Lífið

Býr heima hjá mömmu

Sjarmörinn Bradley Cooper er í viðtali í maíhefti tímaritsins Details. Þar segir hann meðal annars frá því að hann er búinn að búa með móður sinni Gloriu síðan í janúar árið 2011 þegar faðir hans Charles tapaði baráttunni við krabbamein.

“Það er örugglega ekki auðvelt fyrir hana að búa með syni sínum. En svona er lífið. Fjölskylda mín er mjög náin og það tók á okkur þegar pabbi dó. Við þörfnumst hvors annars,” segir Bradley og fer fögrum orðum um móður sína.

Fegurð í svarthvítu.
“Ekki misskilja mig. Auðvitað er þetta flókið. Mamma er í næsta herbergi við mig. En hún er svöl pía. Við höngum saman og hún er mjög afslöppuð. Annars væri þetta ekki hægt,” segir Bradley sem er að deita tvítugu fyrirsætuna Suki Waterhouse.

Mæðginin á Óskarnum.
Reffilegur.
Bradley er nýbyrjaður með Suki.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.