„Afturför í málefnum náttúruverndar“ Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2013 18:23 Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi í dag, það fela í sér mikla afturför að afnema ný sett náttúruverndarlög eins og Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra hafi boðað. En lögin sem samþykkt hafi verið á síðasta þingi hafi falið í sér mikla framför. „Meðal annars sérstök verndarmarkmið annarsvegar fyrir vistkerfi og tegundir hinsvegar fyrir jarðminjar, vatnastöðvar og landslag. Þar voru útfærðar nokkrar af helstu meginreglum umhverfisréttar, til að mynda varúðarreglan og greiðslureglan. Þá var kveðið á um með skýrari hætti um hlutverk stjórnvalda og ábyrgð, sem og um verkaskiptingu þeirra á milli. Mælt fyrir um undirbúningar ákvörðunar og réttaráhrifa þeirra, og lögð áhersla á vísindalegan grundvöll ákvörðunartöku,“ sagði Katrín. Mikil vinna hafi legið á bakvið lagasetninguna og samráð haft við fjölda aðila. Táðherra hafi boðað setningu nýrra laga en á málaskrá ríkisstjórnar sé eingöngu frumvarp um afnám nýju laganna. „Í raun og veru er verið að boða hér afturför í málefnum náttúruverndar, því horfið er frá öllum þeim umbótum sem fólust í nýju lögunum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra segir að frumvarp um afnám nýju laganna verði lagt fram á næstu dögum. „Margir hnútar voru á þessu máli síðastliðinn vetur sem þurfti að greiða úr, á endanum fannst lausn sem enginn var almennilega sáttur við. Það sem fólst í lausninni var að gildistökunni var frestað um ár sem gefur okkur núna það ráðrúm til að gera þær breytingar sem gera þarf.“ Stefnt væri að því að frumvarp um ný náttúruverndarlög verði lagt fram vorið 2015. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi í dag, það fela í sér mikla afturför að afnema ný sett náttúruverndarlög eins og Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra hafi boðað. En lögin sem samþykkt hafi verið á síðasta þingi hafi falið í sér mikla framför. „Meðal annars sérstök verndarmarkmið annarsvegar fyrir vistkerfi og tegundir hinsvegar fyrir jarðminjar, vatnastöðvar og landslag. Þar voru útfærðar nokkrar af helstu meginreglum umhverfisréttar, til að mynda varúðarreglan og greiðslureglan. Þá var kveðið á um með skýrari hætti um hlutverk stjórnvalda og ábyrgð, sem og um verkaskiptingu þeirra á milli. Mælt fyrir um undirbúningar ákvörðunar og réttaráhrifa þeirra, og lögð áhersla á vísindalegan grundvöll ákvörðunartöku,“ sagði Katrín. Mikil vinna hafi legið á bakvið lagasetninguna og samráð haft við fjölda aðila. Táðherra hafi boðað setningu nýrra laga en á málaskrá ríkisstjórnar sé eingöngu frumvarp um afnám nýju laganna. „Í raun og veru er verið að boða hér afturför í málefnum náttúruverndar, því horfið er frá öllum þeim umbótum sem fólust í nýju lögunum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra segir að frumvarp um afnám nýju laganna verði lagt fram á næstu dögum. „Margir hnútar voru á þessu máli síðastliðinn vetur sem þurfti að greiða úr, á endanum fannst lausn sem enginn var almennilega sáttur við. Það sem fólst í lausninni var að gildistökunni var frestað um ár sem gefur okkur núna það ráðrúm til að gera þær breytingar sem gera þarf.“ Stefnt væri að því að frumvarp um ný náttúruverndarlög verði lagt fram vorið 2015.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira