Lífið

Fólkið verður að ráða

Leikarinn var ræðumaður á sjónvarpsráðstefnu í Edinborg.
Leikarinn var ræðumaður á sjónvarpsráðstefnu í Edinborg. nordicphotos/getty
Kevin Spacey hefur varað yfirmenn sjónvarpsstöðva við því að iðnaðurinn muni hrynja ef þeir gefa fólki ekki tækifæri til að horfa á sjónvarpsþætti hvenær sem það vill.

Óskarsverðlaunahafinn var ræðumaður á alþjóðlegri sjónvarpsráðstefnu í Edinborg þar sem hann lét þessi orð falla. Spacey sagðist óttast að sjónvarpsiðnaðurinn hljóti sömu örlög og tónlistariðnaðurinn og tapa gríðarlegum fjármunum, nema hann aðlagist markaðinum.

„Áhorfendurnir vilja stjórna sjálfir, þeir vilja frelsið. Sjónvarpsstöðvar sem hunsa þessar óskir munu dragast aftur úr. Og ef þær vilja ekki hlusta á þessar viðvörunarraddir munu áhorfendur þróast hraðar áfram en þær,“ sagði hann.

„Látið fólkið fá það sem það vill, þegar það vill og í því formi sem það vill. Ef verðið fyrir það er sanngjarnt er fólkið líklegra til að borga fyrir það í staðinn fyrir að stela því.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.