum byggðarlögum. Fækkunin er hagkvæm fyrir samfélagið, en aðallega jákvæð fyrir fólk sem vill vera heima og fær til þess viðeigandi þjónustu. Ástæðan er að sú að fólk getur búið lengur heima í Reykjavík vegna þess hversu örugg heimaþjónustan er og Landspítalinn getur útskrifað Reykvíkinga fyrr heim en aðra af sömu ástæðu. Borgin er því ekki Þrándur í Götu í öldrunarmálum eins og sumir vilja vera láta, heldur þvert á móti Íslandsmeistari í öruggri heimaþjónustu. En þegar fólk vill ekki og getur ekki verið heima þarf það að eiga kost á hjúkrunarvist. Nýjar tölur um fleiri hundruð manns á biðlista í nánustu framtíð eru því ógnvekjandi.47 bíða á hverjum degi Í dag bíða að jafnaði 47 aldraðir á Landspítalanum eftir að meðferð lýkur eftir plássi á hjúkrunarheimili. Sá fjöldi vex með fjölgun aldraðra og á meðan ekki eru önnur hjúkrunarúrræði til staðar. Í þessum mánuði bætast að vísu við 40 ný hjúkrunarrými á Vífilsstöðum, og er það afar jákvætt. En þau rými munu aðeins létta af álaginu í 1–2 ár að mati sérfræðinga. Það tekur 2-3 ár að byggja hjúkrunarheimili. Við getum því ekki beðið og þurfum strax að byrja á Sléttuvegi. Önnur uppbygging kemur síðan í kjölfarið á grundvelli ítarlegrar og faglegrar þarfagreiningar og mun þá og þannig mæta fjölgun aldraðra. Reykjavíkurborg, aldraðir Reykvíkingar og aðstandendur þeirra geta ekki beðið eftir að hefja framkvæmdir og það er orðið tímabært að byrja á því hjúkrunarheimili sem ríkið hefur haft í sínum áætlunum frá árinu 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi nýverið um uppbyggingu hjúkrunarrýma í Reykjavík kemur fram sú óhugnanlega staðreynd að innan fárra ára verða hundruð aldraðra Reykvíkinga á biðlista eftir hjúkrunarrými, eftir að hafa fengið samþykkt að þau hafi þörf fyrir slíkt rými með svokölluðu færni- og heilsufarsmati. Árið 2008 var gerð áætlun af þáverandi ríkisstjórn um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Áætlunin byggði á biðlistum og samráði við sveitarfélög. Þar var gert ráð fyrir 60 rýma hjúkrunarheimili á Sléttuvegi í Reykjavík sem byggt yrði á árunum 2010–2011. Þá var ráðgerð uppbygging víða á landinu sem og á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg gerði í framhaldinu samkomulag við Hrafnistu um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar á Sléttuvegi og byggingu 100 þjónustuíbúða sem áttu að tengjast hjúkrunarheimilinu, til hagræðingar bæði fyrir íbúa og samfélag.Sléttuvegur á áætlun frá 2008 Allar götur síðan 2008 hefur Reykjavíkurborg gert ráð fyrir hjúkrunarheimilinu á Sléttuvegi, bæði í skipulagi og fyrirhugaðri þjónustu. Ítrekað hefur verið við velferðarráðuneytið og velferðarráðherra að þessi uppbygging fari af stað og síðan verði horft til framtíðar með tilliti til fyrirsjáanlegrar fjölgunar aldraðra. Satt best að segja hafa yfirvöld velferðarmála aðallega verið upptekin af því að uppfylla óskir landsbyggðarinnar, en gleymt höfuðborginni. Þegar Reykjavíkurborg leitaði eftir samkomulagi við ríkið um fjármögnun með svokallaðri leiguleið, var búið að festa allt fé til framtíðar. Reykjavíkurborg hefur lagt fram ýmsar upplýsingar sem sýna hversu þörfin er brýn hér í borginni og eftir áralangt þref var loks skrifað undir viljayfirlýsingu milli velferðarráðherra og borgaryfirvalda sl. vor. Var það afrakstur áralangrar vinnu milli aðila og ljóst að öll sanngirnisrök studdu viðurkenningu ráðuneytisins á brýnni þörf aldraðra borgarbúa. Efast ég um að jafnítarleg þarfagreining hafi átt sér stað fyrir annarri uppbyggingu sem samþykkt hefur verið. Nú segir heilbrigðisráðherra að ekki sé hægt að standa við þessa yfirlýsingu, þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdanna. Það er vandi ríkisins, ekki borgar eða borgarbúa. Við í Reykjavík getum og viljum borga okkar hlut.Heimaþjónustan örugg í Reykjavík Allt frá árinu 2004 hefur borgin verið að þróa samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Fyrst í tveimur tilraunaverkefnum, en frá árinu 2009 tók borgin alfarið við heimahjúkrun. Í Reykjavík búa nú hlutfallslega færri aldraðir á hjúkrunarheimilum en í öðrum byggðarlögum. Fækkunin er hagkvæm fyrir samfélagið, en aðallega jákvæð fyrir fólk sem vill vera heima og fær til þess viðeigandi þjónustu. Ástæðan er að sú að fólk getur búið lengur heima í Reykjavík vegna þess hversu örugg heimaþjónustan er og Landspítalinn getur útskrifað Reykvíkinga fyrr heim en aðra af sömu ástæðu. Borgin er því ekki Þrándur í Götu í öldrunarmálum eins og sumir vilja vera láta, heldur þvert á móti Íslandsmeistari í öruggri heimaþjónustu. En þegar fólk vill ekki og getur ekki verið heima þarf það að eiga kost á hjúkrunarvist. Nýjar tölur um fleiri hundruð manns á biðlista í nánustu framtíð eru því ógnvekjandi.47 bíða á hverjum degi Í dag bíða að jafnaði 47 aldraðir á Landspítalanum eftir að meðferð lýkur eftir plássi á hjúkrunarheimili. Sá fjöldi vex með fjölgun aldraðra og á meðan ekki eru önnur hjúkrunarúrræði til staðar. Í þessum mánuði bætast að vísu við 40 ný hjúkrunarrými á Vífilsstöðum, og er það afar jákvætt. En þau rými munu aðeins létta af álaginu í 1–2 ár að mati sérfræðinga. Það tekur 2-3 ár að byggja hjúkrunarheimili. Við getum því ekki beðið og þurfum strax að byrja á Sléttuvegi. Önnur uppbygging kemur síðan í kjölfarið á grundvelli ítarlegrar og faglegrar þarfagreiningar og mun þá og þannig mæta fjölgun aldraðra. Reykjavíkurborg, aldraðir Reykvíkingar og aðstandendur þeirra geta ekki beðið eftir að hefja framkvæmdir og það er orðið tímabært að byrja á því hjúkrunarheimili sem ríkið hefur haft í sínum áætlunum frá árinu 2008.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar