Innlent

Yfir 500 veittu upplýsingar til lögreglu

Alls bárust 502 símtöl í Upplýsingasíma lögreglunnar (fíkniefnasímann) árið 2012. Á vef lögreglunnar kemur fram að símtölum fari fjölgandi á milli ára.

Í langflestum tilfellum eru þeir sem hringja að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnabrot eða grunsemdum um slíkt athæfi. Upplýsingarnar eru afar vel þegnar af lögreglunni og koma iðuleg að notum við rannsókn mála.

Númer Upplýsingasímans er 800-5005 en hann er vaktaður allan sólarhringinn til þess að tryggja að upplýsingarnar berist viðkomandi lögregluembættum fljótt og örugglega. Athygli er vakinn að því að síminn er ekki eingöngu ætlaður fyrir upplýsingar um fíkniefnabrot heldur hvers kyns ábendingar.

Þegar hringt er í upplýsingaasímann svarar talhólf. Þar er hægt að lesa inn þær upplýsingar sem koma skal á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða sá sem hringir æskir þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×