Ein elsta vídeóleiga landsins lokar - "Tæknin tók okkur illilega" Boði Logason skrifar 1. febrúar 2013 13:02 "Ég afskrifa litlu karlana og bankarnir stóru karlana,“ segir Ragnar Snorrason, eigandi Grensásvídeó. Mynd/Svarthöfði.is "Við erum að loka búllunni og játum okkur sigraða - það er tæknin sem tók okkur illilega,“ segir Ragnar Snorrason, eigandi myndbandaleigunnar Grensásvídeó, sem er ein elsta vídeóleiga landsins og jafnframt ein sú ástsælasta. Leigan lokar í lok mánaðarins þar sem fólk er hreinlega hætt að koma og leigja myndir. „Maður áttaði sig á þessu í haust," segir Ragnar en með tilkomu Sjónvarpss Símans og leigunnar hjá Vodafone, hefur salan dregist mikið saman. „Og líka með niðurhali yfir höfuð." Ragnar er búinn að eiga Grensásvídeó í tíu ár, en leigan sjálf er þrjátíu ára gömul. Hann segir erfitt að þurfa að loka. „Það eru þung skref að þurfa að selja það sem maður er búinn að safna og vanda sig virkilega að kaupa inn gott efni. Það er leiðinlegt að setja þetta á brunaútsölu. Ég ætlaði að lifa á þessu út lífið, en svona er þetta bara. Það er eðlilegt að maður þurfi að játa sig sigraðann fyrir tækninni."Komið með nóg af hinu hefðbundna Vídeóleigur um allan heim eru nú að loka, enda fáir sem fara ennþá út til að leigja sér mynd. Flestir hlaða þeim niður, horfa á þeir í Apple TV eða á leigum í sjónvörpum. „Það er sorglega við þetta er það hvað úrvalið hrynur. Unga fólkið vill vera „main stream" en þegar þú ert orðinn 20 - 30 árum eldri þá gerirðu meiri kröfur. Hingað er að koma fólk um sextugt sem er komið með nóg af hinu hefðbundna og vill horfa á myndir frá Evrópu," segir hann. Eftir öll þessi ár hljóta margir að vera með miklar sektir á bakinu. „Jú það er rétt, þeir verða eltir uppi af sérstakri sveit, þar sem Sylvester Stalone verður formaður," segir hann kíminn. „Nei, en þetta eru gríðarlegar skuldir og margir þjóðfrægir Íslendingar sem hafa stolið af mér, sem ég hugsa ekki vel til. En það eru margir sem hafa stolið myndum af mér, það er stærri hópur en fólk gerir sér grein fyrir," segir hann. En hvað er til ráða, nú þegar vídeóleigan er að loka? „Maður verður bara að afskrifa, ég afskrifa litlu karlana og bankarnir stóru karlana. Það er ekki hægt að eltast við fólk sem á ekki neitt," segir hann.Myndir til sölu á 500 krónur Hvað tekur nú við? „Það er ekki alveg komið á hreint, ég er fyrst og fremst að ganga frá hérna og selja út." Í þessum mánuði ætlar Ragnar að selja lagerinn hjá sér. „Myndirnar verða á 500 til 800 krónur og þáttaseríurnar á 1000 til 1500. Það er ótrúlega margt í boði," segir hann. Og að lokum, hver er uppáhalds kvikmynd, þessa mikla kvikmyndasérfræðings? „Þegar stórt er spurt er fátt um svör, en sumar myndir get ég horft á aftur og aftur. Ég held ég segi myndin Water, sem er Bollywood-mynd og er ein óþekktasta myndin. Hún er tær snilld," segir hann. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira
"Við erum að loka búllunni og játum okkur sigraða - það er tæknin sem tók okkur illilega,“ segir Ragnar Snorrason, eigandi myndbandaleigunnar Grensásvídeó, sem er ein elsta vídeóleiga landsins og jafnframt ein sú ástsælasta. Leigan lokar í lok mánaðarins þar sem fólk er hreinlega hætt að koma og leigja myndir. „Maður áttaði sig á þessu í haust," segir Ragnar en með tilkomu Sjónvarpss Símans og leigunnar hjá Vodafone, hefur salan dregist mikið saman. „Og líka með niðurhali yfir höfuð." Ragnar er búinn að eiga Grensásvídeó í tíu ár, en leigan sjálf er þrjátíu ára gömul. Hann segir erfitt að þurfa að loka. „Það eru þung skref að þurfa að selja það sem maður er búinn að safna og vanda sig virkilega að kaupa inn gott efni. Það er leiðinlegt að setja þetta á brunaútsölu. Ég ætlaði að lifa á þessu út lífið, en svona er þetta bara. Það er eðlilegt að maður þurfi að játa sig sigraðann fyrir tækninni."Komið með nóg af hinu hefðbundna Vídeóleigur um allan heim eru nú að loka, enda fáir sem fara ennþá út til að leigja sér mynd. Flestir hlaða þeim niður, horfa á þeir í Apple TV eða á leigum í sjónvörpum. „Það er sorglega við þetta er það hvað úrvalið hrynur. Unga fólkið vill vera „main stream" en þegar þú ert orðinn 20 - 30 árum eldri þá gerirðu meiri kröfur. Hingað er að koma fólk um sextugt sem er komið með nóg af hinu hefðbundna og vill horfa á myndir frá Evrópu," segir hann. Eftir öll þessi ár hljóta margir að vera með miklar sektir á bakinu. „Jú það er rétt, þeir verða eltir uppi af sérstakri sveit, þar sem Sylvester Stalone verður formaður," segir hann kíminn. „Nei, en þetta eru gríðarlegar skuldir og margir þjóðfrægir Íslendingar sem hafa stolið af mér, sem ég hugsa ekki vel til. En það eru margir sem hafa stolið myndum af mér, það er stærri hópur en fólk gerir sér grein fyrir," segir hann. En hvað er til ráða, nú þegar vídeóleigan er að loka? „Maður verður bara að afskrifa, ég afskrifa litlu karlana og bankarnir stóru karlana. Það er ekki hægt að eltast við fólk sem á ekki neitt," segir hann.Myndir til sölu á 500 krónur Hvað tekur nú við? „Það er ekki alveg komið á hreint, ég er fyrst og fremst að ganga frá hérna og selja út." Í þessum mánuði ætlar Ragnar að selja lagerinn hjá sér. „Myndirnar verða á 500 til 800 krónur og þáttaseríurnar á 1000 til 1500. Það er ótrúlega margt í boði," segir hann. Og að lokum, hver er uppáhalds kvikmynd, þessa mikla kvikmyndasérfræðings? „Þegar stórt er spurt er fátt um svör, en sumar myndir get ég horft á aftur og aftur. Ég held ég segi myndin Water, sem er Bollywood-mynd og er ein óþekktasta myndin. Hún er tær snilld," segir hann.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira