Innlent

Umhverfisstofnun segir síldardauðann ekki vera bráðamengnun

Umhverfisstofnun kemst að þeirri niðurstöðu í tilkynningu sem hún hefur sent frá sér, að umhverfisslysið í Kolgrafarfirði vegna síldardauðans þar, sé ekki bráðamengun, af því að hún sé ekki af mannavöldum.

Síldin hafi sjálf synt inn í fjörðinn, en ekki verið sturtað í hann. Samkvæmt þessu virðist stofnunin koma sér undan ákvæðum í reglugerð um viðbrögð við bráðamengun.

Heimamenn, sem búa við óþefinn af menguninni, segjast óhressir með þessar skýringar og líkja þeim við orðhengilshátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×