Sónar hátíðin í Reykjavík hófst í gær með miklum látum í Hörpu. Svo virðist sem að eftirspurn eftir miðum í kvöld sé gríðarleg.
Í ljósi þess hafa aðstandendur hátíðarinnar ákveðið að bæta nokkrum miðum við sem gilda á kvöldið í kvöld.
Í kvöld koma meðal annars fram Ólafur Arnalds, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, Ásgeir Trausti, Mugison, Squarepusher, Gluteus Maximus, Pachanga Boys og fleiri.
Miðaverð er 9.900 krónur en hægt er að nálgast miða á harpa.is sem og í miðasölu Hörpu.

