Leggjum EKKI sæstreng til Bretlands! Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 14. október 2013 07:00 Meðal einkenna nýlendna og hálfnýlendna er útflutningur á hrávöru, hátt hlutfall erlendra fjárfestinga og auðveldur aðgangur erlendra auðhringa að auðlindum viðkomandi lands. Þessi einkenni setja mark sitt nokkuð sterklega á íslenskt hagkerfi og markvert er hve stjórnmálaflokkar auðstéttarinnar eru sammála um að auka þessi nýlendueinkenni í hagkerfinu. Og í þeim sama anda setti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn í skýrslu sína 2010 að Ísland gæti „virkjað sig út úr vandanum“. Þetta féll ekki í góðan jarðveg enda er vaxandi vitund hjá þjóðinni um að láta ekki ráðstafa auðlindunum út úr höndunum á sér í snatri fyrir ætlaðan skjótfenginn gróða. Enda er fjöldi auðmanna sem situr um að hirða slíkan gróða. Íslandsbanki hefur til dæmis undanfarin ár haft áform um að fjármagna tvöföldun raforkuframleiðslu til ársins 2024. Með því væri búið að ráðstafa allri virkjanlegri orku í landinu og bankaklíkan hirti gróðann. En atvinnuþróun á Íslandi yrði sett í spennitreyju. Besta leiðin til að þjóðin fái arðinn af þessari auðlind sem hún á sameiginlega er með hægri uppbyggingu í takt við þörf innanlands, án skuldasöfnunar og með lágu orkuverði til almennings.Rotin gulrót Á síðasta ári fóru svo að verða ágengar hugmyndir um að leggja sæstreng til Bretlands til að flytja út orku. Þessar hugmyndir fengu stuðning þáverandi ráðherra málaflokksins, Steingríms J. Þetta mál hefur verið knúið áfram af vaxandi þunga undanfarið og í Fréttablaðinu 4. september skrifar Jón Steinson grein því til stuðnings. Gulrótin er kunnugleg. Ádráttur um ávísun í pósti, 130.000 á mann á ári. En eins og rakið hefur verið hér að framan myndi hún aldrei skila sér. Hins vegar myndi hækkun á raforkuverði til almennings skila sér og líklega mun ríkulegar en Jón gerir ráð fyrir. REI-málið og fjöldi annarra dæma sýna að umsvif af þessu tagi eru upplögð til að einkavæða gróðann en velta skuldunum yfir á almenning. Aðrar forsendur Jóns eru jafn hæpnar. Í fyrsta lagi hefur komið fram hjá sérfræðingum að ýmsar tæknilegar lausnir eigi nokkuð í land og kostnaður verulega óljós. Þó hafa komið fram tölur á bilinu 350-500 milljarðar miðað við 1000 MW streng. Miðað við efri mörkin sem oftast eru nær lagi og að arðsemiskrafa og rekstrarkostnaður séu um 15% er árlegur kostnaður um 75 milljarðar. Ef við gerum ráð fyrir að afhentar verði fimm teravattstundir á ári þegar tillit hefur verið tekið til vannýtingar og orkutaps í strengnum verður kostnaður á hverja MWh 125 dollarar en ekki fjörutíu eins og Jón slær fram. Þá verður lítið eftir til að borga fyrir orkuframleiðsluna ef kaupandi borgar 150 dollara á MWh.Áhrif sæstrengsins Hvort sem mínar forsendur eða Jóns eru réttari eru nokkur atriði sem slá má föstum um sæstrenginn: Raforkuverð til almenning mun hækka umtalsvert og enginn hagnaðartékki kemur á móti. Landsvirkjun mun ekki eiga strenginn en hann verður ekki lagður nema fyrir liggi bindandi samningur um lágmarksnýtingu. Þrýstingur verður því mikill á auknar virkjanir því 1000 MW samsvara einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun og áfram verður að vera umframorka í kerfinu. Svo er líklegt að fljótlega verði þrýst á að leggja annan streng við hliðina til hagræðingar og enn fleiri virkjanir í kjölfarið. Landsvirkjun yrði háð orkusölu um strenginn og þá væru yfirráð yfir auðlindunum komin í hendur – ja, í hendur hverra? Jafnvel þótt tap verði á fyrirbærinu mun hópur manna taka skuldsettan „gróða“ til sín en velta skuldunum yfir á almenning. Loks hafa sérfræðingar lýst áhyggjum af því að rafsegulsvið kringum strenginn geti haft mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á lífríki sjávar. Þetta eitt ætti að nægja til að slá svona ævintýramennsku út af borðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal einkenna nýlendna og hálfnýlendna er útflutningur á hrávöru, hátt hlutfall erlendra fjárfestinga og auðveldur aðgangur erlendra auðhringa að auðlindum viðkomandi lands. Þessi einkenni setja mark sitt nokkuð sterklega á íslenskt hagkerfi og markvert er hve stjórnmálaflokkar auðstéttarinnar eru sammála um að auka þessi nýlendueinkenni í hagkerfinu. Og í þeim sama anda setti Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn í skýrslu sína 2010 að Ísland gæti „virkjað sig út úr vandanum“. Þetta féll ekki í góðan jarðveg enda er vaxandi vitund hjá þjóðinni um að láta ekki ráðstafa auðlindunum út úr höndunum á sér í snatri fyrir ætlaðan skjótfenginn gróða. Enda er fjöldi auðmanna sem situr um að hirða slíkan gróða. Íslandsbanki hefur til dæmis undanfarin ár haft áform um að fjármagna tvöföldun raforkuframleiðslu til ársins 2024. Með því væri búið að ráðstafa allri virkjanlegri orku í landinu og bankaklíkan hirti gróðann. En atvinnuþróun á Íslandi yrði sett í spennitreyju. Besta leiðin til að þjóðin fái arðinn af þessari auðlind sem hún á sameiginlega er með hægri uppbyggingu í takt við þörf innanlands, án skuldasöfnunar og með lágu orkuverði til almennings.Rotin gulrót Á síðasta ári fóru svo að verða ágengar hugmyndir um að leggja sæstreng til Bretlands til að flytja út orku. Þessar hugmyndir fengu stuðning þáverandi ráðherra málaflokksins, Steingríms J. Þetta mál hefur verið knúið áfram af vaxandi þunga undanfarið og í Fréttablaðinu 4. september skrifar Jón Steinson grein því til stuðnings. Gulrótin er kunnugleg. Ádráttur um ávísun í pósti, 130.000 á mann á ári. En eins og rakið hefur verið hér að framan myndi hún aldrei skila sér. Hins vegar myndi hækkun á raforkuverði til almennings skila sér og líklega mun ríkulegar en Jón gerir ráð fyrir. REI-málið og fjöldi annarra dæma sýna að umsvif af þessu tagi eru upplögð til að einkavæða gróðann en velta skuldunum yfir á almenning. Aðrar forsendur Jóns eru jafn hæpnar. Í fyrsta lagi hefur komið fram hjá sérfræðingum að ýmsar tæknilegar lausnir eigi nokkuð í land og kostnaður verulega óljós. Þó hafa komið fram tölur á bilinu 350-500 milljarðar miðað við 1000 MW streng. Miðað við efri mörkin sem oftast eru nær lagi og að arðsemiskrafa og rekstrarkostnaður séu um 15% er árlegur kostnaður um 75 milljarðar. Ef við gerum ráð fyrir að afhentar verði fimm teravattstundir á ári þegar tillit hefur verið tekið til vannýtingar og orkutaps í strengnum verður kostnaður á hverja MWh 125 dollarar en ekki fjörutíu eins og Jón slær fram. Þá verður lítið eftir til að borga fyrir orkuframleiðsluna ef kaupandi borgar 150 dollara á MWh.Áhrif sæstrengsins Hvort sem mínar forsendur eða Jóns eru réttari eru nokkur atriði sem slá má föstum um sæstrenginn: Raforkuverð til almenning mun hækka umtalsvert og enginn hagnaðartékki kemur á móti. Landsvirkjun mun ekki eiga strenginn en hann verður ekki lagður nema fyrir liggi bindandi samningur um lágmarksnýtingu. Þrýstingur verður því mikill á auknar virkjanir því 1000 MW samsvara einni og hálfri Kárahnjúkavirkjun og áfram verður að vera umframorka í kerfinu. Svo er líklegt að fljótlega verði þrýst á að leggja annan streng við hliðina til hagræðingar og enn fleiri virkjanir í kjölfarið. Landsvirkjun yrði háð orkusölu um strenginn og þá væru yfirráð yfir auðlindunum komin í hendur – ja, í hendur hverra? Jafnvel þótt tap verði á fyrirbærinu mun hópur manna taka skuldsettan „gróða“ til sín en velta skuldunum yfir á almenning. Loks hafa sérfræðingar lýst áhyggjum af því að rafsegulsvið kringum strenginn geti haft mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á lífríki sjávar. Þetta eitt ætti að nægja til að slá svona ævintýramennsku út af borðinu.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun