Enski boltinn

Moyes: Rooney mun leika með United í vetur

Stefán Árni Pálsson skrifar
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, ítrekaði við enska fjölmiðla um helgina að Wayne Rooney sé einfaldlega ekki til sölu og fari ekki frá félaginu í sumar.

Enska knattspyrnuliðið Chelsea hefur nú þegar lagt fram tvö tilboð í leikmanninum en hann vill sjálfur yfirgefa Englandsmeistarana.

„Við höfum engan áhuga á því að selja leikmanninn,“ sagði Moyes, á blaðamannafundi eftir leik Manchester Untied og Wigan um Samfélagsskjöldinn.

Manchester United vann Wigan í gær, 2-0, og því fyrsti titill Moyes kominn í hús fyrir nýja stjórann.

„Samskipti mín og leikmannsins eru í fínu lagi og ástæðan fyrir því að Rooney hefur þurft að æfa með varaliðinu að undanförnu eru smávægileg meiðsli og hann má ekki veri í mikilli snertingu við aðra leikmenn.“

„Hann æfði með okkur í gær en er samt sem áður ekki alveg tilbúinn í slaginn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×