Lengri vinnudag? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 13. maí 2013 07:00 Nú standa yfir stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Formennirnir hafa aðallega rætt um efnahagsmál og stöðu ríkissjóðs sem eðlilegt er. Efnislega fékkst þó lítið upp úr þeim nema að þeir eru sammála um að einfalda skattkerfið og Bjarni Benediktsson vísar í áherslur flokksins um lækkun skatta til að auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Fram hefur komið að formennirnir leggja áherslu á einföldun á kerfinu og jákvæða hvata. Hvað eiga formennirnir við? Atvinnuþátttaka var mest á Íslandi árið 2011 af OECD-ríkjunum, eða tæp 80%. Það ár unnum við Íslendingar líka flestar vinnustundir á ári miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar og erum rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna. Við eignuðumst líka flest börn Evrópuþjóða, að Írum einum undanskildum. Þá hefur komið fram í skýrslu McKinsey um vaxtarmöguleika á Íslandi að framleiðni er minni hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Í fróðlegri rannsókn ASÍ um lífskjör á Norðurlöndunum kemur fram að ?Íslendingar þurfi að vinna meira en aðrir Norðurlandabúar til að afla álíkra efnahagslegra lífskjara ? og hafi þar af leiðandi lakari lífskjör þar sem frítími er styttri?. Í sömu rannsókn kemur einnig fram að skattbyrði hér á landi er mun lægri en í Danmörku og Svíþjóð og heldur hærri en í Noregi. Þegar litið er til tekna upp að rúmlega 300.000 krónum á mánuði er skattbyrðin langlægst hér á landi. Getur verið að formennirnir vilji að fólk vinni meira og auki þannig ráðstöfunartekjur sínar? Í því sambandi er rétt að minna á að BSRB hefur ályktað um mikilvægi þess að stytta vinnuvikuna í 36 stundir. Það er eðlileg krafa í landi þar sem atvinnuþátttaka kvenna og karla er mikil, vinnutími langur og fjölskyldur barnmargar. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að efla verðmætaskapandi atvinnugreinar og auka framleiðni í íslensku atvinnulífi. Ég vona að formennirnir tveir velji að halda áfram á þeirri braut í stað þess að skapa ?jákvæða hvata? til lengri vinnudags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Formennirnir hafa aðallega rætt um efnahagsmál og stöðu ríkissjóðs sem eðlilegt er. Efnislega fékkst þó lítið upp úr þeim nema að þeir eru sammála um að einfalda skattkerfið og Bjarni Benediktsson vísar í áherslur flokksins um lækkun skatta til að auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Fram hefur komið að formennirnir leggja áherslu á einföldun á kerfinu og jákvæða hvata. Hvað eiga formennirnir við? Atvinnuþátttaka var mest á Íslandi árið 2011 af OECD-ríkjunum, eða tæp 80%. Það ár unnum við Íslendingar líka flestar vinnustundir á ári miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar og erum rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna. Við eignuðumst líka flest börn Evrópuþjóða, að Írum einum undanskildum. Þá hefur komið fram í skýrslu McKinsey um vaxtarmöguleika á Íslandi að framleiðni er minni hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Í fróðlegri rannsókn ASÍ um lífskjör á Norðurlöndunum kemur fram að ?Íslendingar þurfi að vinna meira en aðrir Norðurlandabúar til að afla álíkra efnahagslegra lífskjara ? og hafi þar af leiðandi lakari lífskjör þar sem frítími er styttri?. Í sömu rannsókn kemur einnig fram að skattbyrði hér á landi er mun lægri en í Danmörku og Svíþjóð og heldur hærri en í Noregi. Þegar litið er til tekna upp að rúmlega 300.000 krónum á mánuði er skattbyrðin langlægst hér á landi. Getur verið að formennirnir vilji að fólk vinni meira og auki þannig ráðstöfunartekjur sínar? Í því sambandi er rétt að minna á að BSRB hefur ályktað um mikilvægi þess að stytta vinnuvikuna í 36 stundir. Það er eðlileg krafa í landi þar sem atvinnuþátttaka kvenna og karla er mikil, vinnutími langur og fjölskyldur barnmargar. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að efla verðmætaskapandi atvinnugreinar og auka framleiðni í íslensku atvinnulífi. Ég vona að formennirnir tveir velji að halda áfram á þeirri braut í stað þess að skapa ?jákvæða hvata? til lengri vinnudags.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar