Launin eru ekki boðleg Lis Ruth Klörudóttir skrifar 14. október 2013 07:00 Í kjölfar baráttufundar kennara sem haldinn var 25. september síðastliðinn fóru margar hugsanir í gegnum höfuðið á mér. Eftir þennan fund gekk ég verulega stolt út. Ég fór að hugsa um allt það sem gerir kennarastarfið spennandi, gefandi og skemmtilegt. Á hverjum degi mætir maður nýjum krefjandi verkefnum og það gerir starfið svo eftirsóknarvert. Allt snýst þetta um að leiðbeina og vinna með börnunum okkar sem erfa eiga landið. Það veitir mér ótrúlega mikla gleði þegar ég sé nemendur mína þroskast og dafna og veit jafnframt að kannski eigum við kennarar einhvern þátt í því að þeim farnast vel á lífsleiðinni. Unga fólkið okkar er það verðmætasta í okkar samfélagi og okkar framtíð. Okkur ber að hlúa vel að því. Ég ætla ekki að segja að það sé alltaf auðvelt að vera kennari. Daglega tekst ég á við ný verkefni með frábæru samstarfsfólki og við reynum að finna lausnir saman. Oft er talað um að fólk sem vinnur við kennslustörf sé hugsjónafólk og það get ég svo sannarlega staðfest þar sem ég umgengst þetta fólk á hverjum degi. Varla eru það launin sem draga fólk að þessum störfum.Minna virði Hvers vegna er það svo allt annar handleggur þegar starfið felst í umsýslu peninga eða verðbréfa? Það er einkennilegt að í okkar samfélagi virðist það vera metið meira að verðleikum, að passa upp á peninga en börnin okkar. Kennaranám er í dag orðið fimm ára háskólanám. Hvers vegna er það minna virði en til dæmis viðskiptafræði? Þegar ég hóf mitt nám vissi ég alltaf að ég yrði ekki rík en ég vissi að ég væri að fara út í eitthvað sem ætti við mig og mér þætti skemmtilegt. Það hvarflaði hins vegar ekki að mér að launin yrðu svo lág að ég gæti ekki framfleytt mér og börnum mínum! Hvers vegna er mín menntun minna virði en menntun tengt viðskiptum og peningum? Umsóknum í almennt kennaranám hefur snarlega fækkað. Við vitum öll hvers vegna. Launin eru ekki boðleg nokkrum manni eftir fimm ára nám í háskóla. Viljum við missa allt okkar velmenntaða og góða fagfólk úr skólunum yfir til viðskipta- og fjármálafyrirtækja? Eiga börnin okkar ekki rétt á góðri menntun? Þessu þarf að breyta snarlega. Oft heyrir maður kennara tala um að þeir skammist sín fyrir að nefna þá upphæð sem þeir fá í launaumslaginu um hver mánaðamót. Með réttu ættu þeir sem borga okkur launin að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í kjölfar baráttufundar kennara sem haldinn var 25. september síðastliðinn fóru margar hugsanir í gegnum höfuðið á mér. Eftir þennan fund gekk ég verulega stolt út. Ég fór að hugsa um allt það sem gerir kennarastarfið spennandi, gefandi og skemmtilegt. Á hverjum degi mætir maður nýjum krefjandi verkefnum og það gerir starfið svo eftirsóknarvert. Allt snýst þetta um að leiðbeina og vinna með börnunum okkar sem erfa eiga landið. Það veitir mér ótrúlega mikla gleði þegar ég sé nemendur mína þroskast og dafna og veit jafnframt að kannski eigum við kennarar einhvern þátt í því að þeim farnast vel á lífsleiðinni. Unga fólkið okkar er það verðmætasta í okkar samfélagi og okkar framtíð. Okkur ber að hlúa vel að því. Ég ætla ekki að segja að það sé alltaf auðvelt að vera kennari. Daglega tekst ég á við ný verkefni með frábæru samstarfsfólki og við reynum að finna lausnir saman. Oft er talað um að fólk sem vinnur við kennslustörf sé hugsjónafólk og það get ég svo sannarlega staðfest þar sem ég umgengst þetta fólk á hverjum degi. Varla eru það launin sem draga fólk að þessum störfum.Minna virði Hvers vegna er það svo allt annar handleggur þegar starfið felst í umsýslu peninga eða verðbréfa? Það er einkennilegt að í okkar samfélagi virðist það vera metið meira að verðleikum, að passa upp á peninga en börnin okkar. Kennaranám er í dag orðið fimm ára háskólanám. Hvers vegna er það minna virði en til dæmis viðskiptafræði? Þegar ég hóf mitt nám vissi ég alltaf að ég yrði ekki rík en ég vissi að ég væri að fara út í eitthvað sem ætti við mig og mér þætti skemmtilegt. Það hvarflaði hins vegar ekki að mér að launin yrðu svo lág að ég gæti ekki framfleytt mér og börnum mínum! Hvers vegna er mín menntun minna virði en menntun tengt viðskiptum og peningum? Umsóknum í almennt kennaranám hefur snarlega fækkað. Við vitum öll hvers vegna. Launin eru ekki boðleg nokkrum manni eftir fimm ára nám í háskóla. Viljum við missa allt okkar velmenntaða og góða fagfólk úr skólunum yfir til viðskipta- og fjármálafyrirtækja? Eiga börnin okkar ekki rétt á góðri menntun? Þessu þarf að breyta snarlega. Oft heyrir maður kennara tala um að þeir skammist sín fyrir að nefna þá upphæð sem þeir fá í launaumslaginu um hver mánaðamót. Með réttu ættu þeir sem borga okkur launin að skammast sín.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun