Háskólar fá minna fé en grunnskólar Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 26. júní 2013 12:00 Ísland er eina ríki OECD sem ver hlutfallslega meiri fjármunum til grunnskóla en til háskóla. Fréttablaðið/Anton Íslenskir nemendur útskrifast seinna úr bæði framhaldsskóla og háskóla en gengur og gerist meðal OECD-ríkjanna. Þá hafa Íslendingar þá sérstöðu að grunnskólar hér á landi verja meiri fjármunum á nemanda en háskólar. Menntamál í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru til umfjöllunar í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem nefnist Education at a Glance. Skýrslan kom út í gær og er þar að finna ítarlegan samanburð á fyrirkomulagi menntamála í ríkjum OECD. Leiðir skýrslan í ljós að Ísland sker sig úr á nokkra mælikvarða meðal OECD-ríkjanna. Vekur til að mynda athygli að meðalaldur útskrifaðra nemenda úr grunnnámi á háskólastigi er hvergi hærri en á Íslandi. Hér á landi er meðalaldurinn 30,7 ár en meðaltalið í ríkjum OECD er 26,6 ár. Yngsti fimmtungur útskrifaðra hér á landi er þeir sem eru 24 ára og yngri en sá elsti er þeir sem eru 37 ára og eldri. Íslenskir menntaskólanemendur útskrifast einnig seint, en þar slá Portúgalar einir þjóða Íslendingum við. Íslendingar útskrifast að meðaltali ríflega tveimur árum seinna en íbúar OECD, eða 20,8 ára, á meðan sama tala er 18,7 ár í OECD að meðaltali. Sé litið til verknáms á framhaldsskólastigi útskrifast fjórar þjóðir seinna en Íslendingar, sem útskrifast að meðaltali 26,4 ára. Í OECD er meðaltalið 22,2 ár. Í skýrslunni kemur einnig fram að Íslendingar verja hlutfallslega miklum fjármunum til menntastofnana, eða 7,8% af landsframleiðslu. Einungis Danir verja hlutfallslega meiru til menntastofnana, eða 8%, á meðan meðaltalið í OECD er 6,26%. Þá vekur athygli í skýrslunni að Íslendingar eru eina ríki OECD þar sem menntastofnanir verja meiri fjármunum á nemenda á grunnskólastigi en á háskólastigi. Að meðaltali verja íslenskir grunnskólar 8,6% meiri fjármunum á nemanda en háskólar, en í OECD verja háskólar 69,7% meira á nemanda en grunnskólar að meðaltali.Bankahrunið beit á menntakerfið Í skýrslu OECD er fjallað um áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar á framlög ríkja til menntamála. Kemur þar í ljós að opinberar fjárveitingar til menntastofnana lækkuðu á Íslandi á árunum 2008 til 2010 meira en í nokkru öðru landi OECD. Raunar lækkuðu fjárveitingar til menntastofnana í einungis sex löndum á þessu tímabili og mest á Íslandi, um 12,33%. Leiða má að því líkur að gengisfall krónunnar á árunum 2008 til 2010 hafi þó mikið að segja, enda eiga þessir reikningar sér stað í Bandaríkjadölum. Þá lækkuðu fjárveitingar til menntastofnana sem hlutfall af landsframleiðslu í einungis fimm löndum á þessu tímabili, þar á meðal á Íslandi, þar sem þær lækkuðu um ríflega 2%. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Íslenskir nemendur útskrifast seinna úr bæði framhaldsskóla og háskóla en gengur og gerist meðal OECD-ríkjanna. Þá hafa Íslendingar þá sérstöðu að grunnskólar hér á landi verja meiri fjármunum á nemanda en háskólar. Menntamál í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru til umfjöllunar í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem nefnist Education at a Glance. Skýrslan kom út í gær og er þar að finna ítarlegan samanburð á fyrirkomulagi menntamála í ríkjum OECD. Leiðir skýrslan í ljós að Ísland sker sig úr á nokkra mælikvarða meðal OECD-ríkjanna. Vekur til að mynda athygli að meðalaldur útskrifaðra nemenda úr grunnnámi á háskólastigi er hvergi hærri en á Íslandi. Hér á landi er meðalaldurinn 30,7 ár en meðaltalið í ríkjum OECD er 26,6 ár. Yngsti fimmtungur útskrifaðra hér á landi er þeir sem eru 24 ára og yngri en sá elsti er þeir sem eru 37 ára og eldri. Íslenskir menntaskólanemendur útskrifast einnig seint, en þar slá Portúgalar einir þjóða Íslendingum við. Íslendingar útskrifast að meðaltali ríflega tveimur árum seinna en íbúar OECD, eða 20,8 ára, á meðan sama tala er 18,7 ár í OECD að meðaltali. Sé litið til verknáms á framhaldsskólastigi útskrifast fjórar þjóðir seinna en Íslendingar, sem útskrifast að meðaltali 26,4 ára. Í OECD er meðaltalið 22,2 ár. Í skýrslunni kemur einnig fram að Íslendingar verja hlutfallslega miklum fjármunum til menntastofnana, eða 7,8% af landsframleiðslu. Einungis Danir verja hlutfallslega meiru til menntastofnana, eða 8%, á meðan meðaltalið í OECD er 6,26%. Þá vekur athygli í skýrslunni að Íslendingar eru eina ríki OECD þar sem menntastofnanir verja meiri fjármunum á nemenda á grunnskólastigi en á háskólastigi. Að meðaltali verja íslenskir grunnskólar 8,6% meiri fjármunum á nemanda en háskólar, en í OECD verja háskólar 69,7% meira á nemanda en grunnskólar að meðaltali.Bankahrunið beit á menntakerfið Í skýrslu OECD er fjallað um áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar á framlög ríkja til menntamála. Kemur þar í ljós að opinberar fjárveitingar til menntastofnana lækkuðu á Íslandi á árunum 2008 til 2010 meira en í nokkru öðru landi OECD. Raunar lækkuðu fjárveitingar til menntastofnana í einungis sex löndum á þessu tímabili og mest á Íslandi, um 12,33%. Leiða má að því líkur að gengisfall krónunnar á árunum 2008 til 2010 hafi þó mikið að segja, enda eiga þessir reikningar sér stað í Bandaríkjadölum. Þá lækkuðu fjárveitingar til menntastofnana sem hlutfall af landsframleiðslu í einungis fimm löndum á þessu tímabili, þar á meðal á Íslandi, þar sem þær lækkuðu um ríflega 2%.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira