Innlent

Framkvæmdir að hefjast við Gálgahraun

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ, fagnar lagningu nýs vegar og gatnamóta við Gálgahraun.
Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ, fagnar lagningu nýs vegar og gatnamóta við Gálgahraun.
„Framkvæmdir eru að hefjast, líklega í þessum töluðu orðum,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ um gerð nýrra gatnamóta og lagningu vegar til Álftaness yfir Gálgahraun.

Gunnar telur að það sé ekkert því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir en eins og fram hefur komið í fréttum Vísis hefur þeim verið mótmælt harðlega.

Gunnar segir að rétt hafi verið staðið að öllu í ferlinu, framkvæmdin hafi staðist umhverfismat og heimild hafi fengist fyrir henni.

„Ég tel ekki óeðlilegt að einhver mótmæli því þegar vegur er lagður yfir hraun sem menn telja verðmætt. En ég er ánægður með að framkvæmdir séu að hefjast, því ég hef haft verulegar áhyggjur af veginum eins og hann er nú og slysahættunni sem hann skapar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×