Háskólar fá minna fé en grunnskólar Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 26. júní 2013 12:00 Ísland er eina ríki OECD sem ver hlutfallslega meiri fjármunum til grunnskóla en til háskóla. Fréttablaðið/Anton Íslenskir nemendur útskrifast seinna úr bæði framhaldsskóla og háskóla en gengur og gerist meðal OECD-ríkjanna. Þá hafa Íslendingar þá sérstöðu að grunnskólar hér á landi verja meiri fjármunum á nemanda en háskólar. Menntamál í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru til umfjöllunar í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem nefnist Education at a Glance. Skýrslan kom út í gær og er þar að finna ítarlegan samanburð á fyrirkomulagi menntamála í ríkjum OECD. Leiðir skýrslan í ljós að Ísland sker sig úr á nokkra mælikvarða meðal OECD-ríkjanna. Vekur til að mynda athygli að meðalaldur útskrifaðra nemenda úr grunnnámi á háskólastigi er hvergi hærri en á Íslandi. Hér á landi er meðalaldurinn 30,7 ár en meðaltalið í ríkjum OECD er 26,6 ár. Yngsti fimmtungur útskrifaðra hér á landi er þeir sem eru 24 ára og yngri en sá elsti er þeir sem eru 37 ára og eldri. Íslenskir menntaskólanemendur útskrifast einnig seint, en þar slá Portúgalar einir þjóða Íslendingum við. Íslendingar útskrifast að meðaltali ríflega tveimur árum seinna en íbúar OECD, eða 20,8 ára, á meðan sama tala er 18,7 ár í OECD að meðaltali. Sé litið til verknáms á framhaldsskólastigi útskrifast fjórar þjóðir seinna en Íslendingar, sem útskrifast að meðaltali 26,4 ára. Í OECD er meðaltalið 22,2 ár. Í skýrslunni kemur einnig fram að Íslendingar verja hlutfallslega miklum fjármunum til menntastofnana, eða 7,8% af landsframleiðslu. Einungis Danir verja hlutfallslega meiru til menntastofnana, eða 8%, á meðan meðaltalið í OECD er 6,26%. Þá vekur athygli í skýrslunni að Íslendingar eru eina ríki OECD þar sem menntastofnanir verja meiri fjármunum á nemenda á grunnskólastigi en á háskólastigi. Að meðaltali verja íslenskir grunnskólar 8,6% meiri fjármunum á nemanda en háskólar, en í OECD verja háskólar 69,7% meira á nemanda en grunnskólar að meðaltali.Bankahrunið beit á menntakerfið Í skýrslu OECD er fjallað um áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar á framlög ríkja til menntamála. Kemur þar í ljós að opinberar fjárveitingar til menntastofnana lækkuðu á Íslandi á árunum 2008 til 2010 meira en í nokkru öðru landi OECD. Raunar lækkuðu fjárveitingar til menntastofnana í einungis sex löndum á þessu tímabili og mest á Íslandi, um 12,33%. Leiða má að því líkur að gengisfall krónunnar á árunum 2008 til 2010 hafi þó mikið að segja, enda eiga þessir reikningar sér stað í Bandaríkjadölum. Þá lækkuðu fjárveitingar til menntastofnana sem hlutfall af landsframleiðslu í einungis fimm löndum á þessu tímabili, þar á meðal á Íslandi, þar sem þær lækkuðu um ríflega 2%. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Íslenskir nemendur útskrifast seinna úr bæði framhaldsskóla og háskóla en gengur og gerist meðal OECD-ríkjanna. Þá hafa Íslendingar þá sérstöðu að grunnskólar hér á landi verja meiri fjármunum á nemanda en háskólar. Menntamál í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru til umfjöllunar í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem nefnist Education at a Glance. Skýrslan kom út í gær og er þar að finna ítarlegan samanburð á fyrirkomulagi menntamála í ríkjum OECD. Leiðir skýrslan í ljós að Ísland sker sig úr á nokkra mælikvarða meðal OECD-ríkjanna. Vekur til að mynda athygli að meðalaldur útskrifaðra nemenda úr grunnnámi á háskólastigi er hvergi hærri en á Íslandi. Hér á landi er meðalaldurinn 30,7 ár en meðaltalið í ríkjum OECD er 26,6 ár. Yngsti fimmtungur útskrifaðra hér á landi er þeir sem eru 24 ára og yngri en sá elsti er þeir sem eru 37 ára og eldri. Íslenskir menntaskólanemendur útskrifast einnig seint, en þar slá Portúgalar einir þjóða Íslendingum við. Íslendingar útskrifast að meðaltali ríflega tveimur árum seinna en íbúar OECD, eða 20,8 ára, á meðan sama tala er 18,7 ár í OECD að meðaltali. Sé litið til verknáms á framhaldsskólastigi útskrifast fjórar þjóðir seinna en Íslendingar, sem útskrifast að meðaltali 26,4 ára. Í OECD er meðaltalið 22,2 ár. Í skýrslunni kemur einnig fram að Íslendingar verja hlutfallslega miklum fjármunum til menntastofnana, eða 7,8% af landsframleiðslu. Einungis Danir verja hlutfallslega meiru til menntastofnana, eða 8%, á meðan meðaltalið í OECD er 6,26%. Þá vekur athygli í skýrslunni að Íslendingar eru eina ríki OECD þar sem menntastofnanir verja meiri fjármunum á nemenda á grunnskólastigi en á háskólastigi. Að meðaltali verja íslenskir grunnskólar 8,6% meiri fjármunum á nemanda en háskólar, en í OECD verja háskólar 69,7% meira á nemanda en grunnskólar að meðaltali.Bankahrunið beit á menntakerfið Í skýrslu OECD er fjallað um áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar á framlög ríkja til menntamála. Kemur þar í ljós að opinberar fjárveitingar til menntastofnana lækkuðu á Íslandi á árunum 2008 til 2010 meira en í nokkru öðru landi OECD. Raunar lækkuðu fjárveitingar til menntastofnana í einungis sex löndum á þessu tímabili og mest á Íslandi, um 12,33%. Leiða má að því líkur að gengisfall krónunnar á árunum 2008 til 2010 hafi þó mikið að segja, enda eiga þessir reikningar sér stað í Bandaríkjadölum. Þá lækkuðu fjárveitingar til menntastofnana sem hlutfall af landsframleiðslu í einungis fimm löndum á þessu tímabili, þar á meðal á Íslandi, þar sem þær lækkuðu um ríflega 2%.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira