Umferðaróhapp varð fyrir stundu á Skeiðarárbrú, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Kirkjubæjarklaustri. Brúin er lokuð sem stendur og vill lögregla biðla til ökumanna að sýna þolinmæði. Bifreið er föst þversum á brúnni, en eftir því sem fréttastofa kemst næst urðu engin slys á fólki.
Uppfært 16:02:
Búið er að opna brúnna.
Búið að opna Skeiðarárbrú
