Launin eru ekki boðleg Lis Ruth Klörudóttir skrifar 14. október 2013 07:00 Í kjölfar baráttufundar kennara sem haldinn var 25. september síðastliðinn fóru margar hugsanir í gegnum höfuðið á mér. Eftir þennan fund gekk ég verulega stolt út. Ég fór að hugsa um allt það sem gerir kennarastarfið spennandi, gefandi og skemmtilegt. Á hverjum degi mætir maður nýjum krefjandi verkefnum og það gerir starfið svo eftirsóknarvert. Allt snýst þetta um að leiðbeina og vinna með börnunum okkar sem erfa eiga landið. Það veitir mér ótrúlega mikla gleði þegar ég sé nemendur mína þroskast og dafna og veit jafnframt að kannski eigum við kennarar einhvern þátt í því að þeim farnast vel á lífsleiðinni. Unga fólkið okkar er það verðmætasta í okkar samfélagi og okkar framtíð. Okkur ber að hlúa vel að því. Ég ætla ekki að segja að það sé alltaf auðvelt að vera kennari. Daglega tekst ég á við ný verkefni með frábæru samstarfsfólki og við reynum að finna lausnir saman. Oft er talað um að fólk sem vinnur við kennslustörf sé hugsjónafólk og það get ég svo sannarlega staðfest þar sem ég umgengst þetta fólk á hverjum degi. Varla eru það launin sem draga fólk að þessum störfum.Minna virði Hvers vegna er það svo allt annar handleggur þegar starfið felst í umsýslu peninga eða verðbréfa? Það er einkennilegt að í okkar samfélagi virðist það vera metið meira að verðleikum, að passa upp á peninga en börnin okkar. Kennaranám er í dag orðið fimm ára háskólanám. Hvers vegna er það minna virði en til dæmis viðskiptafræði? Þegar ég hóf mitt nám vissi ég alltaf að ég yrði ekki rík en ég vissi að ég væri að fara út í eitthvað sem ætti við mig og mér þætti skemmtilegt. Það hvarflaði hins vegar ekki að mér að launin yrðu svo lág að ég gæti ekki framfleytt mér og börnum mínum! Hvers vegna er mín menntun minna virði en menntun tengt viðskiptum og peningum? Umsóknum í almennt kennaranám hefur snarlega fækkað. Við vitum öll hvers vegna. Launin eru ekki boðleg nokkrum manni eftir fimm ára nám í háskóla. Viljum við missa allt okkar velmenntaða og góða fagfólk úr skólunum yfir til viðskipta- og fjármálafyrirtækja? Eiga börnin okkar ekki rétt á góðri menntun? Þessu þarf að breyta snarlega. Oft heyrir maður kennara tala um að þeir skammist sín fyrir að nefna þá upphæð sem þeir fá í launaumslaginu um hver mánaðamót. Með réttu ættu þeir sem borga okkur launin að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar baráttufundar kennara sem haldinn var 25. september síðastliðinn fóru margar hugsanir í gegnum höfuðið á mér. Eftir þennan fund gekk ég verulega stolt út. Ég fór að hugsa um allt það sem gerir kennarastarfið spennandi, gefandi og skemmtilegt. Á hverjum degi mætir maður nýjum krefjandi verkefnum og það gerir starfið svo eftirsóknarvert. Allt snýst þetta um að leiðbeina og vinna með börnunum okkar sem erfa eiga landið. Það veitir mér ótrúlega mikla gleði þegar ég sé nemendur mína þroskast og dafna og veit jafnframt að kannski eigum við kennarar einhvern þátt í því að þeim farnast vel á lífsleiðinni. Unga fólkið okkar er það verðmætasta í okkar samfélagi og okkar framtíð. Okkur ber að hlúa vel að því. Ég ætla ekki að segja að það sé alltaf auðvelt að vera kennari. Daglega tekst ég á við ný verkefni með frábæru samstarfsfólki og við reynum að finna lausnir saman. Oft er talað um að fólk sem vinnur við kennslustörf sé hugsjónafólk og það get ég svo sannarlega staðfest þar sem ég umgengst þetta fólk á hverjum degi. Varla eru það launin sem draga fólk að þessum störfum.Minna virði Hvers vegna er það svo allt annar handleggur þegar starfið felst í umsýslu peninga eða verðbréfa? Það er einkennilegt að í okkar samfélagi virðist það vera metið meira að verðleikum, að passa upp á peninga en börnin okkar. Kennaranám er í dag orðið fimm ára háskólanám. Hvers vegna er það minna virði en til dæmis viðskiptafræði? Þegar ég hóf mitt nám vissi ég alltaf að ég yrði ekki rík en ég vissi að ég væri að fara út í eitthvað sem ætti við mig og mér þætti skemmtilegt. Það hvarflaði hins vegar ekki að mér að launin yrðu svo lág að ég gæti ekki framfleytt mér og börnum mínum! Hvers vegna er mín menntun minna virði en menntun tengt viðskiptum og peningum? Umsóknum í almennt kennaranám hefur snarlega fækkað. Við vitum öll hvers vegna. Launin eru ekki boðleg nokkrum manni eftir fimm ára nám í háskóla. Viljum við missa allt okkar velmenntaða og góða fagfólk úr skólunum yfir til viðskipta- og fjármálafyrirtækja? Eiga börnin okkar ekki rétt á góðri menntun? Þessu þarf að breyta snarlega. Oft heyrir maður kennara tala um að þeir skammist sín fyrir að nefna þá upphæð sem þeir fá í launaumslaginu um hver mánaðamót. Með réttu ættu þeir sem borga okkur launin að skammast sín.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun