Innlent

Ólafur Ragnar hitti leiðtoga demókrata

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í gær fund í Washington með Harry Reid, leiðtoga demókrata í Öldungadeild Bandaríkjaþings, og Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í Öldungadeildinni.

Á fundinum var rætt um aukið mikilvægi Norðurslóða, samstarf í Norðurskautsráðinu og áhuga forystuþjóða í Asíu og Evrópu á þátttöku í stefnumótun og framtíðarþróun Norðurslóða. Bandaríkin munu taka við formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tvö ár og því skiptir miklu að forystusveitir beggja flokkanna á bandaríska þinginu gefi málefnum Norðurslóða aukið vægi og verði virkir þátttakendur í stefnumótun.

Á fundinum með leiðtogum demókrata og repúblikana ræddi forseti einnig nýtingu jarðhita í Bandaríkjunum og möguleika á samstarfi við íslenska vísindamenn og tæknifyrirtæki en Bandaríkin búa yfir verulegum auðlindum á sviði jarðhita sem lítt hafa verið nýttar til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×