Lífið

Líkami minn er ekki fullkominn en ég elska hann

Fashion Police-stjarnan Kelly Osbourne hefur grennst um 32 kíló síðustu ár og ekki bætt þeim aftur á sig. Hún talar um baráttuna við aukakílóin í tímaritinu Self.

“Ég fattaði að fullkomnun er ekki til. Ég hefði ekki verið svona mikill kjáni hefði ég vitað það fyrr. Ég get bara verið ég. Ég er ekki fullkomin. Ég geri mistök. Og líkami minn er ekki fullkominn heldur en ég elska hann. Hann verður aldrei fullkominn og ég vil það ekki. Það er svo leiðinlegt,” segir Kelly.

Tígur.
Kelly æfir í að minnsta kosti hálftíma á dag en hefur einnig tekið mataræðið í gegn.

Í fantaformi.
“Ég hef lært hvernig ég á að borða og hugsa um mig sjálfa. Og ég stíg ekki á vigtina. Af hverju á maður að stíga á vigtina ef manni líkar það sem maður sér í speglinum?”

Kelly árið 2008.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.