Einstakur staður á Akureyri Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. desember 2013 08:00 Haukur Tryggvason, eigandi Græna hattsins er viðstaddur meira en 150 tónleika á ári, sem er líklega Íslandsmet. „Ég er með tónleika öll föstudags- og laugardagskvöld, og nánast öll fimmtudagskvöld,“ segir Haukur Tryggvason, eigandi eins merkilegasta tónleika- og skemmtistaðar landsins, Græna hattsins á Akureyri. Hann tók við staðnum árið 2003 og hóf tónleikahaldið árið 2005. „Mig langaði mikið til þess að halda tónleika því ég hef mikinn áhuga á tónlist. Þetta var þó erfitt fyrst um sinn, en gengur mjög vel núna,“ segir Haukur um upphafið. Árið 2005 fóru sextíu til sjötíu tónleikar fram á staðnum en árið 2013 fórum um 150 tónleikar fram. „Þetta eru í heildina líklega orðnir um ellefu hundruð tónleikar sem hafa farið fram á staðnum.“ Staðurinn er í raun einstakur á Íslandi en hefur ekki komið til tals að opna Græna hattinn í Reykjavík? „Jú, það hefur oft komið til tals að gera það. Það er þó ekki á stefnuskránni því velgengni staðarins má rekja til þess að maður hugsar vel um hann og er alltaf á staðnum og ég get ekki gert það í tveimur landshlutum,“ segir Haukur. Staðurinn fagnaði tíu ára afmælinu sínu fyrir skömmu með útgáfu bókar sem nefnist einfaldlega Græni hatturinn. „Þetta er aðallega ljósmyndabók en það er þó farið aðeins yfir söguna og nokkrar hljómsveitir fá umsögn,“ bætir Haukur við. Bókin, sem er 225 blaðsíður, inniheldur 370 ljósmyndir af hinum ýmsu listamönnum sem fram hafa komið á staðnum. Ásamt Hauki sjálfum, unnu þeir Daníel Starrason, Skapti Hallgrímsson og Þórhallur Jónsson að gerð bókarinnar. „Við erum með góðar græjur hérna og hljóðið er mjög gott,“ segir Haukur spurður út í vinsældir staðarins. Flestar vinsælustu hljómsveitir landsins hafa komið fram á staðnum í gegnum árin. „Hér hafa komið fram ýmsir listamenn, allt frá Álftagerðisbræðrum til Skálmaldar, sem segir til um hve fjölbreytnin er mikil.“ Haukur á líklega Íslandsmetið í því að vera viðstaddur tónleika. „Ég sé um 150 tónleika á ári og svo bæti ég nokkrum tónleikum við þegar ég fer í frí því þá fer ég yfirleitt á tónleika erlendis,“ útskýrir Haukur. Á Græna hattinum er einnig að finna einn helsta dýrgrip íslenskrar tónlistarsögu. „Hérna erum við með Hammond-orgelið sem Karl Sighvatsson átti en það er frá árinu 1958 og var meðal annars notað með Trúbrot.“ Haukur segir staðinn ætla að halda áfram að svala tónleikaþorstanum og bjóða áfram upp á háklassa tónleika. Fram undan er fjöldinn allur af tónleikum. Í kvöld koma fram Eyþór Ingi og Atómskáldin, annað kvöld Ojba Rasta og á laugardagskvöld Mammút. Hér fyrir neðan má sjá hljómsveitina Mezzoforte leika ljúfa tóna á Græna Hattinum.Hér sjáum við hljómsveitina Moses Hightower skemmta á Græna HattinumMynd/Þórhallur Jónsson Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira
„Ég er með tónleika öll föstudags- og laugardagskvöld, og nánast öll fimmtudagskvöld,“ segir Haukur Tryggvason, eigandi eins merkilegasta tónleika- og skemmtistaðar landsins, Græna hattsins á Akureyri. Hann tók við staðnum árið 2003 og hóf tónleikahaldið árið 2005. „Mig langaði mikið til þess að halda tónleika því ég hef mikinn áhuga á tónlist. Þetta var þó erfitt fyrst um sinn, en gengur mjög vel núna,“ segir Haukur um upphafið. Árið 2005 fóru sextíu til sjötíu tónleikar fram á staðnum en árið 2013 fórum um 150 tónleikar fram. „Þetta eru í heildina líklega orðnir um ellefu hundruð tónleikar sem hafa farið fram á staðnum.“ Staðurinn er í raun einstakur á Íslandi en hefur ekki komið til tals að opna Græna hattinn í Reykjavík? „Jú, það hefur oft komið til tals að gera það. Það er þó ekki á stefnuskránni því velgengni staðarins má rekja til þess að maður hugsar vel um hann og er alltaf á staðnum og ég get ekki gert það í tveimur landshlutum,“ segir Haukur. Staðurinn fagnaði tíu ára afmælinu sínu fyrir skömmu með útgáfu bókar sem nefnist einfaldlega Græni hatturinn. „Þetta er aðallega ljósmyndabók en það er þó farið aðeins yfir söguna og nokkrar hljómsveitir fá umsögn,“ bætir Haukur við. Bókin, sem er 225 blaðsíður, inniheldur 370 ljósmyndir af hinum ýmsu listamönnum sem fram hafa komið á staðnum. Ásamt Hauki sjálfum, unnu þeir Daníel Starrason, Skapti Hallgrímsson og Þórhallur Jónsson að gerð bókarinnar. „Við erum með góðar græjur hérna og hljóðið er mjög gott,“ segir Haukur spurður út í vinsældir staðarins. Flestar vinsælustu hljómsveitir landsins hafa komið fram á staðnum í gegnum árin. „Hér hafa komið fram ýmsir listamenn, allt frá Álftagerðisbræðrum til Skálmaldar, sem segir til um hve fjölbreytnin er mikil.“ Haukur á líklega Íslandsmetið í því að vera viðstaddur tónleika. „Ég sé um 150 tónleika á ári og svo bæti ég nokkrum tónleikum við þegar ég fer í frí því þá fer ég yfirleitt á tónleika erlendis,“ útskýrir Haukur. Á Græna hattinum er einnig að finna einn helsta dýrgrip íslenskrar tónlistarsögu. „Hérna erum við með Hammond-orgelið sem Karl Sighvatsson átti en það er frá árinu 1958 og var meðal annars notað með Trúbrot.“ Haukur segir staðinn ætla að halda áfram að svala tónleikaþorstanum og bjóða áfram upp á háklassa tónleika. Fram undan er fjöldinn allur af tónleikum. Í kvöld koma fram Eyþór Ingi og Atómskáldin, annað kvöld Ojba Rasta og á laugardagskvöld Mammút. Hér fyrir neðan má sjá hljómsveitina Mezzoforte leika ljúfa tóna á Græna Hattinum.Hér sjáum við hljómsveitina Moses Hightower skemmta á Græna HattinumMynd/Þórhallur Jónsson
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira