Ríkri þjóð ber skylda að hjálpa þeim örsnauðustu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 12. nóvember 2013 07:30 "Mér finnst þetta mjög sorgleg tillaga og hún er mjög miskunnarlaus. Ekki síst í ljósi þess að þó svo að Ísland hafi gengið í gegnum bankahrun fyrir fimm árum, þá erum við ennþá í hópi ríkustu þjóða heims,“ segir Össur. mynd/365 Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til að framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun framlaga til þeirra verði dregin til baka. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir tillöguna nöturlega og ef farið verði að henni séu Íslendingar að brjóta loforð og skuldbindingar sem Alþingi hafi gefið blásnauðustu þjóðum heims. „Mér finnst þetta mjög sorgleg tillaga og hún er mjög miskunnarlaus. Ekki síst í ljósi þess að þó svo að Ísland hafi gengið í gegnum bankahrun fyrir fimm árum, þá erum við ennþá í hópi ríkustu þjóða heims,“ segir Össur. Hann segist vera þeirrar skoðunar að ríkri þjóð beri siðferðisleg skylda til að láta af hendi rakna til að hjálpa þeim sem eru örsnauðastir í heiminum. Hann segir að þegar Alþingi hafi samþykkt að hækka framlög til þróunarmála fyrir einu og hálfu ári síðan hafi það verið gert einróma. Hann segir að meðal annars hafi núverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson farið í stól á Alþingi og lýst því yfir að honum litist vel á hækkunina og að hún væri raunsæ. Hann segir að Alþingi hafi meira að segja hækkað framlögin á þessum árum sem nú eru að ganga yfir. Össur segir að honum þyki tillagan sorgleg. „Ekki síst í ljósi þess að þessi framlög okkar fara að stórum hluta í að styrkja fátækustu mæður í heiminum og börn þeirra. Með bólusetningum og með því að afla þeim vatns og mennta bláfátækar kornungar konur sem verða mæður mjög snemma í þessum löndum.“ Hann segir að í ljósi þess að okkar framlög séu viðurkennd af mörgum þjóðum fyrir að vera sérstök að því leyti að þau renna til grasrótarsamtaka og til grasrótarhreyfinga á þessum svæðum sé hann ofandottinn. Það geri hann sorgbitinn að framsóknarflokkurinn sem kennir sig við félagshyggju, leggi nafn sitt við þessar tillögur.Þróunaraðstoð skiptir máli Össur segir að á síðustu árum hafi verið ákveðin breyting í því hvernig fé til þróunarlanda sé varið. Hann segir þátttöku heimamanna í ákvörðun skipta miklu og hún hafi aukist. Það sé minna um að það komi útlendar þjóðir, eins og til dæmis Íslands og segi hvað eigi að gera. Nú séu viðtakendur fjárframlagsins spurðir hvað sé mikilvægast. Hann nefnir dæmi um starfið úti. Til dæmis hafi verið reistur spítali í Malaví og honum fylgi fæðingardeildir úti í frumskógunum. Þangað komi konur langar leiðir til þess að fæða. Þessar deildir eigi stóran þátt í að fæðingardauði hefur snarminnkað á þessum svæðum. Hann minnir á að öll þróunaraðstoð skipti máli og þar sé Úganda gott dæmi. En Úganda hafi með þróunaraðstoð ýmissa landa náð að þokast upp fyrir fátæktarlínuna. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til að framlög til þróunarmála verði endurskoðuð og nýleg hækkun framlaga til þeirra verði dregin til baka. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir tillöguna nöturlega og ef farið verði að henni séu Íslendingar að brjóta loforð og skuldbindingar sem Alþingi hafi gefið blásnauðustu þjóðum heims. „Mér finnst þetta mjög sorgleg tillaga og hún er mjög miskunnarlaus. Ekki síst í ljósi þess að þó svo að Ísland hafi gengið í gegnum bankahrun fyrir fimm árum, þá erum við ennþá í hópi ríkustu þjóða heims,“ segir Össur. Hann segist vera þeirrar skoðunar að ríkri þjóð beri siðferðisleg skylda til að láta af hendi rakna til að hjálpa þeim sem eru örsnauðastir í heiminum. Hann segir að þegar Alþingi hafi samþykkt að hækka framlög til þróunarmála fyrir einu og hálfu ári síðan hafi það verið gert einróma. Hann segir að meðal annars hafi núverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson farið í stól á Alþingi og lýst því yfir að honum litist vel á hækkunina og að hún væri raunsæ. Hann segir að Alþingi hafi meira að segja hækkað framlögin á þessum árum sem nú eru að ganga yfir. Össur segir að honum þyki tillagan sorgleg. „Ekki síst í ljósi þess að þessi framlög okkar fara að stórum hluta í að styrkja fátækustu mæður í heiminum og börn þeirra. Með bólusetningum og með því að afla þeim vatns og mennta bláfátækar kornungar konur sem verða mæður mjög snemma í þessum löndum.“ Hann segir að í ljósi þess að okkar framlög séu viðurkennd af mörgum þjóðum fyrir að vera sérstök að því leyti að þau renna til grasrótarsamtaka og til grasrótarhreyfinga á þessum svæðum sé hann ofandottinn. Það geri hann sorgbitinn að framsóknarflokkurinn sem kennir sig við félagshyggju, leggi nafn sitt við þessar tillögur.Þróunaraðstoð skiptir máli Össur segir að á síðustu árum hafi verið ákveðin breyting í því hvernig fé til þróunarlanda sé varið. Hann segir þátttöku heimamanna í ákvörðun skipta miklu og hún hafi aukist. Það sé minna um að það komi útlendar þjóðir, eins og til dæmis Íslands og segi hvað eigi að gera. Nú séu viðtakendur fjárframlagsins spurðir hvað sé mikilvægast. Hann nefnir dæmi um starfið úti. Til dæmis hafi verið reistur spítali í Malaví og honum fylgi fæðingardeildir úti í frumskógunum. Þangað komi konur langar leiðir til þess að fæða. Þessar deildir eigi stóran þátt í að fæðingardauði hefur snarminnkað á þessum svæðum. Hann minnir á að öll þróunaraðstoð skipti máli og þar sé Úganda gott dæmi. En Úganda hafi með þróunaraðstoð ýmissa landa náð að þokast upp fyrir fátæktarlínuna.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent